Viðskipti erlent

Hlutabréf í Carnegie fljúga upp í verði

Hlutabréf í sænska bankanum Carnegie fljúga upp í verði þessa stundina í Svíþjóð. Bréfin eru í umboðssölu utanmarkaðar hjá HQ Direct og voru í morgun seld á genginu 2,5-2,75 kr. sænskar á hlutinn.

Þegar HQ Direct (áður Glitnir AB í Sviþjóð) hóf að selja bréfin skömmu fyrir áramótin var gengi þeirra 25 aurar sænskir og hefur verð þeirra því tífaldast frá áramótum. Milestone á 10% hlut í Carnegie í gegnum Moderna Finans.

Samkvæmt frétt á Dagens Industri er haft eftir Lars Hamberg hjá HQ Direct að þeir hafi selt hluti í Carnegie í milljónavís á fyrstu dögunum á nýja árinu og hann sjái ekki að eftirspurnin fari minnkandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×