Hljóp 530 km í maí 2. júlí 2008 00:01 Börkur Árnason undirbýr sig nú af krafti fyrir 166 kílómetra hlaup í kringum Mont Blanc sem fer fram í lok ágúst. Mynd/ragnheiður guðmundsdóttir „Ég hljóp 530 kílómetra í maí, sem er met hjá mér, Ég reikna með að hlaupa 400 kílómetra á mánuði fram að Mont Blanc-hlaupinu í lok ágúst,“ segir Börkur Árnason, sjóðsstjóri hjá Íslenskum verðbréfum á Akureyri. Hann býr sig nú undir þátttöku í einu stærsta og erfiðasta fjallahlaupi í Evrópu, en hann tók einnig þátt í því í fyrra. ,,Hlaupið í fyrra var mikil upplifun enda frábært útsýni og mikil stemning í kringum þetta hlaup. Þetta var vissulega erfitt, mikill hiti var á tímabili sem gerði hlaupurum erfitt fyrir og sá ég þann kost vænstan að henda mér niður á dýnu í hálftíma eftir 25 klukkustundir á ferðinni til að safna smá orku fyrir „endasprettinn“ sem tók bara tíu tíma. En það var ólýsanlega gaman að koma í mark snemma á sunnudagsmorgun í Chamonix eftir að hafa farið þessa löngu og erfiðu leið,“ segir Börkur. Hlaupaleiðin liggur í kringum fjallið Mont Blanc, í gegnum Frakkland, Sviss og Ítalíu. Hlaupið er yfir fjöldann allan af fjöllum og fjallaskörðum og þar af eru fjögur fjöll sem eru í 2.500 metra hæð. Hlaupið er alls 166 kílómetrar að lengd. Hann segist fyrst hafa byrjað að hlaupa af einhverju marki árið 2002. Yfirleitt æfir hann ekki mikið í lok árs en byrjar aftur markvisst í kringum áramót. ,,Ég lagði meiri áherslu á styrktaræfingar í vetur en áður,“ segir Börkur. Börkur tók einnig þátt í fyrsta 100 kílómetra hlaupinu sem haldið var hérlendis í byrjun mánaðarins, sem og Mývatnsmaraþoni vikuna áður. Hann stefnir að því að taka þátt í Laugavegsmaraþoni og Jökulsárhlaupi nú í júlí en reiknar ekki með að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem er haldið vikuna fyrir Mont Blanc-hlaupið. Hugsanlega bætist við eitt 180 km hlaup í Bretlandi seinna í haust. Þess má til gamans geta að Börkur tók ,,létt skokk“ um liðna helgi og hljóp Fimmvörðuhálsinn á innan við þremur klukkustundum. Héðan og þaðan Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
„Ég hljóp 530 kílómetra í maí, sem er met hjá mér, Ég reikna með að hlaupa 400 kílómetra á mánuði fram að Mont Blanc-hlaupinu í lok ágúst,“ segir Börkur Árnason, sjóðsstjóri hjá Íslenskum verðbréfum á Akureyri. Hann býr sig nú undir þátttöku í einu stærsta og erfiðasta fjallahlaupi í Evrópu, en hann tók einnig þátt í því í fyrra. ,,Hlaupið í fyrra var mikil upplifun enda frábært útsýni og mikil stemning í kringum þetta hlaup. Þetta var vissulega erfitt, mikill hiti var á tímabili sem gerði hlaupurum erfitt fyrir og sá ég þann kost vænstan að henda mér niður á dýnu í hálftíma eftir 25 klukkustundir á ferðinni til að safna smá orku fyrir „endasprettinn“ sem tók bara tíu tíma. En það var ólýsanlega gaman að koma í mark snemma á sunnudagsmorgun í Chamonix eftir að hafa farið þessa löngu og erfiðu leið,“ segir Börkur. Hlaupaleiðin liggur í kringum fjallið Mont Blanc, í gegnum Frakkland, Sviss og Ítalíu. Hlaupið er yfir fjöldann allan af fjöllum og fjallaskörðum og þar af eru fjögur fjöll sem eru í 2.500 metra hæð. Hlaupið er alls 166 kílómetrar að lengd. Hann segist fyrst hafa byrjað að hlaupa af einhverju marki árið 2002. Yfirleitt æfir hann ekki mikið í lok árs en byrjar aftur markvisst í kringum áramót. ,,Ég lagði meiri áherslu á styrktaræfingar í vetur en áður,“ segir Börkur. Börkur tók einnig þátt í fyrsta 100 kílómetra hlaupinu sem haldið var hérlendis í byrjun mánaðarins, sem og Mývatnsmaraþoni vikuna áður. Hann stefnir að því að taka þátt í Laugavegsmaraþoni og Jökulsárhlaupi nú í júlí en reiknar ekki með að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem er haldið vikuna fyrir Mont Blanc-hlaupið. Hugsanlega bætist við eitt 180 km hlaup í Bretlandi seinna í haust. Þess má til gamans geta að Börkur tók ,,létt skokk“ um liðna helgi og hljóp Fimmvörðuhálsinn á innan við þremur klukkustundum.
Héðan og þaðan Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira