Lilja Mósesdóttir: Að ganga í takt 28. apríl 2010 09:09 Í fréttaskýringu Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttablaðinu 22. apríl er ég sérstaklega tekin út í umfjöllun um „ófriðarbál“ innan VG og þess getið að ég gangi í litlum takti við aðra í þingflokknum. Fréttaflutningur Kolbeins veldur mér vonbrigðum því stutt er síðan út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hörmulegum afleiðingum foringjaræðis og heraga innan ríkisstjórnarflokka. Von mín um að við myndum sem þjóð taka til okkar eitthvað af þeim lærdómi sem draga má af því sem afvega fór og leiddi til falls bankanna dofnaði við lestur fréttaskýringarinnar. Enn og aftur á að einangra einstaklinga pólitískt sem ekki undirgangast oddvitaræði íslenskra stjórnmála. Við megum ekki láta slíkt viðgangast lengur og eigum að leggja rækt við skoðanaskipti og lýðræðisleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum.Gegn foringjaræðiÍ siðferðisskýrslu rannsóknarnefndarinnar segir m.a. að „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum“ (bls. 184, bindi 8). Ég tek undir þessa gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu, þar sem hún samræmist því miður reynslu minni af þingmannsstarfinu síðastliðið ár. Ástæða þess að ég ákvað að skipta um starfsvettvang og taka þátt í pólitík var til þess að berjast fyrir endurreisn íslensks samfélags á forsendum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég valdi mér stjórnmálaflokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag. Stefna flokksins hefur fram til þessa verið mér kærari en hlýðni við forystuna, enda gekk ég ekki til liðs við ákveðna einstaklinga. Við erum mörg í VG sem höfum þessa afstöðu og höfum verið óhrædd við að gagnrýna forystuna fyrir að beita ólýðræðislegum vinnubrögðum og innleiða aðgerðir sem ekki samrýmast stefnu flokksins. Þessi gagnrýni hefur ekki aðeins átt sér stað í þingflokki VG heldur einnig á flokksráðsfundum. Sem betur fer eru lýðræðisöflin enn sterk í VG. Þetta vita þeir sem til þekkja og blaðamenn sem eru vandir að virðingu sinni og kynna sér allar hliðar málsins.Norrænt réttlætiMér fannst eins og fjölmörgum öðrum VG-félögum ámælisvert að forysta stjórnarflokkanna reyndu að keyra Icesave-samninginn í gegnum ríkisstjórnarflokkana án þess að þingflokkurinn fengi tækifæri til að lesa hann þegar málið kom upp í júní á síðasta ári. Viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem eru ekkert annað en loforð um stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna, hafa verið sendar AGS án þess að þær hafi verið bornar undir stjórnarflokkana. Ég hef ítrekað gagnrýnt aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að taka á skuldavanda heimilanna fyrir að vera í anda frjálshyggju en ekki norræns velferðarkerfis. Fátækrastimpilinn er hafinn á loft og aðeins þeir sem bankarnir og dómskerfið segja að þurfi á aðstoð að halda fá hana en ekki allir þeir sem nú sitja uppi með stökkbreytt lán. Eitt helsta einkenni norræna velferðarkerfisins er að aðgerðir eru fyrir alla og síðan er skattkerfið notað til að ná til baka frá þeim sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Ef almennar aðgerðir duga ekki, þá er gripið til sértækra aðgerða.„Ófriðarbálið“ svokallaða er tendrað af þeim sem ganga ekki í takt við stefnu VG og vilja að þaggað sé niður í gagnrýnisröddum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Í fréttaskýringu Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttablaðinu 22. apríl er ég sérstaklega tekin út í umfjöllun um „ófriðarbál“ innan VG og þess getið að ég gangi í litlum takti við aðra í þingflokknum. Fréttaflutningur Kolbeins veldur mér vonbrigðum því stutt er síðan út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hörmulegum afleiðingum foringjaræðis og heraga innan ríkisstjórnarflokka. Von mín um að við myndum sem þjóð taka til okkar eitthvað af þeim lærdómi sem draga má af því sem afvega fór og leiddi til falls bankanna dofnaði við lestur fréttaskýringarinnar. Enn og aftur á að einangra einstaklinga pólitískt sem ekki undirgangast oddvitaræði íslenskra stjórnmála. Við megum ekki láta slíkt viðgangast lengur og eigum að leggja rækt við skoðanaskipti og lýðræðisleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum.Gegn foringjaræðiÍ siðferðisskýrslu rannsóknarnefndarinnar segir m.a. að „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum“ (bls. 184, bindi 8). Ég tek undir þessa gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu, þar sem hún samræmist því miður reynslu minni af þingmannsstarfinu síðastliðið ár. Ástæða þess að ég ákvað að skipta um starfsvettvang og taka þátt í pólitík var til þess að berjast fyrir endurreisn íslensks samfélags á forsendum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég valdi mér stjórnmálaflokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag. Stefna flokksins hefur fram til þessa verið mér kærari en hlýðni við forystuna, enda gekk ég ekki til liðs við ákveðna einstaklinga. Við erum mörg í VG sem höfum þessa afstöðu og höfum verið óhrædd við að gagnrýna forystuna fyrir að beita ólýðræðislegum vinnubrögðum og innleiða aðgerðir sem ekki samrýmast stefnu flokksins. Þessi gagnrýni hefur ekki aðeins átt sér stað í þingflokki VG heldur einnig á flokksráðsfundum. Sem betur fer eru lýðræðisöflin enn sterk í VG. Þetta vita þeir sem til þekkja og blaðamenn sem eru vandir að virðingu sinni og kynna sér allar hliðar málsins.Norrænt réttlætiMér fannst eins og fjölmörgum öðrum VG-félögum ámælisvert að forysta stjórnarflokkanna reyndu að keyra Icesave-samninginn í gegnum ríkisstjórnarflokkana án þess að þingflokkurinn fengi tækifæri til að lesa hann þegar málið kom upp í júní á síðasta ári. Viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem eru ekkert annað en loforð um stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna, hafa verið sendar AGS án þess að þær hafi verið bornar undir stjórnarflokkana. Ég hef ítrekað gagnrýnt aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að taka á skuldavanda heimilanna fyrir að vera í anda frjálshyggju en ekki norræns velferðarkerfis. Fátækrastimpilinn er hafinn á loft og aðeins þeir sem bankarnir og dómskerfið segja að þurfi á aðstoð að halda fá hana en ekki allir þeir sem nú sitja uppi með stökkbreytt lán. Eitt helsta einkenni norræna velferðarkerfisins er að aðgerðir eru fyrir alla og síðan er skattkerfið notað til að ná til baka frá þeim sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Ef almennar aðgerðir duga ekki, þá er gripið til sértækra aðgerða.„Ófriðarbálið“ svokallaða er tendrað af þeim sem ganga ekki í takt við stefnu VG og vilja að þaggað sé niður í gagnrýnisröddum.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun