Olíuverðið skaust í sögulegar hæðir 10. mars 2008 21:29 Frá bandarískum hlutabréfamarkaði. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað um heil 25 prósent síðastliðinn mánuð og spá fjármálasérfræðingar að það muni hækka nokkuð næstu daga áður en það gefur eftir. Forsvarsmenn OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, fjölluðu um olíuverðið á fundi sínum í Vínarborg í Austurríki í síðustu viku. Niðurstaðan var sú að jafnvægi væri á milli framboðs og eftirspurnar og lægju aðrir þættir að baki verðhækkuninni, svo sem spákaupmennska og snörp lækkun á gengi bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkana vestanhafs frá í enda sumars. Gengið hækkaði þó lítillega í dag. Fulltrúar OPEC-ríkjanna ákváðu því að halda framleiðslukvótum óbreyttum. Þróun olíuverðsins er hliðstæð þróun á hrávörumarkaði um þessar mundir en fjárfestar hafa fært sig nær honum í auknum mæli eftir því sem óróleiki hefur aukist á hlutabréfamörkuðum. Enn einn skellurinn varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs segir að vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi - mikilla uppsagna og útlits fyrir aukin vanskil sem geti leitt til samdráttarskeiðs - geti svo farið að bandaríski seðlabankinn boði til neyðarfundar og lækki stýrivexti fyrir boðaðan vaxtaákvörðunardag 18. mars næstkomandi. Í spá deildarinnar var reiknað með að svo gæti farið að stýrivextir yrðu lækkaðir jafnvel í dag og aftur í næstu viku. Spá dagsins gekk hins vegar ekki eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,29 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,95 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað um heil 25 prósent síðastliðinn mánuð og spá fjármálasérfræðingar að það muni hækka nokkuð næstu daga áður en það gefur eftir. Forsvarsmenn OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, fjölluðu um olíuverðið á fundi sínum í Vínarborg í Austurríki í síðustu viku. Niðurstaðan var sú að jafnvægi væri á milli framboðs og eftirspurnar og lægju aðrir þættir að baki verðhækkuninni, svo sem spákaupmennska og snörp lækkun á gengi bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkana vestanhafs frá í enda sumars. Gengið hækkaði þó lítillega í dag. Fulltrúar OPEC-ríkjanna ákváðu því að halda framleiðslukvótum óbreyttum. Þróun olíuverðsins er hliðstæð þróun á hrávörumarkaði um þessar mundir en fjárfestar hafa fært sig nær honum í auknum mæli eftir því sem óróleiki hefur aukist á hlutabréfamörkuðum. Enn einn skellurinn varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs segir að vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi - mikilla uppsagna og útlits fyrir aukin vanskil sem geti leitt til samdráttarskeiðs - geti svo farið að bandaríski seðlabankinn boði til neyðarfundar og lækki stýrivexti fyrir boðaðan vaxtaákvörðunardag 18. mars næstkomandi. Í spá deildarinnar var reiknað með að svo gæti farið að stýrivextir yrðu lækkaðir jafnvel í dag og aftur í næstu viku. Spá dagsins gekk hins vegar ekki eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,29 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,95 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent