Við tryggjum ekki eftir á Össur Skarphéðinsson skrifar 11. október 2010 06:00 Ég hef sem utanríkisráðherra lagt mikla áherslu á að samtök þeirra, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta gagnvart samningnum um aðild að Evrópusambandinu, komi ríkulega að undirbúningi hans. Þeir sem best þekkja einstaka málaflokka eru líklegastir til að skilja best hagsmuni og möguleika sinna atvinnugreina. Þannig verður því samningurinn bestur fyrir alla. Fulltrúar einstakra atvinnugreina verða að taka þann möguleika inn í sína reikninga að aðild verði að lokum samþykkt. Þá er eins gott að samningurinn verði sem bestur fyrir hag þeirra umbjóðenda. Þessvegna ríður á fyrir hagsmuni einstakra samtaka, að við höfum sjálfstraust og innri styrk til að vinna saman til að gagnast Íslandi sem best. Það gildir um bændur jafnt sem aðra. Við tryggjum ekki eftir á. Fyrir einstakar atvinnugreinar er óráð að lifa í þeirri trú að samningarnir verði dregnir til baka, þeim frestað, eða hætt við þá. Það verður ekki gert. Fyrir því er hvorki meirihluti á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Það myndi laska ímynd Íslands enn frekar og væri andstætt hagsmunum þjóðar sem er að leita að leiðum til að brjótast úr miklum erfiðleikum. Íslendingar standa á krossgötum. Ein leið okkar inn í betri framtíð gæti legið í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Við eigum þar kost á traustara og stöðugra efnahagsumhverfi sem mun stuðla að því að skapa þau 30 þúsund störf sem þurfa að verða til á næstu tíu árum til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Reynsla smáþjóða, þar á meðal Eista, Maltverja og Slóvaka, sýnir ljóslega að erlendar fjárfestingar aukast í kjölfarið. Við fengjum þar einnig kost á að taka upp nýja og miklu öflugri mynt, evruna, ef við viljum. Íslendingar eiga að fá að velja sjálfir hvort þeir kjósa að fara þessa leið þegar fullgerður samningur liggur á borðinu. Samningarnir um aðild eru nú komnir af stað eftir að ég hóf þá formlega fyrir Íslands hönd 27. júlí. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart okkur sjálfum og umheiminum að hætta í miðri á. Þeir sem berjast fyrir því í krafti úreltrar kreddufælni gegn útlöndum eða vegna innri valdabaráttu í flokkum eru að vinna hagsmunum Íslands ógagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef sem utanríkisráðherra lagt mikla áherslu á að samtök þeirra, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta gagnvart samningnum um aðild að Evrópusambandinu, komi ríkulega að undirbúningi hans. Þeir sem best þekkja einstaka málaflokka eru líklegastir til að skilja best hagsmuni og möguleika sinna atvinnugreina. Þannig verður því samningurinn bestur fyrir alla. Fulltrúar einstakra atvinnugreina verða að taka þann möguleika inn í sína reikninga að aðild verði að lokum samþykkt. Þá er eins gott að samningurinn verði sem bestur fyrir hag þeirra umbjóðenda. Þessvegna ríður á fyrir hagsmuni einstakra samtaka, að við höfum sjálfstraust og innri styrk til að vinna saman til að gagnast Íslandi sem best. Það gildir um bændur jafnt sem aðra. Við tryggjum ekki eftir á. Fyrir einstakar atvinnugreinar er óráð að lifa í þeirri trú að samningarnir verði dregnir til baka, þeim frestað, eða hætt við þá. Það verður ekki gert. Fyrir því er hvorki meirihluti á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Það myndi laska ímynd Íslands enn frekar og væri andstætt hagsmunum þjóðar sem er að leita að leiðum til að brjótast úr miklum erfiðleikum. Íslendingar standa á krossgötum. Ein leið okkar inn í betri framtíð gæti legið í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Við eigum þar kost á traustara og stöðugra efnahagsumhverfi sem mun stuðla að því að skapa þau 30 þúsund störf sem þurfa að verða til á næstu tíu árum til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Reynsla smáþjóða, þar á meðal Eista, Maltverja og Slóvaka, sýnir ljóslega að erlendar fjárfestingar aukast í kjölfarið. Við fengjum þar einnig kost á að taka upp nýja og miklu öflugri mynt, evruna, ef við viljum. Íslendingar eiga að fá að velja sjálfir hvort þeir kjósa að fara þessa leið þegar fullgerður samningur liggur á borðinu. Samningarnir um aðild eru nú komnir af stað eftir að ég hóf þá formlega fyrir Íslands hönd 27. júlí. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart okkur sjálfum og umheiminum að hætta í miðri á. Þeir sem berjast fyrir því í krafti úreltrar kreddufælni gegn útlöndum eða vegna innri valdabaráttu í flokkum eru að vinna hagsmunum Íslands ógagn.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun