Hvað er fram undan? 22. janúar 2009 06:00 Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þessara funda og klappað fyrir ræðumönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. En um leið og ég segi þetta, verða Íslendingar að horfast í augu við þá staðreynd, að hver svo sem stýrir stjórnarskútunni næstu misserin, kemst ekki hjá því að takast á við ástandið og þar er brýnast að koma á stöðugleika og draga úr halla fjárlaganna. Sníða sér stakk eftir vexti. Það verkefni verður ekki umflúið. Mótmælin gegn niðurskurði í heilbrigðismálum eru skiljanleg en því miður, sá niðurskurður er óhjákvæmilegur. Þar sem annars staðar í ríkisrekstrinum. Og hann þarf að vera meiri og dýpri við gerð næstu fjárlaga. Það er hinn napri veruleiki. Á öllum sviðum. Við getum auðvitað haft okkar skoðanir á því hvernig staðið er að niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og annars staðar, en eftir stendur að það er eins og fólk vilji ekki horfast augu við veruleikann. Við stöndum nefnilega á þeim krossgötum að fylleríinu er lokið. Timburmennirnir eru að koma í ljós. Þar með er ekki sagt að menn eigi að leggja upp laupana. Þjóðin hefur áður gengið í gegnum kreppur og lifað það af. Íslendingar voru raunar fátæk þjóð allt fram á miðja síðustu öld. Fólk bjó í bröggum, engir lífeyrissjóðir og ömmur og afar minnar kynslóðar komust aldrei til útlanda. Áttu hvorki ísskápa né ryksugur. Þau lifðu samt. Ég er nógu gamall til að muna, þegar ég var í sveit sem unglingur, að þar á bæ var ekki að finna hreinlætistæki, önnur en þau að kamarinn stóð á hlaðinu og lækurinn var baðherbergið. Samt leið mér vel í sveitinni. Með þessu er ég ekki að segja að við hverfum aftur til þessara sultarára, síður en svo. Heldur hitt að við getum og verðum að draga saman seglin um stundarsakir og getum samt lifað það af. Á umliðnum áratugum hafa lífskjör batnað og við höfum búið við velmegun. Við erum orðin góðu vön. Og allt gott um það að segja. En við hljótum líka að hafa þann arf og það þrek að geta tímabundið dregið úr kröfunum og yfirbyggingunni og séð á eftir ýmissi þjónustu hins opinbera, án þess að líta á það sem heimsendi. Og neitað okkur um ýmsa þá neyslu og aðstöðu, sem við höfum gengið út frá sem sjálfsagðri í seinni tíð. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið og lífið þarf ekki að verða óbærilegt, þótt ekki sé allt til alls. Það er þetta sem verið er að gera og þarf að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og hver svo sem stjórnar þeirri ferð. Og til þess þarf að setja undir sig hausinn, ekki bara vondir kallar í ríkisstjórn, heldur við öll. Svo er það hitt, hvort við viljum halda okkur við krónuna. Sem auðvitað er þá umræðan um aðild að Evrópusambandinu og evrunni eða ekki. Margt hefur verið upplýst að undanförnu um kosti og galla Evrópuaðildar. En enginn, hversu fróður sem hann er um ESB eða hversu hann er mikið með eða á móti ESB aðild, veit í rauninni hvað felst í aðild, fyrr en það liggur á borðinu. Þess vegna eiga menn að leggja þessar deilur niður, ganga strax til aðildarviðræðna og leggja þau spil á borðið, sem gefin eru. Og kjósa síðan um það hvort við sættum okkur við þá stöðu eða ekki. Segja já eða nei. Þetta eru engin trúarbrögð. Þetta snýst um hagsmuni íslenskrar þjóðar, framtíðina, börnin okkar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þessara funda og klappað fyrir ræðumönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. En um leið og ég segi þetta, verða Íslendingar að horfast í augu við þá staðreynd, að hver svo sem stýrir stjórnarskútunni næstu misserin, kemst ekki hjá því að takast á við ástandið og þar er brýnast að koma á stöðugleika og draga úr halla fjárlaganna. Sníða sér stakk eftir vexti. Það verkefni verður ekki umflúið. Mótmælin gegn niðurskurði í heilbrigðismálum eru skiljanleg en því miður, sá niðurskurður er óhjákvæmilegur. Þar sem annars staðar í ríkisrekstrinum. Og hann þarf að vera meiri og dýpri við gerð næstu fjárlaga. Það er hinn napri veruleiki. Á öllum sviðum. Við getum auðvitað haft okkar skoðanir á því hvernig staðið er að niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og annars staðar, en eftir stendur að það er eins og fólk vilji ekki horfast augu við veruleikann. Við stöndum nefnilega á þeim krossgötum að fylleríinu er lokið. Timburmennirnir eru að koma í ljós. Þar með er ekki sagt að menn eigi að leggja upp laupana. Þjóðin hefur áður gengið í gegnum kreppur og lifað það af. Íslendingar voru raunar fátæk þjóð allt fram á miðja síðustu öld. Fólk bjó í bröggum, engir lífeyrissjóðir og ömmur og afar minnar kynslóðar komust aldrei til útlanda. Áttu hvorki ísskápa né ryksugur. Þau lifðu samt. Ég er nógu gamall til að muna, þegar ég var í sveit sem unglingur, að þar á bæ var ekki að finna hreinlætistæki, önnur en þau að kamarinn stóð á hlaðinu og lækurinn var baðherbergið. Samt leið mér vel í sveitinni. Með þessu er ég ekki að segja að við hverfum aftur til þessara sultarára, síður en svo. Heldur hitt að við getum og verðum að draga saman seglin um stundarsakir og getum samt lifað það af. Á umliðnum áratugum hafa lífskjör batnað og við höfum búið við velmegun. Við erum orðin góðu vön. Og allt gott um það að segja. En við hljótum líka að hafa þann arf og það þrek að geta tímabundið dregið úr kröfunum og yfirbyggingunni og séð á eftir ýmissi þjónustu hins opinbera, án þess að líta á það sem heimsendi. Og neitað okkur um ýmsa þá neyslu og aðstöðu, sem við höfum gengið út frá sem sjálfsagðri í seinni tíð. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið og lífið þarf ekki að verða óbærilegt, þótt ekki sé allt til alls. Það er þetta sem verið er að gera og þarf að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og hver svo sem stjórnar þeirri ferð. Og til þess þarf að setja undir sig hausinn, ekki bara vondir kallar í ríkisstjórn, heldur við öll. Svo er það hitt, hvort við viljum halda okkur við krónuna. Sem auðvitað er þá umræðan um aðild að Evrópusambandinu og evrunni eða ekki. Margt hefur verið upplýst að undanförnu um kosti og galla Evrópuaðildar. En enginn, hversu fróður sem hann er um ESB eða hversu hann er mikið með eða á móti ESB aðild, veit í rauninni hvað felst í aðild, fyrr en það liggur á borðinu. Þess vegna eiga menn að leggja þessar deilur niður, ganga strax til aðildarviðræðna og leggja þau spil á borðið, sem gefin eru. Og kjósa síðan um það hvort við sættum okkur við þá stöðu eða ekki. Segja já eða nei. Þetta eru engin trúarbrögð. Þetta snýst um hagsmuni íslenskrar þjóðar, framtíðina, börnin okkar. Höfundur er alþingismaður.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun