Erlendar nýfjárfestingar Katrín Júlíusdóttir skrifar 15. janúar 2010 06:00 Erlendar nýfjárfestingar skapa atvinnutækifæri sem hvorki þarf að fjármagna með erlendum lántökum íslenskra aðila né af því innlenda svigrúmi sem til staðar er til fjárfestinga í hagkerfinu. Ríkisstjórnin leggur því áherslu á að skapa forsendur fyrir slíkar fjárfestingar, ekki síst með því að eyða sem fyrst allri óvissu um það á hvaða leið Ísland sé í endurreisn efnahagslífsins. Strax og nýtt óvissuástand skapaðist með framgang efnahagsáætlunar Íslands þegar forseti beitti synjunarvaldi var brugðist við af hálfu iðnaðarráðuneytis og Fjárfestingarstofu í samráði við utanríkisráðuneytið. Fjárfestingarstofa er í samskiptum við þá erlendu aðila sem eru að þreifa fyrir sér með verkefni á Íslandi. Viðbrögð þeirra við nýju óvissuástandi kölluðu á aðgerðir og virk samskipti til að halda verkefnum gangandi. Því hefur Fjárfestingarstofa sinnt með lofsamlegum hætti. Í grein í Fréttablaðinu 13. janúar sl. gerir Jón Gunnarsson þingmaður mér upp þau orð að flótti væri brostin í lið erlendra fjárfesta. Vonandi tekst að afstýra því þótt dýrkeyptar tafir geti orðið. Þingmaðurinn telur það „grunnhyggni" af minni hálfu að benda á að óvissa um framgang endurreisnar efnahagslífsins, lækkun lánshæfismats ríkisins niður í ruslflokk, ráðleggingar matsfyrirtækja og greinenda gegn fjárfestingum á Íslandi og hækkun skuldatryggingarálags hafi áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði og ákvarðanir fjárfesta. Meðan menn hafa asklok fyrir himinn er ekki líklegt að samhengi hlutanna verði þeim sýnilegt. Nú er unnið að undirbúningi rammalöggjafar um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga til að gera ferlið skilvirkara og auðvelda kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Alþingi er með til afgreiðslu fjárfestingarsamning sem hefur það markmið að auðvelda aðkomu nýs erlends kjölfestufjárfestis í uppbyggingu gagnvers á Reykjanesi. Sérstök verkefnisstjórn vinnur markvisst ásamt Fjárfestingarstofu að því að finna erlendan samstarfsaðila til uppbyggingar og orkunýtingar í Þingeyjarsýslum. En margt fleira er gert. Ferðaþjónustan er enn að eflast og undirbýr stofnun klasa um heilsu- og lífsstílstengda ferðamennsku. Stuðningur við nýsköpun, rannsóknir og þróun er efldur. Ný frumkvöðlasetur skapa störf og verðmæti. Þetta eru aðeins dæmi um það starf sem unnið er í samráði við atvinnulífið um uppbyggingu. Skýr stefna og vilji er til staðar. Verkefnið er að sameinast um að skapa sem fyrst hagstæð skilyrði, stöðugleika og forsendur hagvaxtar. Höfundur er iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Erlendar nýfjárfestingar skapa atvinnutækifæri sem hvorki þarf að fjármagna með erlendum lántökum íslenskra aðila né af því innlenda svigrúmi sem til staðar er til fjárfestinga í hagkerfinu. Ríkisstjórnin leggur því áherslu á að skapa forsendur fyrir slíkar fjárfestingar, ekki síst með því að eyða sem fyrst allri óvissu um það á hvaða leið Ísland sé í endurreisn efnahagslífsins. Strax og nýtt óvissuástand skapaðist með framgang efnahagsáætlunar Íslands þegar forseti beitti synjunarvaldi var brugðist við af hálfu iðnaðarráðuneytis og Fjárfestingarstofu í samráði við utanríkisráðuneytið. Fjárfestingarstofa er í samskiptum við þá erlendu aðila sem eru að þreifa fyrir sér með verkefni á Íslandi. Viðbrögð þeirra við nýju óvissuástandi kölluðu á aðgerðir og virk samskipti til að halda verkefnum gangandi. Því hefur Fjárfestingarstofa sinnt með lofsamlegum hætti. Í grein í Fréttablaðinu 13. janúar sl. gerir Jón Gunnarsson þingmaður mér upp þau orð að flótti væri brostin í lið erlendra fjárfesta. Vonandi tekst að afstýra því þótt dýrkeyptar tafir geti orðið. Þingmaðurinn telur það „grunnhyggni" af minni hálfu að benda á að óvissa um framgang endurreisnar efnahagslífsins, lækkun lánshæfismats ríkisins niður í ruslflokk, ráðleggingar matsfyrirtækja og greinenda gegn fjárfestingum á Íslandi og hækkun skuldatryggingarálags hafi áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði og ákvarðanir fjárfesta. Meðan menn hafa asklok fyrir himinn er ekki líklegt að samhengi hlutanna verði þeim sýnilegt. Nú er unnið að undirbúningi rammalöggjafar um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga til að gera ferlið skilvirkara og auðvelda kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Alþingi er með til afgreiðslu fjárfestingarsamning sem hefur það markmið að auðvelda aðkomu nýs erlends kjölfestufjárfestis í uppbyggingu gagnvers á Reykjanesi. Sérstök verkefnisstjórn vinnur markvisst ásamt Fjárfestingarstofu að því að finna erlendan samstarfsaðila til uppbyggingar og orkunýtingar í Þingeyjarsýslum. En margt fleira er gert. Ferðaþjónustan er enn að eflast og undirbýr stofnun klasa um heilsu- og lífsstílstengda ferðamennsku. Stuðningur við nýsköpun, rannsóknir og þróun er efldur. Ný frumkvöðlasetur skapa störf og verðmæti. Þetta eru aðeins dæmi um það starf sem unnið er í samráði við atvinnulífið um uppbyggingu. Skýr stefna og vilji er til staðar. Verkefnið er að sameinast um að skapa sem fyrst hagstæð skilyrði, stöðugleika og forsendur hagvaxtar. Höfundur er iðnaðarráðherra.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar