Grunnurinn gleymist Jón Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Það hefur aldrei þótt góðri lukku að stýra að byggja hús sitt á sandi. Það uppbyggingarstarf sem framundan er í íslensku samfélagi er líkast uppbyggingu frá grunni. Ef rétt byggingarstæði er valið mun byggingin rísa fyrr og standa betur. Í umræðunni um málefni dagsins, s.s. IceSave, aðildarviðræður við Evrópusambandið og fleiri slík stórmál, gleymist gjarnan að ræða aðalatriðið, það á hverju á að byggja viðreisnina; með hverju þessi þjóð ætlar að greiða skuldbindingar sínar. Tækifæri okkar til atvinnuuppbyggingar eru nánast óþrjótandi. Við fengum samþykkt sérstakt íslenskt ákvæði í Kyoto-samningnum m.a. vegna sérstöðu okkar til náttúruvænna möguleika í orkuöflun. Gæta verður þeirra hagsmuna í þeim viðræðum sem framundan eru um loftslagsmál. Við höfum ratað skynsamlega leið milli nýtingar og verndunar í okkar náttúru. Tækifærin eru víða og til að ná alvöru viðreisn í gang verðum við að nýta þau. Sú vinstri stjórn sem nú er við völd hefur engin alvöru markmið um atvinnuuppbyggingu. Stuðningur við þau verkefni sem komin voru af stað er veittur með semingi. Mannfrekum framkvæmdum í samgöngumálum er slegið á frest. Afleiðingarnar eru þær að í mörgum stéttum er að skapast atgervisflótti og óvíst er að það fólk snúi til baka. Það er brýnt að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar í stóriðju sem vörðuð hefur verið. Þar liggja tækifæri okkar til atvinnu- og verðmætasköpunar. Tímabundið vandamál vegna fjármögnunar virkjana s.s. við Búðarháls og í Reykjahlíð er auðleyst. Landsmenn hafa lagt það mikið til hliðar í lífeyrissjóðakerfinu að slík rök halda ekki. Lífeyrissjóðirnir verða ekki notaðir í nokkuð betra nú en að fjármagna atvinnuskapandi arðbærar framkvæmdir. Aukin umsvif í atvinnulífinu verða fljótlega til þess að auka á bjartsýni innanlands og traust okkar útávið. Við verðum að vera tilbúin að veðja á okkur sjálf og auðlindir þessa frábæra lands sem við byggjum. Tökum þennan slag með þeim krafti sem við eigum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei þótt góðri lukku að stýra að byggja hús sitt á sandi. Það uppbyggingarstarf sem framundan er í íslensku samfélagi er líkast uppbyggingu frá grunni. Ef rétt byggingarstæði er valið mun byggingin rísa fyrr og standa betur. Í umræðunni um málefni dagsins, s.s. IceSave, aðildarviðræður við Evrópusambandið og fleiri slík stórmál, gleymist gjarnan að ræða aðalatriðið, það á hverju á að byggja viðreisnina; með hverju þessi þjóð ætlar að greiða skuldbindingar sínar. Tækifæri okkar til atvinnuuppbyggingar eru nánast óþrjótandi. Við fengum samþykkt sérstakt íslenskt ákvæði í Kyoto-samningnum m.a. vegna sérstöðu okkar til náttúruvænna möguleika í orkuöflun. Gæta verður þeirra hagsmuna í þeim viðræðum sem framundan eru um loftslagsmál. Við höfum ratað skynsamlega leið milli nýtingar og verndunar í okkar náttúru. Tækifærin eru víða og til að ná alvöru viðreisn í gang verðum við að nýta þau. Sú vinstri stjórn sem nú er við völd hefur engin alvöru markmið um atvinnuuppbyggingu. Stuðningur við þau verkefni sem komin voru af stað er veittur með semingi. Mannfrekum framkvæmdum í samgöngumálum er slegið á frest. Afleiðingarnar eru þær að í mörgum stéttum er að skapast atgervisflótti og óvíst er að það fólk snúi til baka. Það er brýnt að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar í stóriðju sem vörðuð hefur verið. Þar liggja tækifæri okkar til atvinnu- og verðmætasköpunar. Tímabundið vandamál vegna fjármögnunar virkjana s.s. við Búðarháls og í Reykjahlíð er auðleyst. Landsmenn hafa lagt það mikið til hliðar í lífeyrissjóðakerfinu að slík rök halda ekki. Lífeyrissjóðirnir verða ekki notaðir í nokkuð betra nú en að fjármagna atvinnuskapandi arðbærar framkvæmdir. Aukin umsvif í atvinnulífinu verða fljótlega til þess að auka á bjartsýni innanlands og traust okkar útávið. Við verðum að vera tilbúin að veðja á okkur sjálf og auðlindir þessa frábæra lands sem við byggjum. Tökum þennan slag með þeim krafti sem við eigum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar