Okkar stefna í framkvæmd: Að standa með fólkinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. desember 2008 05:00 :Magnaðir eru tímarnir fyrir margra hluta sakir. Bankahrun og kollsteypur fjölskyldna og fyrirtækja. Við stjórnvölinn er svo ríkisstjórn sem hefur glatað öllu trausti kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarflokkarnir bera ábyrgðina, þeir báðir, ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir? Frést hefur af flötum niðurskurði, 10% á einum stað, 20% í utanríkisráðuneytinu þar sem Varnarmálastofnun er á sínum stað en skorin er niður þróunaraðstoð. Hver ákveður prósentin 10? Fjármálaráðherrann? Ráðuneytisstjórinn sem liggur undir ámæli fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar í eigin þágu? Hvaðan kemur krafan? Frá fjárlaganefndinni, þinginu þar sem fjárveitingarvaldið er? Hver er stefnan? Á hverju eigum við von, þjóðin, sem er að reyna að botna í ástandinu? Þjóðin sem núna horfir á Egil, mætir á Austurvöll, hrópar úti, ber í borðið heima, fyllist reiði og vonleysi á víxl. Stundum meira að segja heift. Hver er meginstefna ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður? Reykjavíkurborg hefur sammælst, þverpólitískt, um aðgerðaáætlun þar sem þrjár meginreglur voru kynntar strax í byrjun október. 1. Við stöndum vörð um grunnþjónustuna. 2. Við hækkum ekki gjaldskrárnar. 3. Við verjum störfin. Þessar áherslur eru félagslegar, bera þess merki að vera lagðar fram í samstöðu, með aðild Vinstri grænna og Samfylkingar. Þetta eru félagslegar áherslur sem allir hafa fallist á. Þótt við séum í minnihluta. En framkvæmd stefnunnar væri að sjálfsögðu í öruggari í höndum meirihluta sem við ættum aðild að. En samt sýnir þessi niðurstaða árangur, mikilvægan árangur. Þessar áherslur snúast um að reyna að tryggja að borgaryfirvöld standi með borgarbúum. Aðgerðaráætlun borgarinnar snýst um hagstjórn, um að standa með borgarbúum, um að verjast atvinnuleysi eins og unnt er, um að standa með starfsfólkinu. Með hverjum stendur ríkisstjórn Íslands þegar enn einn blaðamannafundurinn er haldinn og nú um atvinnumál á sama tíma og verið er að reka fólk frá Ríkisútvarpinu og ríkisstarfsmenn bíða milli vonar og ótta? Þverpólitísk aðgerðaráætlun borgarstjórnar var hugsuð til þess að draga úr óvissu. Að starfsfólk borgarinnar vissi á hverju það ætti von en ekki síður borgarbúar allir. Grunnþjónustan verður varin, gjaldskrárnar ekki hækkaðar og starfsfólkið heldur störfunum. Á óvissutímum þarf að draga úr óvissu. Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist á öllum sviðum og þar er einna alvarlegast að halda almenningi óupplýstum, hræddum og efins. Traustið er farið og verður ekki endurnýjað nema með kosningum og nýju umboði. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
:Magnaðir eru tímarnir fyrir margra hluta sakir. Bankahrun og kollsteypur fjölskyldna og fyrirtækja. Við stjórnvölinn er svo ríkisstjórn sem hefur glatað öllu trausti kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarflokkarnir bera ábyrgðina, þeir báðir, ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir? Frést hefur af flötum niðurskurði, 10% á einum stað, 20% í utanríkisráðuneytinu þar sem Varnarmálastofnun er á sínum stað en skorin er niður þróunaraðstoð. Hver ákveður prósentin 10? Fjármálaráðherrann? Ráðuneytisstjórinn sem liggur undir ámæli fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar í eigin þágu? Hvaðan kemur krafan? Frá fjárlaganefndinni, þinginu þar sem fjárveitingarvaldið er? Hver er stefnan? Á hverju eigum við von, þjóðin, sem er að reyna að botna í ástandinu? Þjóðin sem núna horfir á Egil, mætir á Austurvöll, hrópar úti, ber í borðið heima, fyllist reiði og vonleysi á víxl. Stundum meira að segja heift. Hver er meginstefna ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður? Reykjavíkurborg hefur sammælst, þverpólitískt, um aðgerðaáætlun þar sem þrjár meginreglur voru kynntar strax í byrjun október. 1. Við stöndum vörð um grunnþjónustuna. 2. Við hækkum ekki gjaldskrárnar. 3. Við verjum störfin. Þessar áherslur eru félagslegar, bera þess merki að vera lagðar fram í samstöðu, með aðild Vinstri grænna og Samfylkingar. Þetta eru félagslegar áherslur sem allir hafa fallist á. Þótt við séum í minnihluta. En framkvæmd stefnunnar væri að sjálfsögðu í öruggari í höndum meirihluta sem við ættum aðild að. En samt sýnir þessi niðurstaða árangur, mikilvægan árangur. Þessar áherslur snúast um að reyna að tryggja að borgaryfirvöld standi með borgarbúum. Aðgerðaráætlun borgarinnar snýst um hagstjórn, um að standa með borgarbúum, um að verjast atvinnuleysi eins og unnt er, um að standa með starfsfólkinu. Með hverjum stendur ríkisstjórn Íslands þegar enn einn blaðamannafundurinn er haldinn og nú um atvinnumál á sama tíma og verið er að reka fólk frá Ríkisútvarpinu og ríkisstarfsmenn bíða milli vonar og ótta? Þverpólitísk aðgerðaráætlun borgarstjórnar var hugsuð til þess að draga úr óvissu. Að starfsfólk borgarinnar vissi á hverju það ætti von en ekki síður borgarbúar allir. Grunnþjónustan verður varin, gjaldskrárnar ekki hækkaðar og starfsfólkið heldur störfunum. Á óvissutímum þarf að draga úr óvissu. Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist á öllum sviðum og þar er einna alvarlegast að halda almenningi óupplýstum, hræddum og efins. Traustið er farið og verður ekki endurnýjað nema með kosningum og nýju umboði. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun