Ríkisstjórn biðstöðunnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2009 05:00 Það er ekki sérlega mikið í tísku að líta björtum augum til framtíðarinnar, allt að því að maður sé litinn hornauga ef talað er um þau tækifæri sem gefast á erfiðum tímum. Þau eru nefnilega mýmörg ef rétt er á málum haldið. En að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Við Sjálfstæðismenn endurmetum nú fortíðina á opinskáan og heiðarlegan hátt. Það er nauðsynlegt svo hægt verði að skapa traust bæði innan og utan flokksins. Ég held að flestir átti sig á hvað betur mátti fara. Má nefna þröngt eignarhald á bönkum við einkavæðingu, lítið gegnsæi, áhættusækni, eftirliti var ábótavant og fleira. Þetta er margrætt og verður áfram. Færri hafa viljað ræða um þær pólitísku ákvarðanir fortíðarinnar sem þó hafa leitt til þess að viðspyrna okkar Íslendinga er meiri en ella hefði verið. Þegar hinn Svein Harald Oygard tók við embætti seðlabankastjóra þá tiltók hann þrjá þætti er gæfu tilefni til bjartsýni. Í fyrsta lagi sagði hann ríkissjóð hafa verið rekinn með afgangi fyrir hrun bankanna. Þetta er ekki sjálfgefið. Við skulum ekki gleyma því að það voru pólitískar ákvarðanir sem leiddu til þess að farið var að greiða niður skuldir og lán ríkissjóðs. Voru þó ýmsir góðkunningjar sem vildu allt til þess gera að setja fjármagnið í ýmis „góð" mál í stað niðurgreiðslu skulda. Í annan stað nefndi hinn nýi seðlabankastjóri vel menntað fólk. Ég tek undir það. Við settum okkur t.a.m. það nauðsynlega takmark að fjölga nemendum á háskólastigi og efla rannsóknir. Það tókst. Samspil einkarekstrar og opinbers rekstrar í skólamálum var aukið án þess að ógna jöfnum tækifærum til náms. Það stuðlaði að aukinni skólasókn og fleiri valmöguleikum á háskólastigi en áður höfðu sést. Einnig voru settar fram auknar kröfur um gæði náms og rannsókna en slíkar kröfur efla samkeppnishæfni okkar á alþjóðavísu. Þetta voru pólitískar ákvarðanir teknar undir forystu Sjálfstæðismanna. Í þriðja lagi gat hinn norski seðlabankastjóri Íslands þess að hér væri vinnusamt og duglegt fólk. Það er rétt. Hér er fólk sem hefur stuðlað að uppbyggingu öflugra atvinnuvega hvort sem er á sviði rannsókna, nýsköpunar, iðnaðar, menningar, landbúnaðar, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Hér er fólk sem vill horfa fram á atvinnutækifæri og að unnið sé að því að verja þau störf sem fyrir eru í landinu. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, hverjum sem um er að kenna, þá þarf nú að taka ákvarðanir, réttar ákvarðanir. Þess vegna höfum við ekki efni á hræðslu við að taka á nauðsynlegri hagræðingu í ríkisrekstri og ákvörðunum um skynsamlega nýtingu orkuauðlinda. Svo ekki sé minnst á peningamálastefnuna. Í ljósi þróunar síðustu vikna er raunveruleg hætta á að hinar vinnufúsu hendur standi frammi fyrir þeim bráðavanda að hér er biðstofuríkisstjórn. Að hér er komin vinstri ríkisstjórn sem verður bara á gamalkunnugu rauðu ljósi. Á mæltu máli þýðir það stöðnun. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki sérlega mikið í tísku að líta björtum augum til framtíðarinnar, allt að því að maður sé litinn hornauga ef talað er um þau tækifæri sem gefast á erfiðum tímum. Þau eru nefnilega mýmörg ef rétt er á málum haldið. En að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Við Sjálfstæðismenn endurmetum nú fortíðina á opinskáan og heiðarlegan hátt. Það er nauðsynlegt svo hægt verði að skapa traust bæði innan og utan flokksins. Ég held að flestir átti sig á hvað betur mátti fara. Má nefna þröngt eignarhald á bönkum við einkavæðingu, lítið gegnsæi, áhættusækni, eftirliti var ábótavant og fleira. Þetta er margrætt og verður áfram. Færri hafa viljað ræða um þær pólitísku ákvarðanir fortíðarinnar sem þó hafa leitt til þess að viðspyrna okkar Íslendinga er meiri en ella hefði verið. Þegar hinn Svein Harald Oygard tók við embætti seðlabankastjóra þá tiltók hann þrjá þætti er gæfu tilefni til bjartsýni. Í fyrsta lagi sagði hann ríkissjóð hafa verið rekinn með afgangi fyrir hrun bankanna. Þetta er ekki sjálfgefið. Við skulum ekki gleyma því að það voru pólitískar ákvarðanir sem leiddu til þess að farið var að greiða niður skuldir og lán ríkissjóðs. Voru þó ýmsir góðkunningjar sem vildu allt til þess gera að setja fjármagnið í ýmis „góð" mál í stað niðurgreiðslu skulda. Í annan stað nefndi hinn nýi seðlabankastjóri vel menntað fólk. Ég tek undir það. Við settum okkur t.a.m. það nauðsynlega takmark að fjölga nemendum á háskólastigi og efla rannsóknir. Það tókst. Samspil einkarekstrar og opinbers rekstrar í skólamálum var aukið án þess að ógna jöfnum tækifærum til náms. Það stuðlaði að aukinni skólasókn og fleiri valmöguleikum á háskólastigi en áður höfðu sést. Einnig voru settar fram auknar kröfur um gæði náms og rannsókna en slíkar kröfur efla samkeppnishæfni okkar á alþjóðavísu. Þetta voru pólitískar ákvarðanir teknar undir forystu Sjálfstæðismanna. Í þriðja lagi gat hinn norski seðlabankastjóri Íslands þess að hér væri vinnusamt og duglegt fólk. Það er rétt. Hér er fólk sem hefur stuðlað að uppbyggingu öflugra atvinnuvega hvort sem er á sviði rannsókna, nýsköpunar, iðnaðar, menningar, landbúnaðar, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Hér er fólk sem vill horfa fram á atvinnutækifæri og að unnið sé að því að verja þau störf sem fyrir eru í landinu. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, hverjum sem um er að kenna, þá þarf nú að taka ákvarðanir, réttar ákvarðanir. Þess vegna höfum við ekki efni á hræðslu við að taka á nauðsynlegri hagræðingu í ríkisrekstri og ákvörðunum um skynsamlega nýtingu orkuauðlinda. Svo ekki sé minnst á peningamálastefnuna. Í ljósi þróunar síðustu vikna er raunveruleg hætta á að hinar vinnufúsu hendur standi frammi fyrir þeim bráðavanda að hér er biðstofuríkisstjórn. Að hér er komin vinstri ríkisstjórn sem verður bara á gamalkunnugu rauðu ljósi. Á mæltu máli þýðir það stöðnun. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun