Breytingar á reiknilíkani Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2010 06:00 Í greinagerð með frumvarpi til fjárlaga 2011 er ný útgáfa af reiknilíkani háskóla lögð til grundvallar áætluðum fjárveitingum til kennslu samkvæmt frumvarpinu og er þessi nýja útgáfa gerð að umtalsefni í grein sem birtist hér í Fréttablaðinu þann 14. október sl. eftir Gunnar Guðna Tómasson og Sigurð Magnús Garðarsson. Í nýju reiknilíkani eru gerðar ýmsar breytingar en þó þannig að þær hafi ekki áhrif á heildarfjárveitingar til hvers skóla fyrir sig. Reiknilíkanið er fyrst og fremst vinnutæki sem ætlað er að leiðbeina um hvernig fjárveitingum er skipt milli háskóla en skólunum er svo í sjálfvald sett hvernig þeir deila fjármagninu innan sinna raða. Reiknilíkan háskóla var tekið í notkun árið 1999 og hefur vinna við endurskoðun á reiknilíkani átt sér langan aðdraganda. Hún hefur verið unnin góðu samstarfi við forsvarsmenn háskólanna. Þær breytingar sem nú eru gerðar eru einungis þær fyrstu - einstakir þættir líkansins verða áfram til skoðunar á komandi árum. Ódýrasti reikniflokkurinn, reikniflokkur 1, þ.e. nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað sambærilegt nám, hefur lengi verið talinn vanmetinn í líkaninu. Tæplega helmingur alls háskólanáms fellur undir þann reikniflokk og var við endurskoðun á líkaninu lögð áhersla á að hækka reikniflokk 1 en þar með lækka aðrir reikniflokkar á móti. Vegna hagræðingarkröfu í frumvarpi til fjárlaga 2011 voru bein framlög til háskóla lækkuð um 8% í tilfelli opinberra háskóla en 9% í tilfelli einkarekinna háskóla en þar að auki er 5% niðurskurðarkrafa á Listaháskóla Íslands sökum sérstöðu hans. Þessi niðurskurður endurspeglast síðan í reiknilíkani háskóla og leiðir til þess að reikniflokkur 1 stendur nánast í stað á meðan aðrir reikniflokkar lækka um 7-12%. Undanþágan frá þessu er þó að reikniflokkur 4 , nám í hjúkrunarfræði, hækkar um 1,6% á milli ára enda höfðu stjórnendur skólanna sótt um breytingu á þessum reikniflokki í mörg ár. Auk fjárveitinga samkvæmt framangreindum reikniflokkum er nú innbyggður hvati til að brautskrá nemendur með framlagi sem veitt er vegna brautskráninga nemenda. Heildarfjárveiting vegna brautskráninga nemur ríflega 450 milljónum króna og bætist sú fjárveiting við þá fjárveitingu sem myndast við að margfalda verð og fjölda ársnema í hverjum reikniflokki. Við þetta er því að bæta að hlutverk reiknilíkans háskóla er að skipta fjárveitingum á milli skóla en það er alveg ljóst að það nær ekki að áætla framlag sem stendur undir kostnaði við einstaka námsbrautir, enda ræðst sá kostnaður af mörgum þáttum eins og innra skipulagi skólanna. Við framangreint má bæta að í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 4% fjölgun í reikniflokki 5 sem vegur á móti lækkuðu verði á reikniflokkinum. Þetta er gert þó að í forsendum frumvarpsins sé gert ráð fyrir óverulegri fjölgun ársnema á milli ára, eða rétt um 0,5%. Þá er má bæta því við að verð í reikniflokki 5 er tvöfalt hærra en í reikniflokki 1. Við höfum jafnframt boðað það að næstu skref við endurskoðun reiknilíkansins munu m.a. fela í sér könnun á því hvort hækka þurfi framlög til „þyngri" raungreina þ.e. raungreina þar sem sannarlega þarf dýra rannsóknaraðstöðu og efniskaup eru mikil. Að lokum vil ég ítreka að endurskoðun á reiknilíkani hefur áhrif á vægi einstakra reikniflokka en ekki áhrif á heildarframlög til kennslu í hverjum skóla fyrir sig. Skólarnir ráða því hvernig þeim framlögum er skipt milli deilda og námsgreina og gera nú þegar hver með sínum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í greinagerð með frumvarpi til fjárlaga 2011 er ný útgáfa af reiknilíkani háskóla lögð til grundvallar áætluðum fjárveitingum til kennslu samkvæmt frumvarpinu og er þessi nýja útgáfa gerð að umtalsefni í grein sem birtist hér í Fréttablaðinu þann 14. október sl. eftir Gunnar Guðna Tómasson og Sigurð Magnús Garðarsson. Í nýju reiknilíkani eru gerðar ýmsar breytingar en þó þannig að þær hafi ekki áhrif á heildarfjárveitingar til hvers skóla fyrir sig. Reiknilíkanið er fyrst og fremst vinnutæki sem ætlað er að leiðbeina um hvernig fjárveitingum er skipt milli háskóla en skólunum er svo í sjálfvald sett hvernig þeir deila fjármagninu innan sinna raða. Reiknilíkan háskóla var tekið í notkun árið 1999 og hefur vinna við endurskoðun á reiknilíkani átt sér langan aðdraganda. Hún hefur verið unnin góðu samstarfi við forsvarsmenn háskólanna. Þær breytingar sem nú eru gerðar eru einungis þær fyrstu - einstakir þættir líkansins verða áfram til skoðunar á komandi árum. Ódýrasti reikniflokkurinn, reikniflokkur 1, þ.e. nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað sambærilegt nám, hefur lengi verið talinn vanmetinn í líkaninu. Tæplega helmingur alls háskólanáms fellur undir þann reikniflokk og var við endurskoðun á líkaninu lögð áhersla á að hækka reikniflokk 1 en þar með lækka aðrir reikniflokkar á móti. Vegna hagræðingarkröfu í frumvarpi til fjárlaga 2011 voru bein framlög til háskóla lækkuð um 8% í tilfelli opinberra háskóla en 9% í tilfelli einkarekinna háskóla en þar að auki er 5% niðurskurðarkrafa á Listaháskóla Íslands sökum sérstöðu hans. Þessi niðurskurður endurspeglast síðan í reiknilíkani háskóla og leiðir til þess að reikniflokkur 1 stendur nánast í stað á meðan aðrir reikniflokkar lækka um 7-12%. Undanþágan frá þessu er þó að reikniflokkur 4 , nám í hjúkrunarfræði, hækkar um 1,6% á milli ára enda höfðu stjórnendur skólanna sótt um breytingu á þessum reikniflokki í mörg ár. Auk fjárveitinga samkvæmt framangreindum reikniflokkum er nú innbyggður hvati til að brautskrá nemendur með framlagi sem veitt er vegna brautskráninga nemenda. Heildarfjárveiting vegna brautskráninga nemur ríflega 450 milljónum króna og bætist sú fjárveiting við þá fjárveitingu sem myndast við að margfalda verð og fjölda ársnema í hverjum reikniflokki. Við þetta er því að bæta að hlutverk reiknilíkans háskóla er að skipta fjárveitingum á milli skóla en það er alveg ljóst að það nær ekki að áætla framlag sem stendur undir kostnaði við einstaka námsbrautir, enda ræðst sá kostnaður af mörgum þáttum eins og innra skipulagi skólanna. Við framangreint má bæta að í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 4% fjölgun í reikniflokki 5 sem vegur á móti lækkuðu verði á reikniflokkinum. Þetta er gert þó að í forsendum frumvarpsins sé gert ráð fyrir óverulegri fjölgun ársnema á milli ára, eða rétt um 0,5%. Þá er má bæta því við að verð í reikniflokki 5 er tvöfalt hærra en í reikniflokki 1. Við höfum jafnframt boðað það að næstu skref við endurskoðun reiknilíkansins munu m.a. fela í sér könnun á því hvort hækka þurfi framlög til „þyngri" raungreina þ.e. raungreina þar sem sannarlega þarf dýra rannsóknaraðstöðu og efniskaup eru mikil. Að lokum vil ég ítreka að endurskoðun á reiknilíkani hefur áhrif á vægi einstakra reikniflokka en ekki áhrif á heildarframlög til kennslu í hverjum skóla fyrir sig. Skólarnir ráða því hvernig þeim framlögum er skipt milli deilda og námsgreina og gera nú þegar hver með sínum hætti.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun