Framtíðin byggist á lýðræði 22. desember 2009 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar um lýðræði Nú þegar Íslendingar standa á tímamótum er mikilvægt að efla lýðræði á sem flestum sviðum. Það verður meðal annars gert með því að stuðla að því að ungt fólk og börn taki þátt í að móta framtíðina með markvissari hætti en áður og þátttaka þeirra í lýðræðislegri umræðu verði styrkt sérstaklega. Raddir ungs fólks og barna verða að fá að hljóma hátt og skýrt. Menntakerfið leikur grundvallarhlutverk í því að byggja upp sterkt og hugsandi ungt fólk sem lætur sig framtíð sína og umhverfi varða. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að menntun skuli „beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og auka virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarhópa og að styrkja starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar.“ Það hefur glatt mig mjög hversu mikill áhugi er á mannréttindafræðslu sem er nátengd hugmyndum um aukið lýðræði í skólastarfi og lýðræðisvitund. Fyrir stuttu var ég stödd á fjölmennum fundi þar sem kynnt var handbókin Kompás sem er hluti af áætlun Evrópuráðsins um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Við sama tækifæri skrifaði ég undir viljayfirlýsingu um samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ, Rauða kross Íslands og Ungmennafélag Íslands um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og í félags- og æskulýðsstarfi. Ég vona að sem flestir kynni sér Kompás en meðal annars er hægt að nálgast handbókina á vef ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is. Það er von mín að það tilraunaverkefni sem nú verður ráðist í norðan heiða eigi eftir að efla lýðræðis- og mannréttindafræðslu um land allt. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar um lýðræði Nú þegar Íslendingar standa á tímamótum er mikilvægt að efla lýðræði á sem flestum sviðum. Það verður meðal annars gert með því að stuðla að því að ungt fólk og börn taki þátt í að móta framtíðina með markvissari hætti en áður og þátttaka þeirra í lýðræðislegri umræðu verði styrkt sérstaklega. Raddir ungs fólks og barna verða að fá að hljóma hátt og skýrt. Menntakerfið leikur grundvallarhlutverk í því að byggja upp sterkt og hugsandi ungt fólk sem lætur sig framtíð sína og umhverfi varða. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að menntun skuli „beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og auka virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarhópa og að styrkja starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar.“ Það hefur glatt mig mjög hversu mikill áhugi er á mannréttindafræðslu sem er nátengd hugmyndum um aukið lýðræði í skólastarfi og lýðræðisvitund. Fyrir stuttu var ég stödd á fjölmennum fundi þar sem kynnt var handbókin Kompás sem er hluti af áætlun Evrópuráðsins um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Við sama tækifæri skrifaði ég undir viljayfirlýsingu um samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ, Rauða kross Íslands og Ungmennafélag Íslands um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og í félags- og æskulýðsstarfi. Ég vona að sem flestir kynni sér Kompás en meðal annars er hægt að nálgast handbókina á vef ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is. Það er von mín að það tilraunaverkefni sem nú verður ráðist í norðan heiða eigi eftir að efla lýðræðis- og mannréttindafræðslu um land allt. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar