Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall 29. maí 2009 15:49 Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. Samkomulagið við Magna er þó háð samþykki þýska ríkisins sem hefur heitið því að veita lán upp á einn komma fjóra milljarða evra til nýrra eigenda svo halda megi rekstri Opel áfram í Þýskalandi. Óvíst er þó hvort það lán fæst eftir að bandaríska fjármálaráðuneytið og General Motors vestanhafs tilkynntu þýskum yfirvöldum í gær að þörf væri á þrjú hundruð milljónum evra til viðbótar. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, og sveitastjórar í héruðum þar sem Opel verksmiðjur eru reknar funda um málið síðar í dag. Búist er við að General Motors í Bandaríkjunum lýsi sig gjaldþrota á mánudaginn. Svo gæti farið að þýsk yfirvöld ákveði að veita ekki lán til bjargar Opel en margir telja að það verði á endanum ódýrara fyrri þýska ríkið að leyfa evrópuarmi General Motors að fara á hausinn en að halda honum í rekstri. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. Samkomulagið við Magna er þó háð samþykki þýska ríkisins sem hefur heitið því að veita lán upp á einn komma fjóra milljarða evra til nýrra eigenda svo halda megi rekstri Opel áfram í Þýskalandi. Óvíst er þó hvort það lán fæst eftir að bandaríska fjármálaráðuneytið og General Motors vestanhafs tilkynntu þýskum yfirvöldum í gær að þörf væri á þrjú hundruð milljónum evra til viðbótar. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, og sveitastjórar í héruðum þar sem Opel verksmiðjur eru reknar funda um málið síðar í dag. Búist er við að General Motors í Bandaríkjunum lýsi sig gjaldþrota á mánudaginn. Svo gæti farið að þýsk yfirvöld ákveði að veita ekki lán til bjargar Opel en margir telja að það verði á endanum ódýrara fyrri þýska ríkið að leyfa evrópuarmi General Motors að fara á hausinn en að halda honum í rekstri.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira