Staðreyndir og blekkingar 11. febrúar 2010 10:45 Þórólfur Matthíasson svarar Ögmundi Jónassyni Ögmundur Jónasson sendir mér tóninn á heimasíðu sinni auk þess að veita málglöðum einstaklingum sem bera nöfn eins og Pétur, Aðalsteinn eða Árni athvarf á þessari sömu síðu. Svo undarlega vill til að þessir bréfavinir Ögmundar eru allir á sama máli og hann. Vera kann að þetta marghenta vefsíðu-orgelspil sé verk margra manna. En hvort sem Ögmundur er margur eða einn í þessum skrifum er eitt víst og það er að þau auka ekki gæði þjóðfélagsumræðunnar á Íslandi. Síðasta pistil sinn kallar Ögmundur Hættum blekkingum! Þann pistil mun hann einnig hafa birt í Morgunblaðinu. Um fá mál hafa verið jafn skiptar skoðanir hér á landi og um hvernig gengið skuli frá skuldamálum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda vegna IceSave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi enda eru á málinu margar hliðar. Í augnablikinu virðist sem Ögmundur og meirihluti kjósenda eigi samleið í andstöðu við lausnartilburði ríkisstjórnarinnar. Þetta að eiga samleið með meirihlutanum er líklega ný staða fyrir hann. Og nú bregður svo við að Ögmundur vill ekki að þeir sem skoða málið frá öðrum vinklum en hann sjálfur geri grein fyrir skoðunum sínum og niðurstöðum á erlendum vettvangi. Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ögmundur, sem var verkalýðsforingi í mörg ár, gagnrýnir aðferð mína við að meta skuldbindingar Íslendinga vegna fyrirliggjandi samnings um greiðslu IceSave-skuldarinnar. Það kemur mér á óvart því aðferðafræðin er nákvæmlega sú sama og beitt er þegar kjarasamningar og samningstilboð þeim tengd eru metin. Upphæðir sem falla til á ólíkum tímum eru færðar á sambærilegt verðlag og greiðslustraumar eru núvirtir. Dæmi: Setjum sem svo að viðsemjendur Ögmundar verkalýðsforingja setji hann í þá pínu að velja milli 10.000 króna eingreiðslu 1. maí eða segjum 12.000 króna eingreiðslu 1. desember. Hvor kosturinn er betri fer eftir verðlagsþróun og ávöxtunarkröfu. Til að meta það og ákveða hvorn kostinn skuli velja þarf að staðvirða og núvirða! Sé það ekki gert er hætt við því að verkalýðsforinginn samþykki lakara tilboðið og snuði þannig umbjóðendur sína. En þegar kemur að skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda er sú aðferðafræði sem góðir verkalýðsforingjar nota í kjarasamningum allt í einu stórhættuleg, að ekki sé sagt þjóðhættuleg að áliti Ögmundar! Það er stefna Englandsbanka að halda verðbólgu í Bretlandi innan við 3% á ári. Það er samdóma álit hagfræðinga að sú barátta verði bankanum erfið nokkur næstu ár vegna mikils hallareksturs breska ríkisins. Verði verðbólga að meðaltali 2,5% á ári næstu 15 ár mun eitt pund hafa tapað 30% af verðgildi sínu við lok tímabilsins. Séu opinberir reiknivextir 6% er staðgreiðsluvirði 70 pensa sem falla til greiðslu eftir 15 ár rétt innan við 30 pens. Ég vona að það falli ekki undir blekkingar að ljóstra þessu upp. Sé IceSave-skuldbindingin staðvirt og núvirt er verðmæti hennar á bilinu 120 til 180 milljarðar króna, allt eftir því hvaða ávöxtunarkrafa er gerð og hvaða forsendur eru settar fram um verðlagsþróun í Bretlandi og Hollandi. Fullyrðingar um að kostnaður við lausn IceSave-deilunnar séu 700 milljarðar eru blekkingar. Leiða má líkur að því að núvirtur kostnaður af að fresta því að leysa IceSave-málið sé margfaldur á við þá 120-180 milljarða sem fyrirliggjandi samningur kostar. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson svarar Ögmundi Jónassyni Ögmundur Jónasson sendir mér tóninn á heimasíðu sinni auk þess að veita málglöðum einstaklingum sem bera nöfn eins og Pétur, Aðalsteinn eða Árni athvarf á þessari sömu síðu. Svo undarlega vill til að þessir bréfavinir Ögmundar eru allir á sama máli og hann. Vera kann að þetta marghenta vefsíðu-orgelspil sé verk margra manna. En hvort sem Ögmundur er margur eða einn í þessum skrifum er eitt víst og það er að þau auka ekki gæði þjóðfélagsumræðunnar á Íslandi. Síðasta pistil sinn kallar Ögmundur Hættum blekkingum! Þann pistil mun hann einnig hafa birt í Morgunblaðinu. Um fá mál hafa verið jafn skiptar skoðanir hér á landi og um hvernig gengið skuli frá skuldamálum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda vegna IceSave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi enda eru á málinu margar hliðar. Í augnablikinu virðist sem Ögmundur og meirihluti kjósenda eigi samleið í andstöðu við lausnartilburði ríkisstjórnarinnar. Þetta að eiga samleið með meirihlutanum er líklega ný staða fyrir hann. Og nú bregður svo við að Ögmundur vill ekki að þeir sem skoða málið frá öðrum vinklum en hann sjálfur geri grein fyrir skoðunum sínum og niðurstöðum á erlendum vettvangi. Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ögmundur, sem var verkalýðsforingi í mörg ár, gagnrýnir aðferð mína við að meta skuldbindingar Íslendinga vegna fyrirliggjandi samnings um greiðslu IceSave-skuldarinnar. Það kemur mér á óvart því aðferðafræðin er nákvæmlega sú sama og beitt er þegar kjarasamningar og samningstilboð þeim tengd eru metin. Upphæðir sem falla til á ólíkum tímum eru færðar á sambærilegt verðlag og greiðslustraumar eru núvirtir. Dæmi: Setjum sem svo að viðsemjendur Ögmundar verkalýðsforingja setji hann í þá pínu að velja milli 10.000 króna eingreiðslu 1. maí eða segjum 12.000 króna eingreiðslu 1. desember. Hvor kosturinn er betri fer eftir verðlagsþróun og ávöxtunarkröfu. Til að meta það og ákveða hvorn kostinn skuli velja þarf að staðvirða og núvirða! Sé það ekki gert er hætt við því að verkalýðsforinginn samþykki lakara tilboðið og snuði þannig umbjóðendur sína. En þegar kemur að skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda er sú aðferðafræði sem góðir verkalýðsforingjar nota í kjarasamningum allt í einu stórhættuleg, að ekki sé sagt þjóðhættuleg að áliti Ögmundar! Það er stefna Englandsbanka að halda verðbólgu í Bretlandi innan við 3% á ári. Það er samdóma álit hagfræðinga að sú barátta verði bankanum erfið nokkur næstu ár vegna mikils hallareksturs breska ríkisins. Verði verðbólga að meðaltali 2,5% á ári næstu 15 ár mun eitt pund hafa tapað 30% af verðgildi sínu við lok tímabilsins. Séu opinberir reiknivextir 6% er staðgreiðsluvirði 70 pensa sem falla til greiðslu eftir 15 ár rétt innan við 30 pens. Ég vona að það falli ekki undir blekkingar að ljóstra þessu upp. Sé IceSave-skuldbindingin staðvirt og núvirt er verðmæti hennar á bilinu 120 til 180 milljarðar króna, allt eftir því hvaða ávöxtunarkrafa er gerð og hvaða forsendur eru settar fram um verðlagsþróun í Bretlandi og Hollandi. Fullyrðingar um að kostnaður við lausn IceSave-deilunnar séu 700 milljarðar eru blekkingar. Leiða má líkur að því að núvirtur kostnaður af að fresta því að leysa IceSave-málið sé margfaldur á við þá 120-180 milljarða sem fyrirliggjandi samningur kostar. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun