Massa: Endaspretturinn verður spennandi 24. ágúst 2010 16:05 Felipe Massa hefur ekið með Ferrari síðustu ár. Mynd: Getty Images Felipe Massa hjá Ferrrari vann mótið á Spa brautinni árið 2008, sem keppt verður á um næstu helgi og Kimi Raikkönen sem var hjá Ferrari vann mótið í fyrra, en keppir ekki lengur í Formúlu 1. Massa keppti ekki í fyrra vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í Ungverjalandi, en heldur mikið upp á brautina. "Við erum í góðum málum og verðum með nýja hluti í bílnum, sem er liður í þróun bílsins. Ég keppti síðast árið 2008 og elska brautina. Það hlakkar alla til að keyra brautina að ég held", sagði Massa í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í skrif hans á heimasíðu Ferrari. "Við höfum sýnt að við erum samkeppnisfærir í síðustu mótum, en það er erfitt að spá í stöðuna. Það er lítill munur á milli liða og smávægilegar breytingar í getu á einstökum brautum getur gert gæfumuninn. Við verðum að sjá hvað gerist á fyrstu æfingum til að sjá stöðuna." "Það eru ekki nema sjö mót eftir og endaspretturinn ætti að verða virkilega spennandi, en það þýðir að spennan verður meiri meðal okkar sem keppa. En við höfum verið í þessari stöðu áður og vitum hvernig á að höndla pressuna." "Við þurfum að koma okkur í toppslaginn og ég er mjög einbeittur, eftir að hafa verið í sumarfríi. Ég saknaði þess að keyra ekki keppnisbílinn og get ekki hugsað mér betri vettvang en Spa. Brautin getur verið skemmtileg í rigningu og það hefur oft rignt. Við verðum að mæta öllum mögulegum aðstæðum", sagði Massa. Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrrari vann mótið á Spa brautinni árið 2008, sem keppt verður á um næstu helgi og Kimi Raikkönen sem var hjá Ferrari vann mótið í fyrra, en keppir ekki lengur í Formúlu 1. Massa keppti ekki í fyrra vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í Ungverjalandi, en heldur mikið upp á brautina. "Við erum í góðum málum og verðum með nýja hluti í bílnum, sem er liður í þróun bílsins. Ég keppti síðast árið 2008 og elska brautina. Það hlakkar alla til að keyra brautina að ég held", sagði Massa í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í skrif hans á heimasíðu Ferrari. "Við höfum sýnt að við erum samkeppnisfærir í síðustu mótum, en það er erfitt að spá í stöðuna. Það er lítill munur á milli liða og smávægilegar breytingar í getu á einstökum brautum getur gert gæfumuninn. Við verðum að sjá hvað gerist á fyrstu æfingum til að sjá stöðuna." "Það eru ekki nema sjö mót eftir og endaspretturinn ætti að verða virkilega spennandi, en það þýðir að spennan verður meiri meðal okkar sem keppa. En við höfum verið í þessari stöðu áður og vitum hvernig á að höndla pressuna." "Við þurfum að koma okkur í toppslaginn og ég er mjög einbeittur, eftir að hafa verið í sumarfríi. Ég saknaði þess að keyra ekki keppnisbílinn og get ekki hugsað mér betri vettvang en Spa. Brautin getur verið skemmtileg í rigningu og það hefur oft rignt. Við verðum að mæta öllum mögulegum aðstæðum", sagði Massa.
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira