Bakkavör hefur uppi áform um að endurskipuleggja rekstur sinn í Lincolnshire á Englandi þar sem félagið rekur þrjú matvælaframleiðslufyrirtæki. Um 400 manns gætu misst vinnuna að því er segir í frétt BBC um málið.
Talsmenn Bakkavarar staðfesta að verið sé að vinna að endurskipulagningu hjá fyrirtækjunum Exotic Farm Produce í Kirton, Freshcook í Holbeach og hjá Bakkavör Spalding, en ekki hefur verið upp gefið hve margir kunni að missa vinnuna. Um 2000 manns vinna hjá fyrirtækjunum þremur.