Viðskipti erlent

FIH bankinn rekur fimmta hvern starfsmanna sinna

FIH bankinn danski, sem er í eigu íslenska ríkisins, ætlar að reka 90-110 starfsmanna sinna eða fimmta hvern starfsmann hjá bankanum. Einnig mun nokkrum deildum bankans verða lokað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til kauphallarinnar í Kaupmannahöfn.

Í tilkynningunni segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin á aukafundi hjá stjórn bankans í dag. Samhliða var samþykkt áætlun um að bankinn muni hér eftir einbeita sér að því að aðlaga rekstur sinn að þeim aðstæðum sem nú ríkja á fjármálamörkuðum.

Eins og fram kom í frétt hér í morgun hefur þegar verið ákveðið að loka hlutabréfadeild bankans.








Tengdar fréttir

FIH bankinn leggur niður hlutabréfadeild sína

FIH bankinn danski, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, hefur sagt upp Peter Secher forstjóra hlutabréfadeildar sinnar (FIH Capital Markets) og vinnur að því að leggja deildina niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×