Tómas og dularfulla ljóðrænuhvarfið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. október 2010 06:00 Bókmenntir *** Leyndarmál annarra Þórdís Gísladóttir Útgefandi: Bjartur Íslendingabók Gagnagrunnurinn segir að eitt sinn hafi verið uppi karlmaður á Íslandi sem hér Ruth og að Elís hafi framan af verið karlmannsnafn. Er það nokkuð órökrétt? Er þetta ljóð? Og ef svo er hvað gerir þetta að ljóði? Verður prósi ljóð ef honum er skipt upp í mislangar línur? Er það gamaldags og úrelt að ætlast til þess að ljóð hafi hrynjandi, myndmál, seið og galdur? Sennilega. Menn hafa reyndar rifist um það hvað geri ljóð að ljóði síðastliðin níutíu ár, eða svo, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Og á þessum póst-póstmódernísku tímum er þeirri kenningu haldið fram - í fullri alvöru að því er virðist - að ef höfundur safni saman textum í bók og kalli hana ljóðabók, þá sé innihaldið ljóð. Gott og vel. En það skýtur svolítið skökku við að verðlaun sem kennd eru við Tómas Guðmundsson, einn mesta lýríker íslenskrar tungu, skuli veitt fyrir texta sem ekki vottar fyrir ljóðrænu í. Bók Þórdísar Gísladóttur, Leyndarmál annarra, sem verðlaunin hlaut í ár, er skemmtilega skrifuð, ekki vantar það. Kaldhæðnar og gátbroslegar stemningar úr Reykjavíkurlífi samtímans, sem oftar en ekki fá lesandann til að glotta meinlega, eða jafnvel skella upp úr. Og Reykjavíkurskáldið Tómas hefði eflaust kunnað að meta húmorinn, næmnina og samlíðanina með náunganum sem bera textann uppi. Sums staðar verður textinn þó full klisjukenndur, eins og í ljóðinu Glamúrskortur, sem lýkur á þessa leið: Stelpur mínar, verið ekki leiðar þótt þið sitjið aleinar heima í nýjum undirfötum með opna hvítvínsflösku og snakk í skál á meðan maðurinn ykkar er einhvers staðar á djamminu! Takið því af skilningi og þolinmæði, að öðrum kosti endið þið sem einstæðar mæður, útgrátnar með aukakíló í pínulítilli íbúð eða heima hjá vinkonu ykkar sem er lúser. Og munið umfram allt að hamingjan er lífrænt ræktuð Og fæst í heilsubúðunum! Hér er náttúrulega deilt á útlitsupphafningu samtímans og þá kröfu sem haldið er að konum að þær eigi hið fullkomna heimili, mann og börn og rækti heilsuna umfram annað, en að mínu mati mistekst sú ádeila. Kafnar í klisjunum. Flestir textarnir gefa þó ferskari sýn á hversdagslíf í Reykjavík og draga fram bæði það grátbroslega og sérstaka í borgarlífinu. Þórdís hefur fullt vald á orðunum, þar er hvorki of né van, og næmt auga fyrir umhverfinu. Textinn Sumt gott í lífinu er ókeypis, sem lýsir gönguferð í gegnum miðbæinn að morgni dags, morar í skemmtilegum myndum og skondnum mannlýsingum, sem lesandinn upplifir bæði sem kunnuglegar og framandi. Húmorinn er vopn í baráttunni við gráma hversdagsins, en um leið gefur hann þessum alkunnu aðstæðum nýja vídd. Þórdís hefur ekki sent frá sér bók áður en hefur verið afkastamikill bloggari í mörg ár og þar hefur hún meðal annars lagt áherslu á skyndimyndir úr mannlífinu. Vonandi lætur hún ekki hér staðar numið en heldur áfram að varpa nýju ljósi á borgarlífið með skrifum sínum. Svo við höldum okkur við Tómasarviðmiðunina þá er hér kannski uppsprottið hið nýja Reykjavíkurskáld. Bloggið er jú hið nýja ljóðform, ekki satt? Niðurstaða: Vel skrifaðar og skemmtilegar smámyndir úr borgarlífinu, en ljóðrænan er af skornum skammti. Bókmenntir Gagnrýni Lífið Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bókmenntir *** Leyndarmál annarra Þórdís Gísladóttir Útgefandi: Bjartur Íslendingabók Gagnagrunnurinn segir að eitt sinn hafi verið uppi karlmaður á Íslandi sem hér Ruth og að Elís hafi framan af verið karlmannsnafn. Er það nokkuð órökrétt? Er þetta ljóð? Og ef svo er hvað gerir þetta að ljóði? Verður prósi ljóð ef honum er skipt upp í mislangar línur? Er það gamaldags og úrelt að ætlast til þess að ljóð hafi hrynjandi, myndmál, seið og galdur? Sennilega. Menn hafa reyndar rifist um það hvað geri ljóð að ljóði síðastliðin níutíu ár, eða svo, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Og á þessum póst-póstmódernísku tímum er þeirri kenningu haldið fram - í fullri alvöru að því er virðist - að ef höfundur safni saman textum í bók og kalli hana ljóðabók, þá sé innihaldið ljóð. Gott og vel. En það skýtur svolítið skökku við að verðlaun sem kennd eru við Tómas Guðmundsson, einn mesta lýríker íslenskrar tungu, skuli veitt fyrir texta sem ekki vottar fyrir ljóðrænu í. Bók Þórdísar Gísladóttur, Leyndarmál annarra, sem verðlaunin hlaut í ár, er skemmtilega skrifuð, ekki vantar það. Kaldhæðnar og gátbroslegar stemningar úr Reykjavíkurlífi samtímans, sem oftar en ekki fá lesandann til að glotta meinlega, eða jafnvel skella upp úr. Og Reykjavíkurskáldið Tómas hefði eflaust kunnað að meta húmorinn, næmnina og samlíðanina með náunganum sem bera textann uppi. Sums staðar verður textinn þó full klisjukenndur, eins og í ljóðinu Glamúrskortur, sem lýkur á þessa leið: Stelpur mínar, verið ekki leiðar þótt þið sitjið aleinar heima í nýjum undirfötum með opna hvítvínsflösku og snakk í skál á meðan maðurinn ykkar er einhvers staðar á djamminu! Takið því af skilningi og þolinmæði, að öðrum kosti endið þið sem einstæðar mæður, útgrátnar með aukakíló í pínulítilli íbúð eða heima hjá vinkonu ykkar sem er lúser. Og munið umfram allt að hamingjan er lífrænt ræktuð Og fæst í heilsubúðunum! Hér er náttúrulega deilt á útlitsupphafningu samtímans og þá kröfu sem haldið er að konum að þær eigi hið fullkomna heimili, mann og börn og rækti heilsuna umfram annað, en að mínu mati mistekst sú ádeila. Kafnar í klisjunum. Flestir textarnir gefa þó ferskari sýn á hversdagslíf í Reykjavík og draga fram bæði það grátbroslega og sérstaka í borgarlífinu. Þórdís hefur fullt vald á orðunum, þar er hvorki of né van, og næmt auga fyrir umhverfinu. Textinn Sumt gott í lífinu er ókeypis, sem lýsir gönguferð í gegnum miðbæinn að morgni dags, morar í skemmtilegum myndum og skondnum mannlýsingum, sem lesandinn upplifir bæði sem kunnuglegar og framandi. Húmorinn er vopn í baráttunni við gráma hversdagsins, en um leið gefur hann þessum alkunnu aðstæðum nýja vídd. Þórdís hefur ekki sent frá sér bók áður en hefur verið afkastamikill bloggari í mörg ár og þar hefur hún meðal annars lagt áherslu á skyndimyndir úr mannlífinu. Vonandi lætur hún ekki hér staðar numið en heldur áfram að varpa nýju ljósi á borgarlífið með skrifum sínum. Svo við höldum okkur við Tómasarviðmiðunina þá er hér kannski uppsprottið hið nýja Reykjavíkurskáld. Bloggið er jú hið nýja ljóðform, ekki satt? Niðurstaða: Vel skrifaðar og skemmtilegar smámyndir úr borgarlífinu, en ljóðrænan er af skornum skammti.
Bókmenntir Gagnrýni Lífið Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira