Varnarsamtök íslenskunnar 20. ágúst 2010 06:00 Nokkrar umræður hafa verið undanfarið í þessu blaði um íslenskuna og þá einkum um hvernig eigi að leiðbeina fólki um málfar. Er það vel, hollt er að skiptast á skoðunum um tungumálið og fátt verra en skeytingarleysið, en það kemur fram í því þegar mönnum er sama hvernig íslenskan er notuð og hvort svo er. Engu er líkara en hún sé farin að þvælast fyrir fólki sem er tamara að grípa til enskunnar sem er þó jafnvel hvorki fugl né fiskur. Orðfæðin segir mjög til sín, menn grípa til sömu orða um sama hlutinn eða hugtakið þótt málið geymi tugi orða um það sama. Talað mál í ljósvakafjölmiðlum er tíðum svo óáheyrilegt að þraut er að hlusta á. Þeir sem boðaðir eru í viðtöl á þeim bæjum virðast fremur ekkert uppbyggilegt hafa hugsað um efnið sem er til umræðu eða kunna ekki að koma orðum að því og ræðan verður því gjarnan skreytt merkingarlausum innskotsorðum: „Ég meina… sko að það sem þeir… hérna… ætluðu að meika… var bara feik." Eftirlætisorðið „hérna" ryðst fram í munni flestra sem koma í þessi viðtöl og útlendingar, sem ekki kunna íslensku, eru forvitnir um þetta orð og halda að það sé einhver lykill að tungumálinu. Þá reynist það hið gagnstæða, haldreipi þeirra sem ekki hafa hugsað hvað þeir ætli að segja eða vita það jafnvel ekki. Marga undanfarna áratugi er líkt og tungumálið okkar hafi mátt þola ræktarleysi og hrognenska komið í staðinn og var talin sérlega fínt mál fyrir hrun. Það má lesa með hrolli í Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem orðrétt er haft eftir peningamönnum. Þeir tala ekkert tungumál heldur ryðja út úr sér bullgrauti sem fer vel við skilning þeirra á eðli viðskipta. Þarna er því eitt sviðið enn sem við getum tekið til rækilegrar endurskoðunar. Heimili, skólar, fjölmiðlar og stofnanir ættu að taka höndum saman og sameinast um viðreisn íslenskunnar. Það ætti að verða heillandi verkefni. Líklega er minn góði og gamli skóli, Menntaskólinn á Akureyri, að feta sig inn á svipaða en líklega víðari braut með nýju námsskipulagi sem tekur gildi í haust. Heppilegt væri að Íslensk málstöð hefði hér forystu og mótaði stefnu. Upphafið er á heimilunum og brýnt að tala mikið við börnin á eðlilegri íslensku og fullorðnir leggi niður barnamálið. Þá á að lesa fyrir þau, segja þeim sögur, láta þau læra kvæði og syngja með þeim. Þetta er allt hægt að klæða í búning skemmtunar með smáhugkvæmni. Ég ætla að á nánast öllum vinnustöðum séu einstaklingar sem vanda málfar sitt eða hugsa um gott mál. Þeir gætu orðið hvatamenn að málvöndun og halda mætti málverndarfundi í lok vinnuviku eða mánaðar. Talað mál og ritað væri rætt, bent á hvað mætti betur fara, ákveðnir textar teknir til athugunar og fólk hvatt til framfara. Ekki er nauðsynlegt að málspekingar stýri slíku heldur smekkmenn um málfar og þeir sem þykir vænt um móðurmálið. Sérstaklega skal ráðist gegn hrognenskunni og orð fundin á íslensku til að leysa hin af hólmi. Vandi er þar sem fólk vinnur mjög með erlend heiti og hugtök. Liggur þá ekki beint við að íslenska þau og fá leiðbeiningar á Íslenskri málstöð? Í skólum verður að hefja sókn íslenskunnar sem undirstöðu allra annarra greina. Hún verður að gegnsýra allt skólastarfið og taka völdin þar sem hún hefur verið hornreka. Í framhaldsskólum mættu kennarar og nemendur huga vel að málfari þeirra greina sem þeir læra. Hversu góð er íslenskan í efna- og eðlisfræðinni, líffræðinni, jarðfræði, sögu o.s.frv.? Ég vil kalla þessa hópa varnarsamtök íslenskunnar. Við eigum einstakar bókmenntir frá öllum öldum sögu okkar og þær eiga að verða sá brunnur sem við sækjum í. Vegur íslenskunnar hefur minnkað í námi skólanna þegar viðspyrnan þarf að vera hörð gegn hrognensku. Íslenskan þykir eflaust ekki „fín", en málið býr yfir fjölbreyttum töfrum sem unga fólkið verður að uppgötva og unna. Hver dáir ekki Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar sem lærði kvæðið á barnaskólaárum sínum? Það á að vera gaman að læra kvæði líkt og það er að syngja þau. „Ástkæra, ylhýra málið…, þannig byrjar Jónas annað snilldarkvæði sitt. Málið á að vera okkur ylhýrt, verma okkur öll og af hitanum spretta nýjar jurtir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nokkrar umræður hafa verið undanfarið í þessu blaði um íslenskuna og þá einkum um hvernig eigi að leiðbeina fólki um málfar. Er það vel, hollt er að skiptast á skoðunum um tungumálið og fátt verra en skeytingarleysið, en það kemur fram í því þegar mönnum er sama hvernig íslenskan er notuð og hvort svo er. Engu er líkara en hún sé farin að þvælast fyrir fólki sem er tamara að grípa til enskunnar sem er þó jafnvel hvorki fugl né fiskur. Orðfæðin segir mjög til sín, menn grípa til sömu orða um sama hlutinn eða hugtakið þótt málið geymi tugi orða um það sama. Talað mál í ljósvakafjölmiðlum er tíðum svo óáheyrilegt að þraut er að hlusta á. Þeir sem boðaðir eru í viðtöl á þeim bæjum virðast fremur ekkert uppbyggilegt hafa hugsað um efnið sem er til umræðu eða kunna ekki að koma orðum að því og ræðan verður því gjarnan skreytt merkingarlausum innskotsorðum: „Ég meina… sko að það sem þeir… hérna… ætluðu að meika… var bara feik." Eftirlætisorðið „hérna" ryðst fram í munni flestra sem koma í þessi viðtöl og útlendingar, sem ekki kunna íslensku, eru forvitnir um þetta orð og halda að það sé einhver lykill að tungumálinu. Þá reynist það hið gagnstæða, haldreipi þeirra sem ekki hafa hugsað hvað þeir ætli að segja eða vita það jafnvel ekki. Marga undanfarna áratugi er líkt og tungumálið okkar hafi mátt þola ræktarleysi og hrognenska komið í staðinn og var talin sérlega fínt mál fyrir hrun. Það má lesa með hrolli í Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem orðrétt er haft eftir peningamönnum. Þeir tala ekkert tungumál heldur ryðja út úr sér bullgrauti sem fer vel við skilning þeirra á eðli viðskipta. Þarna er því eitt sviðið enn sem við getum tekið til rækilegrar endurskoðunar. Heimili, skólar, fjölmiðlar og stofnanir ættu að taka höndum saman og sameinast um viðreisn íslenskunnar. Það ætti að verða heillandi verkefni. Líklega er minn góði og gamli skóli, Menntaskólinn á Akureyri, að feta sig inn á svipaða en líklega víðari braut með nýju námsskipulagi sem tekur gildi í haust. Heppilegt væri að Íslensk málstöð hefði hér forystu og mótaði stefnu. Upphafið er á heimilunum og brýnt að tala mikið við börnin á eðlilegri íslensku og fullorðnir leggi niður barnamálið. Þá á að lesa fyrir þau, segja þeim sögur, láta þau læra kvæði og syngja með þeim. Þetta er allt hægt að klæða í búning skemmtunar með smáhugkvæmni. Ég ætla að á nánast öllum vinnustöðum séu einstaklingar sem vanda málfar sitt eða hugsa um gott mál. Þeir gætu orðið hvatamenn að málvöndun og halda mætti málverndarfundi í lok vinnuviku eða mánaðar. Talað mál og ritað væri rætt, bent á hvað mætti betur fara, ákveðnir textar teknir til athugunar og fólk hvatt til framfara. Ekki er nauðsynlegt að málspekingar stýri slíku heldur smekkmenn um málfar og þeir sem þykir vænt um móðurmálið. Sérstaklega skal ráðist gegn hrognenskunni og orð fundin á íslensku til að leysa hin af hólmi. Vandi er þar sem fólk vinnur mjög með erlend heiti og hugtök. Liggur þá ekki beint við að íslenska þau og fá leiðbeiningar á Íslenskri málstöð? Í skólum verður að hefja sókn íslenskunnar sem undirstöðu allra annarra greina. Hún verður að gegnsýra allt skólastarfið og taka völdin þar sem hún hefur verið hornreka. Í framhaldsskólum mættu kennarar og nemendur huga vel að málfari þeirra greina sem þeir læra. Hversu góð er íslenskan í efna- og eðlisfræðinni, líffræðinni, jarðfræði, sögu o.s.frv.? Ég vil kalla þessa hópa varnarsamtök íslenskunnar. Við eigum einstakar bókmenntir frá öllum öldum sögu okkar og þær eiga að verða sá brunnur sem við sækjum í. Vegur íslenskunnar hefur minnkað í námi skólanna þegar viðspyrnan þarf að vera hörð gegn hrognensku. Íslenskan þykir eflaust ekki „fín", en málið býr yfir fjölbreyttum töfrum sem unga fólkið verður að uppgötva og unna. Hver dáir ekki Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar sem lærði kvæðið á barnaskólaárum sínum? Það á að vera gaman að læra kvæði líkt og það er að syngja þau. „Ástkæra, ylhýra málið…, þannig byrjar Jónas annað snilldarkvæði sitt. Málið á að vera okkur ylhýrt, verma okkur öll og af hitanum spretta nýjar jurtir.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun