Félagshyggjustjórn - skýrt val kjósenda Skúli Helgason skrifar 9. mars 2009 00:01 Það hefur verið lenska í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkarnir gangi óbundnir til kosninga. Það er réttlætt með því að flokkarnir vilji halda öllum möguleikum opnum á stjórnarsamstarfi og vilji ekki veikja samningsstöðu sína fyrirfram með því að útiloka tiltekna kosti. Nýr formaður Framsóknarflokksins hefur þegar tilkynnt opinberlega að hann muni fylgja þessari gömlu aðferð, að vera opinn í báða enda. Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn vita því ekki hvort þeir eru að greiða atkvæði með hægri stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða félagshyggjustjórn með Samfylkingunni og VG. Þingkosningar eru eina raunverulega tækið samkvæmt stjórnskipan lýðveldisins sem almenningur hefur til að hafa áhrif á landsstjórnina. Það tæki nær hins vegar bara hálfa leið, ef flokkarnir gefa ekki skýr skilaboð fyrir kosningar um það með hverjum þeir kjósi að starfa í ríkisstjórn. Óbundna leiðin grefur því undan lýðræðinu og felur í sér ákveðna lítilsvirðingu gagnvart almenningi. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að Samfylkingin eigi nú að brjóta í blað og lýsa því yfir skýrt og skorinort að við viljum mynda félagshyggjustjórn að loknum kosningum. Stjórnarsamstarfið við VG gengur mjög vel, þar er mikil eindrægni og vilji til að koma mikilvægum aðgerðum í verk sem lúta að velferð heimila og bættu rekstrarumhverfi fyrirtækja. Á þeim fáu vikum sem stjórnin hefur starfað hefur hún þegar afgreitt 30 mál sem nú eru í meðförum Alþingis og bíða þar afgreiðslu. Ég leyfi mér að halda því fram að samstarfið fram til þessa hafi farið fram úr björtustu vonum. Núverandi ríkisstjórn var mynduð á grundvelli mestu lýðræðisvakningar í landinu í áratugi. Virkt lýðræði hefur alla tíð verið rauður þráður í stefnu Samfylkingarinnar og ég tel að skýr yfirlýsing um stjórnarsamstarf sé virðingarvottur við kjósendur og gefi þeim skýrt val um félagshyggjustjórn sem hefji hér endurreisn samfélagsins á nýjum gildum jafnaðar, réttlætis og samábyrgðar. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið lenska í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkarnir gangi óbundnir til kosninga. Það er réttlætt með því að flokkarnir vilji halda öllum möguleikum opnum á stjórnarsamstarfi og vilji ekki veikja samningsstöðu sína fyrirfram með því að útiloka tiltekna kosti. Nýr formaður Framsóknarflokksins hefur þegar tilkynnt opinberlega að hann muni fylgja þessari gömlu aðferð, að vera opinn í báða enda. Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn vita því ekki hvort þeir eru að greiða atkvæði með hægri stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða félagshyggjustjórn með Samfylkingunni og VG. Þingkosningar eru eina raunverulega tækið samkvæmt stjórnskipan lýðveldisins sem almenningur hefur til að hafa áhrif á landsstjórnina. Það tæki nær hins vegar bara hálfa leið, ef flokkarnir gefa ekki skýr skilaboð fyrir kosningar um það með hverjum þeir kjósi að starfa í ríkisstjórn. Óbundna leiðin grefur því undan lýðræðinu og felur í sér ákveðna lítilsvirðingu gagnvart almenningi. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að Samfylkingin eigi nú að brjóta í blað og lýsa því yfir skýrt og skorinort að við viljum mynda félagshyggjustjórn að loknum kosningum. Stjórnarsamstarfið við VG gengur mjög vel, þar er mikil eindrægni og vilji til að koma mikilvægum aðgerðum í verk sem lúta að velferð heimila og bættu rekstrarumhverfi fyrirtækja. Á þeim fáu vikum sem stjórnin hefur starfað hefur hún þegar afgreitt 30 mál sem nú eru í meðförum Alþingis og bíða þar afgreiðslu. Ég leyfi mér að halda því fram að samstarfið fram til þessa hafi farið fram úr björtustu vonum. Núverandi ríkisstjórn var mynduð á grundvelli mestu lýðræðisvakningar í landinu í áratugi. Virkt lýðræði hefur alla tíð verið rauður þráður í stefnu Samfylkingarinnar og ég tel að skýr yfirlýsing um stjórnarsamstarf sé virðingarvottur við kjósendur og gefi þeim skýrt val um félagshyggjustjórn sem hefji hér endurreisn samfélagsins á nýjum gildum jafnaðar, réttlætis og samábyrgðar. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun