Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan 2. janúar 2008 10:56 Benazir Bhutto, fyrrum leiðtogi Þjóðarflokksins í Pakistan. Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. Óvissuástand ríkir nú í Pakistan um hvort og hvenær kosningar verði haldnar, að sögn fréttaveitunnar Thomson Financial, sem bætir við að ástandið hafi smitað út frá sér til hlutabréfamarkaðarins. Upphaflega stóð til að boða til kosninga 8. janúar næstkomandi. Reiknað er með að niðurstaða fáist í málið um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. Gengi aðalvísitölunnar í kauphöllinni í Karachi í Pakistan féll um 2,3 prósent við lokun markaðar þar í landi í dag. Á mánudag var fyrsti viðskiptadagurinn eftir morðið á Bhutto og féll vísitalan við það um 4,76 prósent og aftur um 2,9 prósent í gær. Morðið hafði sömuleiðis áhrif langt út fyrir landsteina en fjármálaskýrendur í Bandaríkjunum segja það hafa dregið vísitölur þar í landi niður.Fréttaveitan hefur eftir Shoaib Memon, forstjóra kauphallarinnar, að óvíst sé hvenær endir verði bundinn á óróleikann og geti allt eins verið að markaðir falli enn á ný verði neyðarlög sett í landinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. Óvissuástand ríkir nú í Pakistan um hvort og hvenær kosningar verði haldnar, að sögn fréttaveitunnar Thomson Financial, sem bætir við að ástandið hafi smitað út frá sér til hlutabréfamarkaðarins. Upphaflega stóð til að boða til kosninga 8. janúar næstkomandi. Reiknað er með að niðurstaða fáist í málið um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. Gengi aðalvísitölunnar í kauphöllinni í Karachi í Pakistan féll um 2,3 prósent við lokun markaðar þar í landi í dag. Á mánudag var fyrsti viðskiptadagurinn eftir morðið á Bhutto og féll vísitalan við það um 4,76 prósent og aftur um 2,9 prósent í gær. Morðið hafði sömuleiðis áhrif langt út fyrir landsteina en fjármálaskýrendur í Bandaríkjunum segja það hafa dregið vísitölur þar í landi niður.Fréttaveitan hefur eftir Shoaib Memon, forstjóra kauphallarinnar, að óvíst sé hvenær endir verði bundinn á óróleikann og geti allt eins verið að markaðir falli enn á ný verði neyðarlög sett í landinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira