Einkabankar búa til lögeyri landsins 15. september 2010 06:00 Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og þriðji forseti þeirra, varaði við því að afhenda einkabönkum valdið til að gefa út gjaldmiðil þjóðarinnar. Varúðarorð hans eiga vel við í dag, en hann sagði: „Ef bandaríska þjóðin leyfir einkabönkum nokkurn tíma að stjórna útgáfu þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með verðbólgu, síðan með verðhjöðnun, þá munu bankarnir og einkafyrirtækin sem vaxa upp í kringum þá svipta fólkinu öllum þeirra eigum þar til börnin þeirra vakna heimilislaus í landinu sem forfeður þeirra byggðu.“ Peningakerfi Íslands í dagLandslög segja að íslenska krónan skuli vera lögeyrir og í henni skuli innheimta skatta. Allir sem vilja lifa og starfa á Íslandi verða því að eiga og versla með íslenskar krónur. Alþingi fól Seðlabankanum ábyrgð á því að stuðla að stöðugu verðlagi ásamt valdi til að gefa út gjaldmiðilinn. Seðlabankinn afhenti hins vegar einkabönkum valdið til að skapa mikinn meirihluta nýrra krónupeninga og hugðist fjarstýra verðstöðugleikanum. Við lifum og störfum í rústum þessa peningakerfis. Eitt meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að kaupmáttur krónunnar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal gert með því að auka magn nýrra peninga meira en magn vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu tali heitir þessi kaupmáttarskerðing verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir peningar skapaðir og settir í umferð til að valda stöðugri kaupmáttarskerðingu. Fjármálafyrirtæki í einkaeigu hafa svo lögvarin forréttindi til að skapa mikinn meirihluta nýrra peninga og til að fá á stýrivöxtum það litla sem Seðlabankinn býr til sjálfur. Hvoru tveggja eykur lánsfé einkabankanna sem gerir það ódýrara en veldur verðbólgu í kjölfarið. Bróðurpartur af lánsfé fer til hinna efnamestu sem mesta lánsvild hafa. Meðan verðbólgan fer verst með fátæka þegar verð á nauðþurftum hækkar. Peningakerfi Íslands niðurgreiðir því lánsfé til hinna ríku með verðbólguskatti á almenning. Ójöfnuður er innbyggður í peningakerfið. Allar krónur á Íslandi fara því í umferð sem skuld við einkaaðila sem ómögulegt er að endurgreiða þar sem aldrei eru í umferð nægar krónur til að borga bæði höfuðstólinn, þ.e. upprunalega lánið, og vextina sem á hann falla. Aukin gjaldþrot, og kostnaðurinn sem af þeim hlýst, er því byggður inn í peningakerfið. Seðlabankinn reynir svo að fjarstýra peningaútgáfu einkabankanna og stuðla þannig að stöðugleika. Tölur frá Seðlabankanum sjálfum sýna hve algerlega honum hefur mistekist að tryggja þannig stöðugleika á verðlagi og í hagkerfinu í heild. Leiðréttingin er einföldÞessar kerfisvillur þarf að leiðrétta og það er einfalt. Fyrst þarf að taka af einkaaðilum valdið til að búa til lögeyri landsins. Svo þarf að finna aðra leið til að koma nýjum peningum í umferð og gera það án vaxta. Í stað þess að Seðlabankinn reikni fyrst hvað mikið þarf að skapa af nýjum peningum og reyna svo að fjarstýra hve mikið einkabankar skapa, þá getur Seðlabankinn sjálfur gefið út alla nýja peninga. Í stað þess að nýir peningar fara í umferð á vöxtum og í gegnum fjármálafyrirtæki sem taka þóknun fyrir að úthluta þeim til útvalinna, þá geta nýir peningar farið í umferð sem greiðsla frá ríkinu fyrir betra velferðarkerfi og til að borga upp skuldir ríkissjóðs. Þessar kerfisvillur eru þær sömu og fyrir hrun. Í peningakerfi Íslands er enn innbyggður ójöfnuður, óhagkvæmni og óstöðugleiki. Umræðu og úrbóta er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og þriðji forseti þeirra, varaði við því að afhenda einkabönkum valdið til að gefa út gjaldmiðil þjóðarinnar. Varúðarorð hans eiga vel við í dag, en hann sagði: „Ef bandaríska þjóðin leyfir einkabönkum nokkurn tíma að stjórna útgáfu þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með verðbólgu, síðan með verðhjöðnun, þá munu bankarnir og einkafyrirtækin sem vaxa upp í kringum þá svipta fólkinu öllum þeirra eigum þar til börnin þeirra vakna heimilislaus í landinu sem forfeður þeirra byggðu.“ Peningakerfi Íslands í dagLandslög segja að íslenska krónan skuli vera lögeyrir og í henni skuli innheimta skatta. Allir sem vilja lifa og starfa á Íslandi verða því að eiga og versla með íslenskar krónur. Alþingi fól Seðlabankanum ábyrgð á því að stuðla að stöðugu verðlagi ásamt valdi til að gefa út gjaldmiðilinn. Seðlabankinn afhenti hins vegar einkabönkum valdið til að skapa mikinn meirihluta nýrra krónupeninga og hugðist fjarstýra verðstöðugleikanum. Við lifum og störfum í rústum þessa peningakerfis. Eitt meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að kaupmáttur krónunnar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal gert með því að auka magn nýrra peninga meira en magn vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu tali heitir þessi kaupmáttarskerðing verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir peningar skapaðir og settir í umferð til að valda stöðugri kaupmáttarskerðingu. Fjármálafyrirtæki í einkaeigu hafa svo lögvarin forréttindi til að skapa mikinn meirihluta nýrra peninga og til að fá á stýrivöxtum það litla sem Seðlabankinn býr til sjálfur. Hvoru tveggja eykur lánsfé einkabankanna sem gerir það ódýrara en veldur verðbólgu í kjölfarið. Bróðurpartur af lánsfé fer til hinna efnamestu sem mesta lánsvild hafa. Meðan verðbólgan fer verst með fátæka þegar verð á nauðþurftum hækkar. Peningakerfi Íslands niðurgreiðir því lánsfé til hinna ríku með verðbólguskatti á almenning. Ójöfnuður er innbyggður í peningakerfið. Allar krónur á Íslandi fara því í umferð sem skuld við einkaaðila sem ómögulegt er að endurgreiða þar sem aldrei eru í umferð nægar krónur til að borga bæði höfuðstólinn, þ.e. upprunalega lánið, og vextina sem á hann falla. Aukin gjaldþrot, og kostnaðurinn sem af þeim hlýst, er því byggður inn í peningakerfið. Seðlabankinn reynir svo að fjarstýra peningaútgáfu einkabankanna og stuðla þannig að stöðugleika. Tölur frá Seðlabankanum sjálfum sýna hve algerlega honum hefur mistekist að tryggja þannig stöðugleika á verðlagi og í hagkerfinu í heild. Leiðréttingin er einföldÞessar kerfisvillur þarf að leiðrétta og það er einfalt. Fyrst þarf að taka af einkaaðilum valdið til að búa til lögeyri landsins. Svo þarf að finna aðra leið til að koma nýjum peningum í umferð og gera það án vaxta. Í stað þess að Seðlabankinn reikni fyrst hvað mikið þarf að skapa af nýjum peningum og reyna svo að fjarstýra hve mikið einkabankar skapa, þá getur Seðlabankinn sjálfur gefið út alla nýja peninga. Í stað þess að nýir peningar fara í umferð á vöxtum og í gegnum fjármálafyrirtæki sem taka þóknun fyrir að úthluta þeim til útvalinna, þá geta nýir peningar farið í umferð sem greiðsla frá ríkinu fyrir betra velferðarkerfi og til að borga upp skuldir ríkissjóðs. Þessar kerfisvillur eru þær sömu og fyrir hrun. Í peningakerfi Íslands er enn innbyggður ójöfnuður, óhagkvæmni og óstöðugleiki. Umræðu og úrbóta er þörf.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar