Grænar ferðir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 19. nóvember 2008 05:00 Í gær var samþykkt einróma í borgarstjórn stefna borgarinnar í samgöngumálum starfsmanna og fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar. Grænar ferðir er stefna sem hefur áhrif á ferðamáta starfsmanna borgarinnar. Reykjavíkurborg vill með þessu sýna fordæmi með því að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi sinni. Reykjavíkurborg sýnir fordæmi með því að innleiða nýja hugsun varðandi ferðir starfsmanna, með því að stuðla að jöfnum tækifærum þeirra sem velja annað en einkabílinn og með því að innleiða vistvænar samgöngur sem notaðar eru í vinnuferðir hjá borginni. Undir vistvænar samgöngur flokkast meðal annars hjólreiðar, ganga, almenningssamgöngur og notkun visthæfra bíla. Stefnan Grænar ferðir er hluti af grænum skrefum í Reykjavík og er liður í því heildarmarkmiði að draga úr bílastæðaþörf, umferðarmyndun á háannatíma í borginni og í því að bæta loftgæði í borginni. Bílum í Reykjavík fjölgaði um 40 prósent frá 1999-2007 á meðan íbúum fjölgaði um 7 prósent. Fjöldi bíla á hverja þúsund íbúa var 676 árið 2007 sem er langt langt umfram þær borgir sem við berum okkur saman við. Rúmlega fimmtungur gróðurhúsalofttegunda sem losaðar eru út í andrúmsloftið koma frá samgöngutækjum. Auknum bílafjölda fylgir aukin mengun og tafir í umferð og hefur neikvæð áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag. Innleiðing vistvæns samgöngumáta í starfsemi borgarinnar felur m.a. í sér að reiðhjól og visthæfar bifreiðar eigi að standa starfsmönnum Reykjavíkur til boða vegna vinnuferða í borginni, tryggja góða aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi, fjárfest skal í visthæfum farartækjum þar sem kostur er og taka upp samgöngusamninga við nýtt starfsfólk þar sem það á við í stað aksturssamninga. Samgöngusamningar geta tekið til ólíkra farartækja og ferðamáta, s.s. gangandi, með strætisvagni, á bifreið eða hjólandi, en skulu ávallt hafa það að markmiði að auka hlut vistvæns ferðamáta í vinnuferðum á vegum borgarinnar. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í gær var samþykkt einróma í borgarstjórn stefna borgarinnar í samgöngumálum starfsmanna og fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar. Grænar ferðir er stefna sem hefur áhrif á ferðamáta starfsmanna borgarinnar. Reykjavíkurborg vill með þessu sýna fordæmi með því að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi sinni. Reykjavíkurborg sýnir fordæmi með því að innleiða nýja hugsun varðandi ferðir starfsmanna, með því að stuðla að jöfnum tækifærum þeirra sem velja annað en einkabílinn og með því að innleiða vistvænar samgöngur sem notaðar eru í vinnuferðir hjá borginni. Undir vistvænar samgöngur flokkast meðal annars hjólreiðar, ganga, almenningssamgöngur og notkun visthæfra bíla. Stefnan Grænar ferðir er hluti af grænum skrefum í Reykjavík og er liður í því heildarmarkmiði að draga úr bílastæðaþörf, umferðarmyndun á háannatíma í borginni og í því að bæta loftgæði í borginni. Bílum í Reykjavík fjölgaði um 40 prósent frá 1999-2007 á meðan íbúum fjölgaði um 7 prósent. Fjöldi bíla á hverja þúsund íbúa var 676 árið 2007 sem er langt langt umfram þær borgir sem við berum okkur saman við. Rúmlega fimmtungur gróðurhúsalofttegunda sem losaðar eru út í andrúmsloftið koma frá samgöngutækjum. Auknum bílafjölda fylgir aukin mengun og tafir í umferð og hefur neikvæð áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag. Innleiðing vistvæns samgöngumáta í starfsemi borgarinnar felur m.a. í sér að reiðhjól og visthæfar bifreiðar eigi að standa starfsmönnum Reykjavíkur til boða vegna vinnuferða í borginni, tryggja góða aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi, fjárfest skal í visthæfum farartækjum þar sem kostur er og taka upp samgöngusamninga við nýtt starfsfólk þar sem það á við í stað aksturssamninga. Samgöngusamningar geta tekið til ólíkra farartækja og ferðamáta, s.s. gangandi, með strætisvagni, á bifreið eða hjólandi, en skulu ávallt hafa það að markmiði að auka hlut vistvæns ferðamáta í vinnuferðum á vegum borgarinnar. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun