Aflaráðgjöf sjómanna Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. október 2009 06:00 Kristinn H. Gunnarsson skrifar um sjávarútveg Hafrannsóknastofnun hefur ekki tekist að kveða niður langvarandi óánægju með veiðiráðgjöf stofnunarinnar. Vantraust sjómanna í garð stofnunarinnar hefur farið vaxandi og er svo komið að nær alger trúnaðarbrestur virðist vera milli sjómanna og stofnunarinnar. Að sönnu er vitneskja sjómanna engan veginn tæmandi né óbrigðul, en á hitt er líka að líta að þekking vísindamanna á lífríki hafsins og viðgangi fiskistofna er háð miklum takmörkunum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hefur reynst víðs fjarri því að vera óskeikul og sjómenn hafa gagnrýnt veigamikla þætti í rannsóknaraðferðum stofnunarinnar. Síðustu ár hafa stjórnvöld fylgt nær eingöngu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Þekking og álit sjómanna hefur verið fyrir borð borið. Við þetta er ekki gott að búa. Það vantar of mikið af upplýsingum og þekkingu um fiskistofnana til þess að veiðiráðgjöf sé á nægilega traustum grunni. Landssamband smábátasjómanna hefur samþykkt, að undirlagi Guðmundar Halldórssonar fyrrverandi formanns Eldingar, félagsins í Ísafjarðarsýslum, að koma á ráðgefandi nefnd sjómanna til þess að gefa árlega rökstudda ráðgjöf um heildarafla á hverju ári. Rætt verður við aðila í sjávarútvegi og stefnt að því að ná samstöðu innan greinarinnar. Ætlunin er að leggja ráðgjöf sjómanna fyrir sjávarútvegsráðherra, þannig að hann hafi tvö álit um veiðar til að styðjast við þegar hann tekur ákvörðun um veiðar úr fiskistofnunum. Annað frá Hafrannsóknastofnun og hitt frá sjómönnum. Gert er ráð fyrir að ráðgjafarnefnd sjómanna afli gagna um lífríkið í hafinu, veiðar, veiðisvæði og veiðarfæri og aðrar upplýsingar sem sjómenn draga saman við störf sín. Þessi gagnagrunnur mun eflast með árunum og bæta matið á burðarþoli fiskistofnanna. Ég tel engan vafa leika á því að aflaráðgjöf sjómanna með þessum hætti mun verða tekin alvarlega af ráðherra. Óviðunandi er að búa við ástand þar sem þekking sjómanna er virt að litlu. Sjómenn eiga hiklaust að taka málin í sínar hendur og láta til sín taka á þessu sviði. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson skrifar um sjávarútveg Hafrannsóknastofnun hefur ekki tekist að kveða niður langvarandi óánægju með veiðiráðgjöf stofnunarinnar. Vantraust sjómanna í garð stofnunarinnar hefur farið vaxandi og er svo komið að nær alger trúnaðarbrestur virðist vera milli sjómanna og stofnunarinnar. Að sönnu er vitneskja sjómanna engan veginn tæmandi né óbrigðul, en á hitt er líka að líta að þekking vísindamanna á lífríki hafsins og viðgangi fiskistofna er háð miklum takmörkunum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hefur reynst víðs fjarri því að vera óskeikul og sjómenn hafa gagnrýnt veigamikla þætti í rannsóknaraðferðum stofnunarinnar. Síðustu ár hafa stjórnvöld fylgt nær eingöngu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Þekking og álit sjómanna hefur verið fyrir borð borið. Við þetta er ekki gott að búa. Það vantar of mikið af upplýsingum og þekkingu um fiskistofnana til þess að veiðiráðgjöf sé á nægilega traustum grunni. Landssamband smábátasjómanna hefur samþykkt, að undirlagi Guðmundar Halldórssonar fyrrverandi formanns Eldingar, félagsins í Ísafjarðarsýslum, að koma á ráðgefandi nefnd sjómanna til þess að gefa árlega rökstudda ráðgjöf um heildarafla á hverju ári. Rætt verður við aðila í sjávarútvegi og stefnt að því að ná samstöðu innan greinarinnar. Ætlunin er að leggja ráðgjöf sjómanna fyrir sjávarútvegsráðherra, þannig að hann hafi tvö álit um veiðar til að styðjast við þegar hann tekur ákvörðun um veiðar úr fiskistofnunum. Annað frá Hafrannsóknastofnun og hitt frá sjómönnum. Gert er ráð fyrir að ráðgjafarnefnd sjómanna afli gagna um lífríkið í hafinu, veiðar, veiðisvæði og veiðarfæri og aðrar upplýsingar sem sjómenn draga saman við störf sín. Þessi gagnagrunnur mun eflast með árunum og bæta matið á burðarþoli fiskistofnanna. Ég tel engan vafa leika á því að aflaráðgjöf sjómanna með þessum hætti mun verða tekin alvarlega af ráðherra. Óviðunandi er að búa við ástand þar sem þekking sjómanna er virt að litlu. Sjómenn eiga hiklaust að taka málin í sínar hendur og láta til sín taka á þessu sviði. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar