Verðum við menntaðri eftir kreppuna? 20. nóvember 2009 06:00 Ánægjulegt var að fá að taka þátt í upphafi þjóðfundarins í Laugardalshöll og enn ánægjulegra var að sjá þá miklu áherslu sem fundurinn lagði á menntun sem eina af mikilvægustu leiðunum út úr þeim þrengingum sem við erum nú í. Menntun er grundvallaratriði í uppbyggingu þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við. Samspil menntakerfis og félagslegs kerfisÁ síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á að efla háskólakerfið. Fleiri Íslendingar ljúka nú háskólanámi en áður og allt háskólastigið hefur stækkað mjög að umfangi, jafnvel svo að sumum þykir nóg um. Á sama tíma hefur framhaldsskólastigið fallið í skuggann, bæði hvað varðar inntak menntunar og fjármögnun. Meðal annars þess vegna var farið fram á minni hagræðingu hjá framhaldsskólum en í háskólum. Á tímum mikils atvinnuleysis er mikilvægt að huga að samspili menntakerfisins og hins félagslega kerfis. Í góðu samstarfi við félagsmálaráðherra var í haust stigið mikilvægt skref til að hvetja fólk til að sækja sér menntun. Þegar ný ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs og Samfylkingar tók við í byrjun febrúar var eitt af viðfangsefnum hennar sá mikli munur sem var á grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna og atvinnuleysisbótum en þá var grunnframfærslan 100 þúsund krónur en atvinnuleysisbætur eftir skatta um 135-140 þúsund. Mikilvægt skrefEftir fyrstu yfirferð mennta- og félagsmálaráðuneytis var niðurstaðan að torvelt væri að færa fjármuni á milli þessara kerfa, menntakerfisins og hins félagslega, en eftir kosningar í vor óskaði ég eftir því við félagsmálaráðherra að setja þessa vinnu af stað að nýju. Í sumar sátu fulltrúar okkar með fulltrúum LÍN og Vinnumálastofnunar og fundu leiðir til að hækka grunnframfærslu námslána um 20% og greiða það með sparnaði annars staðar í kerfinu. Tel ég það skref gríðarlega mikilvægt til að stuðla að auknu jafnrétti til náms og einnig til að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Í haust settum við félagsmálaráðherra síðan af stað vinnu til að kanna frekara samspil atvinnuleysistryggingakerfisins og menntakerfisins. Hefur sú vinna gengið vel og er von á skýrslu innan tíðar. Eitt af því sem vakið hefur áhyggjur mínar er hið mikla brottfall sem er í framhaldsskólum. Um það bil 95% þeirra sem sem útskrifast úr grunnskóla halda áfram í framhaldsskóla. Fyrir 25 ára aldur brautskrást hins vegar aðeins 60% af þeim sem hefja nám í framhaldsskóla. Brottfallið á þessum aldri er því 40%. Þetta eru háar tölur og alvarlegar og brýnt að leita leiða til að koma í veg fyrir svo mikið brottfall. MenntunargjáStór hluti þeirra sem útskrifast úr framhaldsskóla hefur nám í háskóla. Vegna þessa mikla brottfalls hefur á síðustu árum myndast menntunargjá hjá þjóðinni: þeim fjölgar sem eru með háskólapróf en um þriðjungur fólks á vinnumarkaði er einungis með próf úr grunnskóla. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu vinnum við nú að því að leita leiða til að minnka brottfall og vinnum að nýjum námskrám sem auka fjölbreytni framhaldsskólans. Sú vinna og það starf sem unnið er í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið mun vonandi stuðla að því að við komum út úr kreppunni menntaðri þjóð en sú sem fór inn í kreppuna. Höfundur er menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt var að fá að taka þátt í upphafi þjóðfundarins í Laugardalshöll og enn ánægjulegra var að sjá þá miklu áherslu sem fundurinn lagði á menntun sem eina af mikilvægustu leiðunum út úr þeim þrengingum sem við erum nú í. Menntun er grundvallaratriði í uppbyggingu þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við. Samspil menntakerfis og félagslegs kerfisÁ síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á að efla háskólakerfið. Fleiri Íslendingar ljúka nú háskólanámi en áður og allt háskólastigið hefur stækkað mjög að umfangi, jafnvel svo að sumum þykir nóg um. Á sama tíma hefur framhaldsskólastigið fallið í skuggann, bæði hvað varðar inntak menntunar og fjármögnun. Meðal annars þess vegna var farið fram á minni hagræðingu hjá framhaldsskólum en í háskólum. Á tímum mikils atvinnuleysis er mikilvægt að huga að samspili menntakerfisins og hins félagslega kerfis. Í góðu samstarfi við félagsmálaráðherra var í haust stigið mikilvægt skref til að hvetja fólk til að sækja sér menntun. Þegar ný ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs og Samfylkingar tók við í byrjun febrúar var eitt af viðfangsefnum hennar sá mikli munur sem var á grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna og atvinnuleysisbótum en þá var grunnframfærslan 100 þúsund krónur en atvinnuleysisbætur eftir skatta um 135-140 þúsund. Mikilvægt skrefEftir fyrstu yfirferð mennta- og félagsmálaráðuneytis var niðurstaðan að torvelt væri að færa fjármuni á milli þessara kerfa, menntakerfisins og hins félagslega, en eftir kosningar í vor óskaði ég eftir því við félagsmálaráðherra að setja þessa vinnu af stað að nýju. Í sumar sátu fulltrúar okkar með fulltrúum LÍN og Vinnumálastofnunar og fundu leiðir til að hækka grunnframfærslu námslána um 20% og greiða það með sparnaði annars staðar í kerfinu. Tel ég það skref gríðarlega mikilvægt til að stuðla að auknu jafnrétti til náms og einnig til að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Í haust settum við félagsmálaráðherra síðan af stað vinnu til að kanna frekara samspil atvinnuleysistryggingakerfisins og menntakerfisins. Hefur sú vinna gengið vel og er von á skýrslu innan tíðar. Eitt af því sem vakið hefur áhyggjur mínar er hið mikla brottfall sem er í framhaldsskólum. Um það bil 95% þeirra sem sem útskrifast úr grunnskóla halda áfram í framhaldsskóla. Fyrir 25 ára aldur brautskrást hins vegar aðeins 60% af þeim sem hefja nám í framhaldsskóla. Brottfallið á þessum aldri er því 40%. Þetta eru háar tölur og alvarlegar og brýnt að leita leiða til að koma í veg fyrir svo mikið brottfall. MenntunargjáStór hluti þeirra sem útskrifast úr framhaldsskóla hefur nám í háskóla. Vegna þessa mikla brottfalls hefur á síðustu árum myndast menntunargjá hjá þjóðinni: þeim fjölgar sem eru með háskólapróf en um þriðjungur fólks á vinnumarkaði er einungis með próf úr grunnskóla. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu vinnum við nú að því að leita leiða til að minnka brottfall og vinnum að nýjum námskrám sem auka fjölbreytni framhaldsskólans. Sú vinna og það starf sem unnið er í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið mun vonandi stuðla að því að við komum út úr kreppunni menntaðri þjóð en sú sem fór inn í kreppuna. Höfundur er menntamálaráðherra.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun