Slæm staða Hafnarfjarðar 22. janúar 2009 06:00 Illa hefur verið haldið á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveitarfélög á Suðurnesjum höfðu gert. Þannig hefði verið hægt að lækka skuldir bæjarins um 7,5 milljarða króna, en þá voru langtímaskuldir um 10 milljarðar króna. Samfylkingin hikaði og bærinn tapaði. Óljóst er á þessari stundu hvort Orkuveitan geti keypt hlutinn enda virðist hún hvorki vilja það né geta og ekki mega það samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs. Tilboð Orkuveitunnar var auðvitað barns síns tíma, sett fram á hápunkti þenslunnar í þjóðfélaginu. Synd að Samfylkingin skyldi ekki hafa borið gæfu til að samþykkja það strax. Í stað þess að Hafnarfjörður hefði grætt 7,5 milljarða króna á sölunni sem hægt hefði verið að nýta í niðurgreiðslu erlendra lána á meðan krónan var enn sterk, þá var tekið 3 milljarða erlent lán. Margir muna þegar bæjarstjórinn hreykti sér af því í fjölmiðlum hve hagstætt lánið hefði verið. Þetta lán stendur nú í 6 milljörðum. Í stað þess að vera með hóflega skuldsettan bæjarsjóð nema heildarskuldir Hafnarfjarðar nú um 34 milljörðum króna. Í stað þess að vera í hvað sterkastri stöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á bæjarsjóður í vandræðum með að greiða reikninga. Mikil er fjármálasnilld meirihluta Samfylkingarinnar sem stærði sig af því að árið 2008 hafi verið mesta framkvæmdaár í sögu Hafnarfjarðarbæjar. Við sjálfstæðismenn vöruðum við þessari framkvæmdagleði á þenslutímum og nú er því miður lítið svigrúm til að fara í framkvæmdir. Bæjarstjórinn segir í sjónvarpsfréttum að allar framkvæmdir ársins 2008 hafi verið fjármagnaðar af eigin fé. Reikningar bæjarins sýna annað. Fyrsta verk meirihluta Samfylkingarinnar nú á nýju ári var að taka nýtt 400 milljóna króna lán. Það lán fæst hjá Nýja Kaupþingi og er verðtryggt með 9,8% vöxtum! Athyglisvert er að til þess að fá lánið þurfti Hafnarfjarðarbær að veðsetja tvær af fasteignum sínum. Þessi lántaka og lánakjör segja meira en mörg orð um stöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í dag. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Illa hefur verið haldið á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveitarfélög á Suðurnesjum höfðu gert. Þannig hefði verið hægt að lækka skuldir bæjarins um 7,5 milljarða króna, en þá voru langtímaskuldir um 10 milljarðar króna. Samfylkingin hikaði og bærinn tapaði. Óljóst er á þessari stundu hvort Orkuveitan geti keypt hlutinn enda virðist hún hvorki vilja það né geta og ekki mega það samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs. Tilboð Orkuveitunnar var auðvitað barns síns tíma, sett fram á hápunkti þenslunnar í þjóðfélaginu. Synd að Samfylkingin skyldi ekki hafa borið gæfu til að samþykkja það strax. Í stað þess að Hafnarfjörður hefði grætt 7,5 milljarða króna á sölunni sem hægt hefði verið að nýta í niðurgreiðslu erlendra lána á meðan krónan var enn sterk, þá var tekið 3 milljarða erlent lán. Margir muna þegar bæjarstjórinn hreykti sér af því í fjölmiðlum hve hagstætt lánið hefði verið. Þetta lán stendur nú í 6 milljörðum. Í stað þess að vera með hóflega skuldsettan bæjarsjóð nema heildarskuldir Hafnarfjarðar nú um 34 milljörðum króna. Í stað þess að vera í hvað sterkastri stöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á bæjarsjóður í vandræðum með að greiða reikninga. Mikil er fjármálasnilld meirihluta Samfylkingarinnar sem stærði sig af því að árið 2008 hafi verið mesta framkvæmdaár í sögu Hafnarfjarðarbæjar. Við sjálfstæðismenn vöruðum við þessari framkvæmdagleði á þenslutímum og nú er því miður lítið svigrúm til að fara í framkvæmdir. Bæjarstjórinn segir í sjónvarpsfréttum að allar framkvæmdir ársins 2008 hafi verið fjármagnaðar af eigin fé. Reikningar bæjarins sýna annað. Fyrsta verk meirihluta Samfylkingarinnar nú á nýju ári var að taka nýtt 400 milljóna króna lán. Það lán fæst hjá Nýja Kaupþingi og er verðtryggt með 9,8% vöxtum! Athyglisvert er að til þess að fá lánið þurfti Hafnarfjarðarbær að veðsetja tvær af fasteignum sínum. Þessi lántaka og lánakjör segja meira en mörg orð um stöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í dag. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar