Tækifæri í súginn Svandís Svavarsdóttir skrifar 5. janúar 2009 06:00 Svandís Svavarsdóttir skrifar um álver í Helguvík Milli jóla og nýárs var haldinn fundur í stjórn Orkuveitunnar en þar var samþykkt að undirrita samning við Norðurál Helguvík ehf um sölu á orku fyrir álver sem gert er ráð fyrir að framleiði 360 þúsund tonn af áli á ári. Gildandi starfsleyfi gerir ráð fyrir 250 þúsund tonnum þannig að hér er um aukningu að ræða og hlýtur að þurfa nýtt starfsleyfi. Samningurinn þýðir að 250 megavött frá Hellisheiðarvirkjun, Hverahlíð auk Gráhnjúka fara öll í álframleiðslu. Á mannamáli þýðir þetta að möguleikar Orkuveitunnar til að snúa við blaðinu í stóriðju- og atvinnumálum eru fyrir bí. Við stjórnvölinn í Orkuveitunni sitja flokkarnir sem leiddu mesta stóriðjutímabil Íslandssögunnar. Þessir sömu flokkar bera nú ábyrgð á nýsamþykktum samningi. Fyrri samningur milli Orkuveitunnar og Norðuráls rann út um áramótin og hefði því verið um að ræða einstakt tækifæri til að endurmeta orkusölu frá Orkuveitu Reykjavíkur til framtíðar í þágu sjálfbærrar þróunar og fjölbreytts atvinnulífs. Margítrekað hefur verið mikilvægi þess að dreifa áhættunni, setja ekki öll eggin í sömu körfuna og nýta orkuauðlindirnar í þágu fjölbreytni og vistvænnar framleiðslu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Norðurál geti vænst sérstakra ívilnana ríkisstjórnarinnar vegna framkvæmdarinnar, verið undanþegið hluta opinberra gjalda auk annarra tilhliðrana sem hlýtur meðal annars að fela í sér nýtt starfsleyfi fyrir stærra álver. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur engin fyrirheit uppi um að snúa af braut stjóriðjustefnunnar. Fagra Ísland Samfylkingarinnar er endanlega fyrir bí. Samningurinn kom til afgreiðslu með afar stuttum fyrirvara, leynd hvílir yfir orkuverðinu og kunnuglegt pukur umlykur umræðuna alla. Hér er um að ræða verðmæti sem almenningur á í félagi og er óverjandi með öllu að ráðstafa þeim án þess að fram fari upplýst og heiðarleg umræða um þann gjörning sem hér hefur farið fram og þá forgangsröðun sem þar endurspeglast. Undirrituð greiddi ein atkvæði gegn samningnum á stjórnarfundinum. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir skrifar um álver í Helguvík Milli jóla og nýárs var haldinn fundur í stjórn Orkuveitunnar en þar var samþykkt að undirrita samning við Norðurál Helguvík ehf um sölu á orku fyrir álver sem gert er ráð fyrir að framleiði 360 þúsund tonn af áli á ári. Gildandi starfsleyfi gerir ráð fyrir 250 þúsund tonnum þannig að hér er um aukningu að ræða og hlýtur að þurfa nýtt starfsleyfi. Samningurinn þýðir að 250 megavött frá Hellisheiðarvirkjun, Hverahlíð auk Gráhnjúka fara öll í álframleiðslu. Á mannamáli þýðir þetta að möguleikar Orkuveitunnar til að snúa við blaðinu í stóriðju- og atvinnumálum eru fyrir bí. Við stjórnvölinn í Orkuveitunni sitja flokkarnir sem leiddu mesta stóriðjutímabil Íslandssögunnar. Þessir sömu flokkar bera nú ábyrgð á nýsamþykktum samningi. Fyrri samningur milli Orkuveitunnar og Norðuráls rann út um áramótin og hefði því verið um að ræða einstakt tækifæri til að endurmeta orkusölu frá Orkuveitu Reykjavíkur til framtíðar í þágu sjálfbærrar þróunar og fjölbreytts atvinnulífs. Margítrekað hefur verið mikilvægi þess að dreifa áhættunni, setja ekki öll eggin í sömu körfuna og nýta orkuauðlindirnar í þágu fjölbreytni og vistvænnar framleiðslu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Norðurál geti vænst sérstakra ívilnana ríkisstjórnarinnar vegna framkvæmdarinnar, verið undanþegið hluta opinberra gjalda auk annarra tilhliðrana sem hlýtur meðal annars að fela í sér nýtt starfsleyfi fyrir stærra álver. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur engin fyrirheit uppi um að snúa af braut stjóriðjustefnunnar. Fagra Ísland Samfylkingarinnar er endanlega fyrir bí. Samningurinn kom til afgreiðslu með afar stuttum fyrirvara, leynd hvílir yfir orkuverðinu og kunnuglegt pukur umlykur umræðuna alla. Hér er um að ræða verðmæti sem almenningur á í félagi og er óverjandi með öllu að ráðstafa þeim án þess að fram fari upplýst og heiðarleg umræða um þann gjörning sem hér hefur farið fram og þá forgangsröðun sem þar endurspeglast. Undirrituð greiddi ein atkvæði gegn samningnum á stjórnarfundinum. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar