Á meðan flestir aðilar á verðbréfamörkuðum heims bera sig illa fagna eigendur, starfsmenn og viðskiptavinir norska fjárfestingarsjóðsins Skagen. Sjóðnum tókst furðuvel að halda sjó síðustu mánuði og við ársuppgjör í vikunni var ávöxtunin svo góð að hver einasti starfsmaður fékk sem svarar um tólf milljónum íslenskra króna í bónus.
Norska úrvalsvísitalan féll um tuttugu prósent fyrstu tuttugu dagana í janúar.