Að fara með fjöregg þjóðarinnar Katrín Júlíusdóttir skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Ein af frumskyldum kjörinna fulltrúa er að tryggja rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Heimilin í landinu eiga afkomu sína og atvinnu undir því að fyrirtækin gangi og atvinnulífið skapi þau verðmæti sem standa undir öryggisneti samfélagsins, menntun og heilbrigðiskerfi. Sé þetta fjöregg í hættu verða stjórnmálamenn að meta afleiðingar mismunandi aðgerða eða aðgerðaleysis og taka svo ákvörðun þótt erfið sé. Setja verður velferð heimila og fyrirtækja framar bæði persónum og flokkslínum. Íslendingar glíma við gjaldeyriskreppu í kjölfar þess að fjármálakerfið hrundi og bera erlendir kröfuhafar, allt frá bönkum til lífeyrissjóða og líknarstofnana, miklar afskriftir af skuldum íslenskra aðila. Hvorki skuldsett atvinnulíf né heimili þola frekara hrun krónunnar og endurreisnin er óhugsandi verði alþjóðlegir lánsfjármarkaðir lokaðir til langs tíma. Eina endurreisnaráætlunin sem í boði erAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn er engin hjálparsamtök og aðferðir hans eru umdeildar. Hann er samt eini aðilinn sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar við lausn gjaldeyriskreppa. Aðkoma AGS er því forsenda aðstoðar frá öðrum þjóðum. Vegna þessa er sú áætlun um endurreisn, sem unnin var í samvinnu íslenskra stjórnvalda, Seðlabankans og AGS, um leið kjarninn í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Á henni hvílir líka stöðugleikasáttmáli aðila á vinnumarkaði og viðræður um þátt lífeyrissjóða í endurreisninni. Enginn hefur bent á aðra færa leið né kynnt áætlun í hennar stað. Óvissunni verður að linnaAnnar áfangi áætlunarinnar miðar að því að ljúka óvissutímabilinu og leggja grunn að endurheimt trausts. Hann felur í sér aðskilnað gömlu og nýju bankanna, endurfjármögnun bankakerfisins, samninga við erlenda kröfuhafa og innstæðueigendur, rannsókn hrunsins og uppbyggingu gjaldeyrisforða. Frekari dráttur á lokum þessa áfanga er okkur dýr. Rótgróin og traust fyrirtæki sem tapað hafa áratugagömlum viðskiptasamböndum eða þurfa að staðgreiða hefðbundnum birgjum geta vitnað um það. Fyrirtæki sem leita endurfjármögnunar lána eða fyrirgreiðslu til uppbyggingar þekkja afleiðingarnar. Fórnarkostnaðurinn kemur loks fram hjá heimilum í formi atvinnuleysis og verri lífskjara. Við óskum þess örugglega öll að frágangur ábyrgða á innstæðutryggingum hefði engin áhrif á endurreisnina. En veruleikinn er annar og þótt sárt sé verðum við að vinna út frá honum. Þar sem ríkisábyrgð á Icesave-láninu er eitt erfiðasta mál sem komið hefur á borð íslenskra stjórnvalda og stjórnsýslunnar hefur mikilli orku og tíma verið varið í skoðun á öllum hliðum þess og stöðu Íslendinga. Málið varðar miklar skuldbindingar á næstu fimmtán árum og til að gæta ítrustu varfærni hafa bæði Seðlabankinn og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metið greiðslugetu ríkisins. Ekkert bendir til að þetta verði okkur létt en í því sambandi skiptir mestu hvernig til tekst með endurreisn atvinnulífsins. Við verðum því að einhenda okkur í uppbyggingarstarfið í stað þess að gefast upp andspænis verkefninu. Í samningnum sjálfum eru endurskoðunarákvæði og við munum í framtíðinni, rétt eins og nú, geta höfðað til vinaþjóða okkar um endurskoðun og endurútdeilingu byrðanna af hruni fjármálakerfis heimsins, reynist bagginn of þungur. Hvað er undir í Icesave-málinu?Vandinn við umræðuna er meðal annars sá að á meðan hægt er að reikna kostnaðinn miðað við fyrirliggjandi samningstexta er fórnarkostnaðurinn við að ljúka ekki 2. áfanga endurreisnarinnar óþekkt stærð fyrir flesta. Alvarlegast er að halda að hann sé enginn. Sérfræðingar hafa bent á það opinberlega að bæði traust á íslensku efnahags- og atvinnulífi og lánshæfiseinkunn Íslands sé undir. Þar með eru samstarf við AGS og vinaþjóðir og gengi gjaldmiðilsins, sumsé sjálfar forsendurnar fyrir uppbyggingunni. Við getum deilt um hve mikill fórnarkostnaðurinn verður eða hve lengi samfélaginu mun blæða en við megum ekki taka áhættu með rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Samþykkt á hundraða milljarða ríkis-ábyrgð verður engum þingmanni léttbær en fyrr eða síðar verður að horfast í augu við kostina. Verjum framtíð barnanna okkarKjarninn í endurreisnaráætluninni er sá að við berum sem mest af kostnaðinum við hrunið á allra næstu árum um leið og áherslan er á hraða uppbyggingu og vörn fyrir hina verst settu. Markmiðið er að vinna okkur út úr erfið-leikunum á sem skemmstum tíma í stað þess að velta vandanum á undan okkur. Þetta verður erfitt og við horfum nú fram á harðan vetur þar sem botninum verður vonandi náð. En ég tel það skyldu okkar kynslóðar að ljúka tiltektinni svo við skilum ekki börnunum okkar einangruðu samfélagi hafta og stöðnunar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar búi í opnu samfélagi þar sem atvinnulífið á vaxtarfæri svo þau geti notið góðra lífskjara og öflugs velferðarkerfis. Velferðarstjórnin er mynduð til að tryggja að endurreisnin verði á félagslegum grunni og því tækifæri megum við ekki tapa. Höfundur er iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af frumskyldum kjörinna fulltrúa er að tryggja rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Heimilin í landinu eiga afkomu sína og atvinnu undir því að fyrirtækin gangi og atvinnulífið skapi þau verðmæti sem standa undir öryggisneti samfélagsins, menntun og heilbrigðiskerfi. Sé þetta fjöregg í hættu verða stjórnmálamenn að meta afleiðingar mismunandi aðgerða eða aðgerðaleysis og taka svo ákvörðun þótt erfið sé. Setja verður velferð heimila og fyrirtækja framar bæði persónum og flokkslínum. Íslendingar glíma við gjaldeyriskreppu í kjölfar þess að fjármálakerfið hrundi og bera erlendir kröfuhafar, allt frá bönkum til lífeyrissjóða og líknarstofnana, miklar afskriftir af skuldum íslenskra aðila. Hvorki skuldsett atvinnulíf né heimili þola frekara hrun krónunnar og endurreisnin er óhugsandi verði alþjóðlegir lánsfjármarkaðir lokaðir til langs tíma. Eina endurreisnaráætlunin sem í boði erAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn er engin hjálparsamtök og aðferðir hans eru umdeildar. Hann er samt eini aðilinn sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar við lausn gjaldeyriskreppa. Aðkoma AGS er því forsenda aðstoðar frá öðrum þjóðum. Vegna þessa er sú áætlun um endurreisn, sem unnin var í samvinnu íslenskra stjórnvalda, Seðlabankans og AGS, um leið kjarninn í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Á henni hvílir líka stöðugleikasáttmáli aðila á vinnumarkaði og viðræður um þátt lífeyrissjóða í endurreisninni. Enginn hefur bent á aðra færa leið né kynnt áætlun í hennar stað. Óvissunni verður að linnaAnnar áfangi áætlunarinnar miðar að því að ljúka óvissutímabilinu og leggja grunn að endurheimt trausts. Hann felur í sér aðskilnað gömlu og nýju bankanna, endurfjármögnun bankakerfisins, samninga við erlenda kröfuhafa og innstæðueigendur, rannsókn hrunsins og uppbyggingu gjaldeyrisforða. Frekari dráttur á lokum þessa áfanga er okkur dýr. Rótgróin og traust fyrirtæki sem tapað hafa áratugagömlum viðskiptasamböndum eða þurfa að staðgreiða hefðbundnum birgjum geta vitnað um það. Fyrirtæki sem leita endurfjármögnunar lána eða fyrirgreiðslu til uppbyggingar þekkja afleiðingarnar. Fórnarkostnaðurinn kemur loks fram hjá heimilum í formi atvinnuleysis og verri lífskjara. Við óskum þess örugglega öll að frágangur ábyrgða á innstæðutryggingum hefði engin áhrif á endurreisnina. En veruleikinn er annar og þótt sárt sé verðum við að vinna út frá honum. Þar sem ríkisábyrgð á Icesave-láninu er eitt erfiðasta mál sem komið hefur á borð íslenskra stjórnvalda og stjórnsýslunnar hefur mikilli orku og tíma verið varið í skoðun á öllum hliðum þess og stöðu Íslendinga. Málið varðar miklar skuldbindingar á næstu fimmtán árum og til að gæta ítrustu varfærni hafa bæði Seðlabankinn og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metið greiðslugetu ríkisins. Ekkert bendir til að þetta verði okkur létt en í því sambandi skiptir mestu hvernig til tekst með endurreisn atvinnulífsins. Við verðum því að einhenda okkur í uppbyggingarstarfið í stað þess að gefast upp andspænis verkefninu. Í samningnum sjálfum eru endurskoðunarákvæði og við munum í framtíðinni, rétt eins og nú, geta höfðað til vinaþjóða okkar um endurskoðun og endurútdeilingu byrðanna af hruni fjármálakerfis heimsins, reynist bagginn of þungur. Hvað er undir í Icesave-málinu?Vandinn við umræðuna er meðal annars sá að á meðan hægt er að reikna kostnaðinn miðað við fyrirliggjandi samningstexta er fórnarkostnaðurinn við að ljúka ekki 2. áfanga endurreisnarinnar óþekkt stærð fyrir flesta. Alvarlegast er að halda að hann sé enginn. Sérfræðingar hafa bent á það opinberlega að bæði traust á íslensku efnahags- og atvinnulífi og lánshæfiseinkunn Íslands sé undir. Þar með eru samstarf við AGS og vinaþjóðir og gengi gjaldmiðilsins, sumsé sjálfar forsendurnar fyrir uppbyggingunni. Við getum deilt um hve mikill fórnarkostnaðurinn verður eða hve lengi samfélaginu mun blæða en við megum ekki taka áhættu með rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Samþykkt á hundraða milljarða ríkis-ábyrgð verður engum þingmanni léttbær en fyrr eða síðar verður að horfast í augu við kostina. Verjum framtíð barnanna okkarKjarninn í endurreisnaráætluninni er sá að við berum sem mest af kostnaðinum við hrunið á allra næstu árum um leið og áherslan er á hraða uppbyggingu og vörn fyrir hina verst settu. Markmiðið er að vinna okkur út úr erfið-leikunum á sem skemmstum tíma í stað þess að velta vandanum á undan okkur. Þetta verður erfitt og við horfum nú fram á harðan vetur þar sem botninum verður vonandi náð. En ég tel það skyldu okkar kynslóðar að ljúka tiltektinni svo við skilum ekki börnunum okkar einangruðu samfélagi hafta og stöðnunar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar búi í opnu samfélagi þar sem atvinnulífið á vaxtarfæri svo þau geti notið góðra lífskjara og öflugs velferðarkerfis. Velferðarstjórnin er mynduð til að tryggja að endurreisnin verði á félagslegum grunni og því tækifæri megum við ekki tapa. Höfundur er iðnaðarráðherra.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar