Hátæknisjúkrahús 19. janúar 2009 04:00 Jón Gunnarsson skrifar um sjúkrahús Hörð viðbrögð hafa víða komið vegna tillagna heilbrigðisráðherra um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk hans við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu er ekki öfundsvert. Málaflokkurinn er mikilvægur og sterkar tilfinningar eru gagnvart sjúkrastofnunum. Framtíðaráætlanir gera ráð fyrir að byggt verði hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Um er að ræða einhverja dýrustu framkvæmd sem farið hefur verið í hérlendis. Á fjárlögum þessa árs er reiknað með 400 milljónum í undirbúningsvinnu vegna verkefnisins. Áætlaður byggingarkostnaður er á reiki en talað er um að hann verði ekki langt frá 100 milljörðum króna. Þá er ótalinn mikill kostnaður vegna nauðsynlegra samgöngumannvirkja sem óhjákvæmilegt verður að byggja samhliða. Ég hef alla tíð verið efins vegna þessarar stefnu og tilheyrt þeim hópi sem hefur viljað skoða þá leið að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu þ.m.t. svokölluð kragasjúkrahús. Margur ávinningur er af þeirri leið og deildar meiningar eru um rekstrarhagræði af einni stórri stofnun sem tæki til sín stóran hluta verkefna og fjármagns. Efling minni sjúkrastofnana eflir læknisþjónustu í héraði, veitir persónulegri og skilvirkari þjónustu. Einnig má rökstyðja að ákveðin samkeppni sem myndast milli stofnana auki líkur á betri nýtingu þess fjármagns sem þær hafa til ráðstöfunar. Í umræðum síðustu daga hafa fulltrúar sveitarfélaga, þar sem staðsettar eru sjúkrastofnanir, komið fram og lýst yfir áhuga á að taka yfir rekstur þeirra. Sú hugmynd er allrar athygli verð og kemur heim og saman við þá skoðun að nærþjónusta við íbúana sé betur komin í höndum sveitarfélaga. Breytingar í íslensku samfélagi kalla á endurmat þess hvert stefna skuli í málefnum sjúkrastofnana. Áður en margar þeirra hugmynda sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt koma til framkvæmda þarf að endurmeta stöðuna. Á meðan er nauðsynlegt að fresta öllum ákvörðunum um að leggja í frekari framkvæmdir við hátæknisjúkrahús. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson skrifar um sjúkrahús Hörð viðbrögð hafa víða komið vegna tillagna heilbrigðisráðherra um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk hans við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu er ekki öfundsvert. Málaflokkurinn er mikilvægur og sterkar tilfinningar eru gagnvart sjúkrastofnunum. Framtíðaráætlanir gera ráð fyrir að byggt verði hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Um er að ræða einhverja dýrustu framkvæmd sem farið hefur verið í hérlendis. Á fjárlögum þessa árs er reiknað með 400 milljónum í undirbúningsvinnu vegna verkefnisins. Áætlaður byggingarkostnaður er á reiki en talað er um að hann verði ekki langt frá 100 milljörðum króna. Þá er ótalinn mikill kostnaður vegna nauðsynlegra samgöngumannvirkja sem óhjákvæmilegt verður að byggja samhliða. Ég hef alla tíð verið efins vegna þessarar stefnu og tilheyrt þeim hópi sem hefur viljað skoða þá leið að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu þ.m.t. svokölluð kragasjúkrahús. Margur ávinningur er af þeirri leið og deildar meiningar eru um rekstrarhagræði af einni stórri stofnun sem tæki til sín stóran hluta verkefna og fjármagns. Efling minni sjúkrastofnana eflir læknisþjónustu í héraði, veitir persónulegri og skilvirkari þjónustu. Einnig má rökstyðja að ákveðin samkeppni sem myndast milli stofnana auki líkur á betri nýtingu þess fjármagns sem þær hafa til ráðstöfunar. Í umræðum síðustu daga hafa fulltrúar sveitarfélaga, þar sem staðsettar eru sjúkrastofnanir, komið fram og lýst yfir áhuga á að taka yfir rekstur þeirra. Sú hugmynd er allrar athygli verð og kemur heim og saman við þá skoðun að nærþjónusta við íbúana sé betur komin í höndum sveitarfélaga. Breytingar í íslensku samfélagi kalla á endurmat þess hvert stefna skuli í málefnum sjúkrastofnana. Áður en margar þeirra hugmynda sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt koma til framkvæmda þarf að endurmeta stöðuna. Á meðan er nauðsynlegt að fresta öllum ákvörðunum um að leggja í frekari framkvæmdir við hátæknisjúkrahús. Höfundur er alþingismaður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun