Aflaráðgjöf sjómanna Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. október 2009 06:00 Kristinn H. Gunnarsson skrifar um sjávarútveg Hafrannsóknastofnun hefur ekki tekist að kveða niður langvarandi óánægju með veiðiráðgjöf stofnunarinnar. Vantraust sjómanna í garð stofnunarinnar hefur farið vaxandi og er svo komið að nær alger trúnaðarbrestur virðist vera milli sjómanna og stofnunarinnar. Að sönnu er vitneskja sjómanna engan veginn tæmandi né óbrigðul, en á hitt er líka að líta að þekking vísindamanna á lífríki hafsins og viðgangi fiskistofna er háð miklum takmörkunum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hefur reynst víðs fjarri því að vera óskeikul og sjómenn hafa gagnrýnt veigamikla þætti í rannsóknaraðferðum stofnunarinnar. Síðustu ár hafa stjórnvöld fylgt nær eingöngu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Þekking og álit sjómanna hefur verið fyrir borð borið. Við þetta er ekki gott að búa. Það vantar of mikið af upplýsingum og þekkingu um fiskistofnana til þess að veiðiráðgjöf sé á nægilega traustum grunni. Landssamband smábátasjómanna hefur samþykkt, að undirlagi Guðmundar Halldórssonar fyrrverandi formanns Eldingar, félagsins í Ísafjarðarsýslum, að koma á ráðgefandi nefnd sjómanna til þess að gefa árlega rökstudda ráðgjöf um heildarafla á hverju ári. Rætt verður við aðila í sjávarútvegi og stefnt að því að ná samstöðu innan greinarinnar. Ætlunin er að leggja ráðgjöf sjómanna fyrir sjávarútvegsráðherra, þannig að hann hafi tvö álit um veiðar til að styðjast við þegar hann tekur ákvörðun um veiðar úr fiskistofnunum. Annað frá Hafrannsóknastofnun og hitt frá sjómönnum. Gert er ráð fyrir að ráðgjafarnefnd sjómanna afli gagna um lífríkið í hafinu, veiðar, veiðisvæði og veiðarfæri og aðrar upplýsingar sem sjómenn draga saman við störf sín. Þessi gagnagrunnur mun eflast með árunum og bæta matið á burðarþoli fiskistofnanna. Ég tel engan vafa leika á því að aflaráðgjöf sjómanna með þessum hætti mun verða tekin alvarlega af ráðherra. Óviðunandi er að búa við ástand þar sem þekking sjómanna er virt að litlu. Sjómenn eiga hiklaust að taka málin í sínar hendur og láta til sín taka á þessu sviði. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson skrifar um sjávarútveg Hafrannsóknastofnun hefur ekki tekist að kveða niður langvarandi óánægju með veiðiráðgjöf stofnunarinnar. Vantraust sjómanna í garð stofnunarinnar hefur farið vaxandi og er svo komið að nær alger trúnaðarbrestur virðist vera milli sjómanna og stofnunarinnar. Að sönnu er vitneskja sjómanna engan veginn tæmandi né óbrigðul, en á hitt er líka að líta að þekking vísindamanna á lífríki hafsins og viðgangi fiskistofna er háð miklum takmörkunum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hefur reynst víðs fjarri því að vera óskeikul og sjómenn hafa gagnrýnt veigamikla þætti í rannsóknaraðferðum stofnunarinnar. Síðustu ár hafa stjórnvöld fylgt nær eingöngu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Þekking og álit sjómanna hefur verið fyrir borð borið. Við þetta er ekki gott að búa. Það vantar of mikið af upplýsingum og þekkingu um fiskistofnana til þess að veiðiráðgjöf sé á nægilega traustum grunni. Landssamband smábátasjómanna hefur samþykkt, að undirlagi Guðmundar Halldórssonar fyrrverandi formanns Eldingar, félagsins í Ísafjarðarsýslum, að koma á ráðgefandi nefnd sjómanna til þess að gefa árlega rökstudda ráðgjöf um heildarafla á hverju ári. Rætt verður við aðila í sjávarútvegi og stefnt að því að ná samstöðu innan greinarinnar. Ætlunin er að leggja ráðgjöf sjómanna fyrir sjávarútvegsráðherra, þannig að hann hafi tvö álit um veiðar til að styðjast við þegar hann tekur ákvörðun um veiðar úr fiskistofnunum. Annað frá Hafrannsóknastofnun og hitt frá sjómönnum. Gert er ráð fyrir að ráðgjafarnefnd sjómanna afli gagna um lífríkið í hafinu, veiðar, veiðisvæði og veiðarfæri og aðrar upplýsingar sem sjómenn draga saman við störf sín. Þessi gagnagrunnur mun eflast með árunum og bæta matið á burðarþoli fiskistofnanna. Ég tel engan vafa leika á því að aflaráðgjöf sjómanna með þessum hætti mun verða tekin alvarlega af ráðherra. Óviðunandi er að búa við ástand þar sem þekking sjómanna er virt að litlu. Sjómenn eiga hiklaust að taka málin í sínar hendur og láta til sín taka á þessu sviði. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun