Massa: Endaspretturinn verður spennandi 24. ágúst 2010 16:05 Felipe Massa hefur ekið með Ferrari síðustu ár. Mynd: Getty Images Felipe Massa hjá Ferrrari vann mótið á Spa brautinni árið 2008, sem keppt verður á um næstu helgi og Kimi Raikkönen sem var hjá Ferrari vann mótið í fyrra, en keppir ekki lengur í Formúlu 1. Massa keppti ekki í fyrra vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í Ungverjalandi, en heldur mikið upp á brautina. "Við erum í góðum málum og verðum með nýja hluti í bílnum, sem er liður í þróun bílsins. Ég keppti síðast árið 2008 og elska brautina. Það hlakkar alla til að keyra brautina að ég held", sagði Massa í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í skrif hans á heimasíðu Ferrari. "Við höfum sýnt að við erum samkeppnisfærir í síðustu mótum, en það er erfitt að spá í stöðuna. Það er lítill munur á milli liða og smávægilegar breytingar í getu á einstökum brautum getur gert gæfumuninn. Við verðum að sjá hvað gerist á fyrstu æfingum til að sjá stöðuna." "Það eru ekki nema sjö mót eftir og endaspretturinn ætti að verða virkilega spennandi, en það þýðir að spennan verður meiri meðal okkar sem keppa. En við höfum verið í þessari stöðu áður og vitum hvernig á að höndla pressuna." "Við þurfum að koma okkur í toppslaginn og ég er mjög einbeittur, eftir að hafa verið í sumarfríi. Ég saknaði þess að keyra ekki keppnisbílinn og get ekki hugsað mér betri vettvang en Spa. Brautin getur verið skemmtileg í rigningu og það hefur oft rignt. Við verðum að mæta öllum mögulegum aðstæðum", sagði Massa. Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrrari vann mótið á Spa brautinni árið 2008, sem keppt verður á um næstu helgi og Kimi Raikkönen sem var hjá Ferrari vann mótið í fyrra, en keppir ekki lengur í Formúlu 1. Massa keppti ekki í fyrra vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í Ungverjalandi, en heldur mikið upp á brautina. "Við erum í góðum málum og verðum með nýja hluti í bílnum, sem er liður í þróun bílsins. Ég keppti síðast árið 2008 og elska brautina. Það hlakkar alla til að keyra brautina að ég held", sagði Massa í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í skrif hans á heimasíðu Ferrari. "Við höfum sýnt að við erum samkeppnisfærir í síðustu mótum, en það er erfitt að spá í stöðuna. Það er lítill munur á milli liða og smávægilegar breytingar í getu á einstökum brautum getur gert gæfumuninn. Við verðum að sjá hvað gerist á fyrstu æfingum til að sjá stöðuna." "Það eru ekki nema sjö mót eftir og endaspretturinn ætti að verða virkilega spennandi, en það þýðir að spennan verður meiri meðal okkar sem keppa. En við höfum verið í þessari stöðu áður og vitum hvernig á að höndla pressuna." "Við þurfum að koma okkur í toppslaginn og ég er mjög einbeittur, eftir að hafa verið í sumarfríi. Ég saknaði þess að keyra ekki keppnisbílinn og get ekki hugsað mér betri vettvang en Spa. Brautin getur verið skemmtileg í rigningu og það hefur oft rignt. Við verðum að mæta öllum mögulegum aðstæðum", sagði Massa.
Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira