Við verðum að forgangsraða Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. desember 2009 06:00 Hildur Sverrisdóttir skrifar um borgarmál Að ferðast um kyrrláta höfuðborgina á aðfangadagskvöld er alltaf sérstakt en sjaldan hefur það verið jafn áhrifamikið og í ár. Jólaljós í gluggum heimilanna voru hljóðir málsvarar um hvað flestir leggja áheslu á þegar erfiðleikar steðja að. Án efa hefur það verið mörgum erfitt að halda hátíð, um það ber fjöldi umsókna um aðstoð til hjálparsamtaka vitni. Margar fjölskyldur hafa líka þurft að forgangsraða upp á nýtt og hugsa um hvað væri nauðsynlegt til að halda jól og hverju mætti sleppa að sinni. Oftar en ekki hefur það verið erfitt val. Í þessari efnahagslegu ótíð verða stjórnvöld í Reykjavík, líkt og fjölskyldurnar, að forgangsraða hjá sér. Í slíku vandasömu verki er mikilvægt að stjórnvöld leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að hægt sé komast upp úr hjólförum tortryggni og vantrausts og skapa sátt í samfélaginu um þær aðgerðir sem grípa þarf til. Íslendingar hafa fyrir löngu komið sér saman um að vilja vera samfélag sem styður við þá sem það þurfa. Það er gott til þess að vita að enginn vilji er til þess breyta því þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika. Ekki er síður mikilvægt að allir leggist á eitt við að styrkja stoðir samfélagsins með því að grafa ekki vísvitandi undan trausti og gæta sanngirnis gagnvart hvert öðru. Stjórnmál morgundagsins muna snúast fyrst og fremst um vinnubrögð við að skapa traust og í sameiginlegum sáttatón séu teknar ákvarðanir um hvað skiptir okkur mestu máli. Það verður erfitt verkefni en eitt það mikilvægasta. Margir kviðu fyrir því ári sem nú er að kveðja og það hefur verið mörgum erfitt. Árið getur þó líka staðið sem áminning um hverju við getum áorkað þegar á reynir og haft það að leiðarljósi í komandi verkefnum. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir skrifar um borgarmál Að ferðast um kyrrláta höfuðborgina á aðfangadagskvöld er alltaf sérstakt en sjaldan hefur það verið jafn áhrifamikið og í ár. Jólaljós í gluggum heimilanna voru hljóðir málsvarar um hvað flestir leggja áheslu á þegar erfiðleikar steðja að. Án efa hefur það verið mörgum erfitt að halda hátíð, um það ber fjöldi umsókna um aðstoð til hjálparsamtaka vitni. Margar fjölskyldur hafa líka þurft að forgangsraða upp á nýtt og hugsa um hvað væri nauðsynlegt til að halda jól og hverju mætti sleppa að sinni. Oftar en ekki hefur það verið erfitt val. Í þessari efnahagslegu ótíð verða stjórnvöld í Reykjavík, líkt og fjölskyldurnar, að forgangsraða hjá sér. Í slíku vandasömu verki er mikilvægt að stjórnvöld leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að hægt sé komast upp úr hjólförum tortryggni og vantrausts og skapa sátt í samfélaginu um þær aðgerðir sem grípa þarf til. Íslendingar hafa fyrir löngu komið sér saman um að vilja vera samfélag sem styður við þá sem það þurfa. Það er gott til þess að vita að enginn vilji er til þess breyta því þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika. Ekki er síður mikilvægt að allir leggist á eitt við að styrkja stoðir samfélagsins með því að grafa ekki vísvitandi undan trausti og gæta sanngirnis gagnvart hvert öðru. Stjórnmál morgundagsins muna snúast fyrst og fremst um vinnubrögð við að skapa traust og í sameiginlegum sáttatón séu teknar ákvarðanir um hvað skiptir okkur mestu máli. Það verður erfitt verkefni en eitt það mikilvægasta. Margir kviðu fyrir því ári sem nú er að kveðja og það hefur verið mörgum erfitt. Árið getur þó líka staðið sem áminning um hverju við getum áorkað þegar á reynir og haft það að leiðarljósi í komandi verkefnum. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun