Franski bankinn kærir verðbréfaskúrkinn 25. janúar 2008 09:39 Daniel Bouton, forstjóri Societe Generale, er hann greindi frá málinu á blaðamannafundi í gær. Mynd/AFP Franski bankinn Societe Generale hefur höfðað mál á hendur Jerome Kerviel, miðlaranum sem sagt var upp störfum hjá bankanum fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að jafnvirði 480 milljarða íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans. Viðskipti voru stöðvuð til skamms tíma með hlutabréf í bankanum í gær eftir að tilkynnt var um málið en bankastjórnin uppgötvaði það um helgina. Hún hefur ekki sagt hvaða maður eigi hlut að máli en fjölmiðlar flögguðu því í gær að hann héti Jerome Kerviel, væri 31 árs og fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri yfir verðbréfa- og afleiðuviðskiptum bankans. Spákaupmennska Kerviels er eins sú umsvifamesta í sögunni. Til samanburðar er verðbréfaskúrkurinn Nick Leeson, sem með spákaupmennsku sinni með japanska jenið olli gjaldþroti Baringsbanka fyrir þrettán árum, smápeð í samanburði. Hann tapaði rétt um 92 milljörðum íslenskra króna að núvirði. Daniel Bouton, forstjóri Societe Generale, bað hluthafa afsökunar á því að innra eftirlit bankans hafi ekki orðið gjörningsins vart í tæka tíð og baðst lausnar frá starfi. Bankastjórnin tók það hins vegar ekki í mál en fjármálasérfræðingar segja framtíð hans óljósa, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þeir segja sömuleiðis að þótt bankinn hafi gripið til aðgerða til að bæta eiginfjárstöðuna í skugga tapsins þá sé hann mjög viðkvæmur um þessar mundir og geti orðið yfirtöku að bráð. Gengi hlutabréfa í Societe Generale féll um 4,1 prósent eftir að viðskipti hófust með þau í kauphöllinni í París í gær. Það hefur gengið til baka að nokkru leyti í dag en gengið hækkaði um 2,7 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Franski bankinn Societe Generale hefur höfðað mál á hendur Jerome Kerviel, miðlaranum sem sagt var upp störfum hjá bankanum fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að jafnvirði 480 milljarða íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans. Viðskipti voru stöðvuð til skamms tíma með hlutabréf í bankanum í gær eftir að tilkynnt var um málið en bankastjórnin uppgötvaði það um helgina. Hún hefur ekki sagt hvaða maður eigi hlut að máli en fjölmiðlar flögguðu því í gær að hann héti Jerome Kerviel, væri 31 árs og fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri yfir verðbréfa- og afleiðuviðskiptum bankans. Spákaupmennska Kerviels er eins sú umsvifamesta í sögunni. Til samanburðar er verðbréfaskúrkurinn Nick Leeson, sem með spákaupmennsku sinni með japanska jenið olli gjaldþroti Baringsbanka fyrir þrettán árum, smápeð í samanburði. Hann tapaði rétt um 92 milljörðum íslenskra króna að núvirði. Daniel Bouton, forstjóri Societe Generale, bað hluthafa afsökunar á því að innra eftirlit bankans hafi ekki orðið gjörningsins vart í tæka tíð og baðst lausnar frá starfi. Bankastjórnin tók það hins vegar ekki í mál en fjármálasérfræðingar segja framtíð hans óljósa, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þeir segja sömuleiðis að þótt bankinn hafi gripið til aðgerða til að bæta eiginfjárstöðuna í skugga tapsins þá sé hann mjög viðkvæmur um þessar mundir og geti orðið yfirtöku að bráð. Gengi hlutabréfa í Societe Generale féll um 4,1 prósent eftir að viðskipti hófust með þau í kauphöllinni í París í gær. Það hefur gengið til baka að nokkru leyti í dag en gengið hækkaði um 2,7 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira