Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2025 14:47 Frá vinstri: Francois-Philippe Champagne nýsköpunar, vísinda- og iðnaðarráðherra, Melanie Joly utanríkisráðherra og Dominic LeBlanc fjármálaráðherra. AP/Adrian Wyld Ráðamenn í Kanada hafa tilkynnti viðbragðstolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum. Er það eftir að Donald Trump setti 25 prósenta toll á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Kanada segir tolla Trumps og árásir hans á hagkerfi Kanada vera óréttláta. Trump hafi valdið gífurlegum skaða á því sem var best heppnaða viðskiptasambandi heimsins. „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá,“ sagði Dominic LeBlanc samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada. Tollar Kanadamanna ná til innflutnings sem verðmetinn er á um 29,8 milljarða dala og er það sambærilegt tollum Bandaríkjanna. Tollarnir taka gildi á miðnætti og eru á vörur eins og tölvubúnað, íþróttabúnað, heimilistæki, skjái og annað. Áður höfðu leiðtogar Evrópusambandsins tilkynnti sambærilega tolla á Bandaríkin. Þegar Kanadamenn tilkynntu tollana í dag gagnrýndi utanríkisráðherra landsins Trump fyrir ummæli hans um innlimun Kanada í Bandaríkin og óreiðuna sem hann hefði ollið. „Eini fastinn í þessu óréttlætanlega viðskiptastríði virðist vera orðræða Trumps um að innlima landið okkar með efnahagsþvingunum,“ sagði Mélanie Joly. „Í gær hallaði hann landamæri okkar ímyndaða línu og endurtók virðingarlausan áróður sinn um 51. ríki Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Kanada hafa varað íbúa við því að Trump sé alvara þegar hann tali um að vilja eignast Kanada. Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Trumps, ítrekaði þetta í viðtali á Fox News í dag. Þar sagði hann að það besta í stöðunni væri að sameina hagkerfi Kanada og Bandaríkjanna á þann hátt að Kanada yrði 51. ríki Bandaríkjanna. Kanadamenn yrðu að vinna með Bandaríkjamönnum að þessu og ættu að íhuga allt það sem þeir myndu græða á því. Þessi ummæli Trump-liða um Kanada hafa valdið mikilli reiði meðal Kanadamanna á undanförnum vikum. Ef marka má kannanir vestanhafs er lítill vilji meðal þeirra á því að sameinast Bandaríkjunum. Lutnick: "The best way to actually merge the economies of Canada and the United States is for Canada to become our 51st state ... Canada is gonna have to work with us to really integrate their economy, and as the president said, they should consider the amazing advantages of… pic.twitter.com/Lp4xKqoDwa— Aaron Rupar (@atrupar) March 12, 2025 Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Trump hafi valdið gífurlegum skaða á því sem var best heppnaða viðskiptasambandi heimsins. „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá,“ sagði Dominic LeBlanc samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada. Tollar Kanadamanna ná til innflutnings sem verðmetinn er á um 29,8 milljarða dala og er það sambærilegt tollum Bandaríkjanna. Tollarnir taka gildi á miðnætti og eru á vörur eins og tölvubúnað, íþróttabúnað, heimilistæki, skjái og annað. Áður höfðu leiðtogar Evrópusambandsins tilkynnti sambærilega tolla á Bandaríkin. Þegar Kanadamenn tilkynntu tollana í dag gagnrýndi utanríkisráðherra landsins Trump fyrir ummæli hans um innlimun Kanada í Bandaríkin og óreiðuna sem hann hefði ollið. „Eini fastinn í þessu óréttlætanlega viðskiptastríði virðist vera orðræða Trumps um að innlima landið okkar með efnahagsþvingunum,“ sagði Mélanie Joly. „Í gær hallaði hann landamæri okkar ímyndaða línu og endurtók virðingarlausan áróður sinn um 51. ríki Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Kanada hafa varað íbúa við því að Trump sé alvara þegar hann tali um að vilja eignast Kanada. Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Trumps, ítrekaði þetta í viðtali á Fox News í dag. Þar sagði hann að það besta í stöðunni væri að sameina hagkerfi Kanada og Bandaríkjanna á þann hátt að Kanada yrði 51. ríki Bandaríkjanna. Kanadamenn yrðu að vinna með Bandaríkjamönnum að þessu og ættu að íhuga allt það sem þeir myndu græða á því. Þessi ummæli Trump-liða um Kanada hafa valdið mikilli reiði meðal Kanadamanna á undanförnum vikum. Ef marka má kannanir vestanhafs er lítill vilji meðal þeirra á því að sameinast Bandaríkjunum. Lutnick: "The best way to actually merge the economies of Canada and the United States is for Canada to become our 51st state ... Canada is gonna have to work with us to really integrate their economy, and as the president said, they should consider the amazing advantages of… pic.twitter.com/Lp4xKqoDwa— Aaron Rupar (@atrupar) March 12, 2025
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira