Framfaraspor Álfheiður Ingadóttir skrifar 5. júní 2010 06:00 Fólk sem býr við skerta frjósemi fékk í vikunni mikla réttarbót þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Ég mælti fyrir frumvarpi um þetta efni á þinginu í mars sl. og hlaut málið góðar undirtektir við umræður þar. Kveikjan að frumvarpinu var fyrirspurn þingkonunnar Önnu Pálu Sverrisdóttur frá síðasta hausti um rétt einhleypra kvenna til þess að fá gjafaegg. Nýju lögin fela í sér að einhleypum konum sem búa við skerta frjósemi verður heimilt að nota bæði gjafaegg og gjafasæði við glasafrjóvgun. Hið sama gildir um gagnkynhneigð og samkynhneigð pör, þar sem frjósemi beggja er skert. Áður var eingöngu heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun ef sæði kom frá verðandi föður. Þetta kom sérlega illa við einhleypar konur og konur í sambúð með annarri konu. Gerðar voru kröfur um að notaðar yrðu kynfrumur frá karlinum eða konunni við tæknifrjóvgun. Fyrirspurnin sem hreyfði við þessu máli sýnir að gildrurnar geta leynst víða. Lög þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og endurmati svo þau haldist í takt við breytta tíma og nýja samfélagsgerð. Þessari lagabreytingu ber sannarlega að fagna enda er hún skref í átt til aukins frjálsræðis og jafnréttis í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fólk sem býr við skerta frjósemi fékk í vikunni mikla réttarbót þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Ég mælti fyrir frumvarpi um þetta efni á þinginu í mars sl. og hlaut málið góðar undirtektir við umræður þar. Kveikjan að frumvarpinu var fyrirspurn þingkonunnar Önnu Pálu Sverrisdóttur frá síðasta hausti um rétt einhleypra kvenna til þess að fá gjafaegg. Nýju lögin fela í sér að einhleypum konum sem búa við skerta frjósemi verður heimilt að nota bæði gjafaegg og gjafasæði við glasafrjóvgun. Hið sama gildir um gagnkynhneigð og samkynhneigð pör, þar sem frjósemi beggja er skert. Áður var eingöngu heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun ef sæði kom frá verðandi föður. Þetta kom sérlega illa við einhleypar konur og konur í sambúð með annarri konu. Gerðar voru kröfur um að notaðar yrðu kynfrumur frá karlinum eða konunni við tæknifrjóvgun. Fyrirspurnin sem hreyfði við þessu máli sýnir að gildrurnar geta leynst víða. Lög þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og endurmati svo þau haldist í takt við breytta tíma og nýja samfélagsgerð. Þessari lagabreytingu ber sannarlega að fagna enda er hún skref í átt til aukins frjálsræðis og jafnréttis í samfélaginu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar