Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2025 23:12 Tanya O'Carroll lögsótti Meta vegna einstaklingsmiðaðra auglýsinga fyrirtækisins og hafði betur. Linkedin/Getty Facebook hefur samþykkt að hætta að beina einstaklingsmiðuðum auglýsingum með notkun persónuupplýsinga að breskri konu eftir að hún lögsótti móðurfélagið Meta fyrir að stunda beina markaðssetningu. Einstaklingsmiðaðar auglýsingar (þýðing á enska hugtakinu „targeted advertisements“) eru algengar á samfélagsmiðlum. Persónuuppplýsingar notenda eru þá notaðar til að sérsníða auglýsingar handa hverjum og einum. Hin 37 ára Tanya O'Connoll hafði betur gegn Meta en hún sagði við BBC að niðurstðan myndi opna „gátt“ fyrir annað fólk sem vill ekki að samfélagsmiðlafyrirtækið sýni þeim auglýsingar sem byggja á áhugamálum og félagsleg einkennum fólks. Skoða að gera Facebook að áskriftarmiðli Embætti upplýsingastjóra (e. The Information Commissioner's Office) sem sinnir gagnaeftirliti á Bretlandi hefur sagt einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu falla undir beina markaðssetningu (e. direct marketing). Fólk hafi því fullan rétt til að mótmæla þeim. Meta sagðist í yfirlýsingu taka almennu persónuverndarreglugerðina á Bretlandi alvarlega og bjóða upp á „öflugar stillingar og verkfæri fyrir notendur til að stjórna gögnum sínum og vali á auglýsingum.“ Þá sagði samfélagsmiðlarisinn einnig að bæði Facebook og Instagram væru ókeypis fyrir breska notendur vegna þessara persónulegu stillinga. Fyrirtækið væri að skoða að bjóða Bretum upp á áskriftarþjónustu frekar en að miðillinn væri ókeypis. Ósanngjarnir skilmálar um ágengar auglýsingar O'Carroll stofnaði Facebook-síðu sína fyrir tuttugu árum en lögsótti Meta árið 2022 vegna einstaklingsmiðuðu auglýsinga miðilsins og notkunar hans á persónuupplýsingum hennar. Í viðtali við Radio 4 sagðist O'Carroll hafa verið meðvituð um að allir hefðu rétt á að andmæla þessari tegund af ágengri auglýsingastarfsemi. „Ég held við ættum ekki að þurfa að samþykkja þessa ósanngjörnu skilmála þar sem við göngumst við allri þessari ágengu upplýsingarakningu og eftirlit,“ sagði hún. Óléttan breytti sýn hennar Hún hafi fyrst gert sér fyllilega grein fyrir hve markvissar auglýsingarnar voru þegar hún varð ólétt árið 2017. Á nokkrum vikum hafi auglýsingarnar tekið að breytast og leggja áherslu á barna-, móður- og uppeldistengda hluti. „Mér fannst það taugatrekkjandi - þetta var áður en ég sagði fólki nákomnu mér en samt hafði Facebook þegar ákveðið að ég væri ólétt,“ sagði hún. Almenna persónuverndarreglugerðin (e. General Data Protection Regulation) stýrir því hvernig fyrirtæki og stofnanir nota persónuupplýsingar. O'Carroll hélt því fram í lögsókn sinni að einstaklingsmiðuðu auglýsingar Facebook féllu undir beina markaðssetningu. Meta hélt því fram að auglýsingar á miðlinum gætu einungis beinst að hópi hundrað einstaklinga að minnsta kosti fremur en stökum einstaklingi. Því teldist það ekki bein markaðssetning. Dómurinn gat þó ekki fallist á það og segist O'Carroll loksins hafa getað slökkt á einstaklingsmiðuðu auglýsingunum sínum. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Einstaklingsmiðaðar auglýsingar (þýðing á enska hugtakinu „targeted advertisements“) eru algengar á samfélagsmiðlum. Persónuuppplýsingar notenda eru þá notaðar til að sérsníða auglýsingar handa hverjum og einum. Hin 37 ára Tanya O'Connoll hafði betur gegn Meta en hún sagði við BBC að niðurstðan myndi opna „gátt“ fyrir annað fólk sem vill ekki að samfélagsmiðlafyrirtækið sýni þeim auglýsingar sem byggja á áhugamálum og félagsleg einkennum fólks. Skoða að gera Facebook að áskriftarmiðli Embætti upplýsingastjóra (e. The Information Commissioner's Office) sem sinnir gagnaeftirliti á Bretlandi hefur sagt einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu falla undir beina markaðssetningu (e. direct marketing). Fólk hafi því fullan rétt til að mótmæla þeim. Meta sagðist í yfirlýsingu taka almennu persónuverndarreglugerðina á Bretlandi alvarlega og bjóða upp á „öflugar stillingar og verkfæri fyrir notendur til að stjórna gögnum sínum og vali á auglýsingum.“ Þá sagði samfélagsmiðlarisinn einnig að bæði Facebook og Instagram væru ókeypis fyrir breska notendur vegna þessara persónulegu stillinga. Fyrirtækið væri að skoða að bjóða Bretum upp á áskriftarþjónustu frekar en að miðillinn væri ókeypis. Ósanngjarnir skilmálar um ágengar auglýsingar O'Carroll stofnaði Facebook-síðu sína fyrir tuttugu árum en lögsótti Meta árið 2022 vegna einstaklingsmiðuðu auglýsinga miðilsins og notkunar hans á persónuupplýsingum hennar. Í viðtali við Radio 4 sagðist O'Carroll hafa verið meðvituð um að allir hefðu rétt á að andmæla þessari tegund af ágengri auglýsingastarfsemi. „Ég held við ættum ekki að þurfa að samþykkja þessa ósanngjörnu skilmála þar sem við göngumst við allri þessari ágengu upplýsingarakningu og eftirlit,“ sagði hún. Óléttan breytti sýn hennar Hún hafi fyrst gert sér fyllilega grein fyrir hve markvissar auglýsingarnar voru þegar hún varð ólétt árið 2017. Á nokkrum vikum hafi auglýsingarnar tekið að breytast og leggja áherslu á barna-, móður- og uppeldistengda hluti. „Mér fannst það taugatrekkjandi - þetta var áður en ég sagði fólki nákomnu mér en samt hafði Facebook þegar ákveðið að ég væri ólétt,“ sagði hún. Almenna persónuverndarreglugerðin (e. General Data Protection Regulation) stýrir því hvernig fyrirtæki og stofnanir nota persónuupplýsingar. O'Carroll hélt því fram í lögsókn sinni að einstaklingsmiðuðu auglýsingar Facebook féllu undir beina markaðssetningu. Meta hélt því fram að auglýsingar á miðlinum gætu einungis beinst að hópi hundrað einstaklinga að minnsta kosti fremur en stökum einstaklingi. Því teldist það ekki bein markaðssetning. Dómurinn gat þó ekki fallist á það og segist O'Carroll loksins hafa getað slökkt á einstaklingsmiðuðu auglýsingunum sínum.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira