Verkefni kirkjunnar Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 14. september 2010 06:00 Málefni kirkjunnar eru mikið rædd sem von er. Ljóst er að æðsti maður hennar um tíma braut gegn þeim sem hann átti að verja og sýna trúnað og komst því miður upp með það í stað þess að svara fyrir gjörðir sínar. Kirkjan hefur brugðist við með að skýra hvernig hún bregst við málum sem þessum. Fagna ég því að lærðir og leikmenn ætli að gera allt til að viðbrögð við glæpum sem þessum verði rétt. Ég trúi því að barátta þeirra sem brotið var á muni leiða af sér betri kirkju og betra samfélag. Kirkjan byggir, eins og flestir aðrir söfnuðir eða félög, á fólkinu sem þar starfar, lærðum og leikmönnum. Fyrir þessa aðila eru atburðir sem þessir áfall og sorg þó með öðrum hætti en hjá fórnarlömbunum. Því er mikilvægt að þessi stóri hópur verði ekki dæmdur af atburðum sem þessum. Innan kirkjunnar starfar mikið af afar hæfu og góðu fólki sem tekið hefur þátt í að skapa gleðilegustu minningar margra eða verið huggun og styrkur í sorg. Þetta góða fólk, presta, starfsmenn eða almenna þegna kirkjunnar má ekki líta á sem sakamenn. Þetta er fólkið sem breyta mun starfsháttum kirkjunnar til lengri tíma. Ég er í þjóðkirkjunni en sumir í minni fjölskyldu eru það ekki, t.d. konan mín. Synir mínir ráða því sjálfir hvort þeir láti ferma sig eða ekki og hefur einn kosið að gera það ekki. Ég ber jafn hlýjan hug til þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni og þeirra sem þar eru. Á Sauðárkróki, þar sem ég ólst upp og fjölskyldan hefur lengstum búið, hafa prestar og starfsfólk kirkjunnar reynst íbúum afar vel og skipta miklu í samfélaginu og fyrir það er ég þakklátur. Of margir, þar á meðal stjórnmálamenn, virðast ætla að nýta þá varnarstöðu sem kirkjan er í til að veikja stöðu hennar enn frekar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að blanda saman þessum hræðilegu atburðum og stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá eða fella dóma yfir öðrum starfsmönnum hennar. Innan kirkjunnar eru skiptar skoðanir um ýmis mál sem tekist er á um í ræðu og riti. Í raun er ekkert óeðlilegt við það, en ég tel rangt ef þessar hörmungar eru tengdar slíkum átökum. Tugþúsundir Íslendinga eiga sínar bestu minningar í kringum athafnir tengdar kirkjunni og leita þangað eftir huggun í sorg. Það eigum við að virða um leið og við gerum kröfu um að kirkjan verðskuldi það traust sem við sýnum henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Málefni kirkjunnar eru mikið rædd sem von er. Ljóst er að æðsti maður hennar um tíma braut gegn þeim sem hann átti að verja og sýna trúnað og komst því miður upp með það í stað þess að svara fyrir gjörðir sínar. Kirkjan hefur brugðist við með að skýra hvernig hún bregst við málum sem þessum. Fagna ég því að lærðir og leikmenn ætli að gera allt til að viðbrögð við glæpum sem þessum verði rétt. Ég trúi því að barátta þeirra sem brotið var á muni leiða af sér betri kirkju og betra samfélag. Kirkjan byggir, eins og flestir aðrir söfnuðir eða félög, á fólkinu sem þar starfar, lærðum og leikmönnum. Fyrir þessa aðila eru atburðir sem þessir áfall og sorg þó með öðrum hætti en hjá fórnarlömbunum. Því er mikilvægt að þessi stóri hópur verði ekki dæmdur af atburðum sem þessum. Innan kirkjunnar starfar mikið af afar hæfu og góðu fólki sem tekið hefur þátt í að skapa gleðilegustu minningar margra eða verið huggun og styrkur í sorg. Þetta góða fólk, presta, starfsmenn eða almenna þegna kirkjunnar má ekki líta á sem sakamenn. Þetta er fólkið sem breyta mun starfsháttum kirkjunnar til lengri tíma. Ég er í þjóðkirkjunni en sumir í minni fjölskyldu eru það ekki, t.d. konan mín. Synir mínir ráða því sjálfir hvort þeir láti ferma sig eða ekki og hefur einn kosið að gera það ekki. Ég ber jafn hlýjan hug til þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni og þeirra sem þar eru. Á Sauðárkróki, þar sem ég ólst upp og fjölskyldan hefur lengstum búið, hafa prestar og starfsfólk kirkjunnar reynst íbúum afar vel og skipta miklu í samfélaginu og fyrir það er ég þakklátur. Of margir, þar á meðal stjórnmálamenn, virðast ætla að nýta þá varnarstöðu sem kirkjan er í til að veikja stöðu hennar enn frekar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að blanda saman þessum hræðilegu atburðum og stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá eða fella dóma yfir öðrum starfsmönnum hennar. Innan kirkjunnar eru skiptar skoðanir um ýmis mál sem tekist er á um í ræðu og riti. Í raun er ekkert óeðlilegt við það, en ég tel rangt ef þessar hörmungar eru tengdar slíkum átökum. Tugþúsundir Íslendinga eiga sínar bestu minningar í kringum athafnir tengdar kirkjunni og leita þangað eftir huggun í sorg. Það eigum við að virða um leið og við gerum kröfu um að kirkjan verðskuldi það traust sem við sýnum henni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun