Grænar ferðir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 19. nóvember 2008 05:00 Í gær var samþykkt einróma í borgarstjórn stefna borgarinnar í samgöngumálum starfsmanna og fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar. Grænar ferðir er stefna sem hefur áhrif á ferðamáta starfsmanna borgarinnar. Reykjavíkurborg vill með þessu sýna fordæmi með því að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi sinni. Reykjavíkurborg sýnir fordæmi með því að innleiða nýja hugsun varðandi ferðir starfsmanna, með því að stuðla að jöfnum tækifærum þeirra sem velja annað en einkabílinn og með því að innleiða vistvænar samgöngur sem notaðar eru í vinnuferðir hjá borginni. Undir vistvænar samgöngur flokkast meðal annars hjólreiðar, ganga, almenningssamgöngur og notkun visthæfra bíla. Stefnan Grænar ferðir er hluti af grænum skrefum í Reykjavík og er liður í því heildarmarkmiði að draga úr bílastæðaþörf, umferðarmyndun á háannatíma í borginni og í því að bæta loftgæði í borginni. Bílum í Reykjavík fjölgaði um 40 prósent frá 1999-2007 á meðan íbúum fjölgaði um 7 prósent. Fjöldi bíla á hverja þúsund íbúa var 676 árið 2007 sem er langt langt umfram þær borgir sem við berum okkur saman við. Rúmlega fimmtungur gróðurhúsalofttegunda sem losaðar eru út í andrúmsloftið koma frá samgöngutækjum. Auknum bílafjölda fylgir aukin mengun og tafir í umferð og hefur neikvæð áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag. Innleiðing vistvæns samgöngumáta í starfsemi borgarinnar felur m.a. í sér að reiðhjól og visthæfar bifreiðar eigi að standa starfsmönnum Reykjavíkur til boða vegna vinnuferða í borginni, tryggja góða aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi, fjárfest skal í visthæfum farartækjum þar sem kostur er og taka upp samgöngusamninga við nýtt starfsfólk þar sem það á við í stað aksturssamninga. Samgöngusamningar geta tekið til ólíkra farartækja og ferðamáta, s.s. gangandi, með strætisvagni, á bifreið eða hjólandi, en skulu ávallt hafa það að markmiði að auka hlut vistvæns ferðamáta í vinnuferðum á vegum borgarinnar. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Í gær var samþykkt einróma í borgarstjórn stefna borgarinnar í samgöngumálum starfsmanna og fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar. Grænar ferðir er stefna sem hefur áhrif á ferðamáta starfsmanna borgarinnar. Reykjavíkurborg vill með þessu sýna fordæmi með því að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi sinni. Reykjavíkurborg sýnir fordæmi með því að innleiða nýja hugsun varðandi ferðir starfsmanna, með því að stuðla að jöfnum tækifærum þeirra sem velja annað en einkabílinn og með því að innleiða vistvænar samgöngur sem notaðar eru í vinnuferðir hjá borginni. Undir vistvænar samgöngur flokkast meðal annars hjólreiðar, ganga, almenningssamgöngur og notkun visthæfra bíla. Stefnan Grænar ferðir er hluti af grænum skrefum í Reykjavík og er liður í því heildarmarkmiði að draga úr bílastæðaþörf, umferðarmyndun á háannatíma í borginni og í því að bæta loftgæði í borginni. Bílum í Reykjavík fjölgaði um 40 prósent frá 1999-2007 á meðan íbúum fjölgaði um 7 prósent. Fjöldi bíla á hverja þúsund íbúa var 676 árið 2007 sem er langt langt umfram þær borgir sem við berum okkur saman við. Rúmlega fimmtungur gróðurhúsalofttegunda sem losaðar eru út í andrúmsloftið koma frá samgöngutækjum. Auknum bílafjölda fylgir aukin mengun og tafir í umferð og hefur neikvæð áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag. Innleiðing vistvæns samgöngumáta í starfsemi borgarinnar felur m.a. í sér að reiðhjól og visthæfar bifreiðar eigi að standa starfsmönnum Reykjavíkur til boða vegna vinnuferða í borginni, tryggja góða aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi, fjárfest skal í visthæfum farartækjum þar sem kostur er og taka upp samgöngusamninga við nýtt starfsfólk þar sem það á við í stað aksturssamninga. Samgöngusamningar geta tekið til ólíkra farartækja og ferðamáta, s.s. gangandi, með strætisvagni, á bifreið eða hjólandi, en skulu ávallt hafa það að markmiði að auka hlut vistvæns ferðamáta í vinnuferðum á vegum borgarinnar. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun