Kirkjan er ekki að skorast úr leik! 9. ágúst 2010 00:01 Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir trúfélög í landinu. Þau hafa lækkað töluvert undanfarin ár og eðlilegt að kirkjan fari fram á það að það lækki ekki frekar. Sóknargjöldin standa undir starfi safnaðanna, barnastarfi, öldrunarstarfi, kórastarfi og velferðarstarfi í kreppu. Víða, einkum úti um land, standa þau vart undir grunnstarfinu lengur. Þess vegna er eðlilegt að kirkjan móist við þegar hætta er á að þau lækki enn frekar. Nær öll önnur framlög til kirkjunnar eru samningsbundin og er þar langstærsti liðurinn laun prestanna og starfsmanna biskupsstofu, en starfsmenn þar útbúa barnaefni og annast ýmis sameiginleg verkefni fyrir kirkjuna. Kirkjan seldi jarðeignir sínar í hendur ríkisins gegn því að ríkið greiddi þessi laun. Er talið að upphæðin jafngildi 2-3% rentu af eignasafninu. Þessi samningur er lögvarinn og er talið fullvíst að standi ríkið ekki við hann myndi eignasafnið renna aftur til kirkjunnar. Í Svíþjóð er það t.d. þannig að kirkjan þar afsalaði sér aldrei eignasafni sínu og byggir starf sitt af rentu á því. Það væri alveg hægt hér. Nú kunna menn sem alast upp við sterkt ríkisvald og veikt kirkjuval að efast um að kirkjan hafi átt tilkall til eigna sinna hér áður fyrr. En svona var það nú bara. Kirkjan eignaðist þetta og á með réttu og notar til að halda uppi kerfi um allt land sem giftir, grefur og skírir og hjálpar fátækum og boðar guðs náðina sem allir hafa heyrt um og allir sækjast eftir með einhverjum hætti. Og kirkjan, undirritaður sat kirkjuþing, vill axla byrðar eins og allir. Starfsmönnum verður fækkað og laun verða lækkuð. En það var skoðun allra þeirra sem sóttu þingið að niðurskurður til kirkjunnar ætti að haldast í hendur við niðurskurð til velferðarmála og sú velferðarstjórn sem nú situr reynir að halda niðurskurði til slíkra mála við fimm prósent markið. Kirkjan er því ekki að skorast úr leik heldur vill standa vörð um velferðina. Það á hún sameiginlegt með ríkisstjórninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir trúfélög í landinu. Þau hafa lækkað töluvert undanfarin ár og eðlilegt að kirkjan fari fram á það að það lækki ekki frekar. Sóknargjöldin standa undir starfi safnaðanna, barnastarfi, öldrunarstarfi, kórastarfi og velferðarstarfi í kreppu. Víða, einkum úti um land, standa þau vart undir grunnstarfinu lengur. Þess vegna er eðlilegt að kirkjan móist við þegar hætta er á að þau lækki enn frekar. Nær öll önnur framlög til kirkjunnar eru samningsbundin og er þar langstærsti liðurinn laun prestanna og starfsmanna biskupsstofu, en starfsmenn þar útbúa barnaefni og annast ýmis sameiginleg verkefni fyrir kirkjuna. Kirkjan seldi jarðeignir sínar í hendur ríkisins gegn því að ríkið greiddi þessi laun. Er talið að upphæðin jafngildi 2-3% rentu af eignasafninu. Þessi samningur er lögvarinn og er talið fullvíst að standi ríkið ekki við hann myndi eignasafnið renna aftur til kirkjunnar. Í Svíþjóð er það t.d. þannig að kirkjan þar afsalaði sér aldrei eignasafni sínu og byggir starf sitt af rentu á því. Það væri alveg hægt hér. Nú kunna menn sem alast upp við sterkt ríkisvald og veikt kirkjuval að efast um að kirkjan hafi átt tilkall til eigna sinna hér áður fyrr. En svona var það nú bara. Kirkjan eignaðist þetta og á með réttu og notar til að halda uppi kerfi um allt land sem giftir, grefur og skírir og hjálpar fátækum og boðar guðs náðina sem allir hafa heyrt um og allir sækjast eftir með einhverjum hætti. Og kirkjan, undirritaður sat kirkjuþing, vill axla byrðar eins og allir. Starfsmönnum verður fækkað og laun verða lækkuð. En það var skoðun allra þeirra sem sóttu þingið að niðurskurður til kirkjunnar ætti að haldast í hendur við niðurskurð til velferðarmála og sú velferðarstjórn sem nú situr reynir að halda niðurskurði til slíkra mála við fimm prósent markið. Kirkjan er því ekki að skorast úr leik heldur vill standa vörð um velferðina. Það á hún sameiginlegt með ríkisstjórninni.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun