Hvorki evra né fastgengi Kristinn H. Gunnarsson þingmaður skrifar 17. júlí 2008 12:16 Undanfarin ár hefur gengi íslensku krónunnar ráðist á markaði. Þá er gengið í samræmi við aðstæður í íslenska hagkerfinu á hverjum tíma. Þegar mikill halli er á viðskiptum við útlönd um langan tíma endar með því að gengið fellur og innlendir aðilar verða að draga saman seglin. Þetta er kostur við að hafa gengið á floti. Segjum sem svo að við hefðum haft evru undanfarin ár. Þá hefði viðskiptahallinn ekki haft nein áhrif á gengi evrunnar þar sem efnahagur Íslendinga er svo lítill í samanburði við evrusvæðið. Hægt hefði verið að halda áfram að fljóta að feigðarósi mun lengur en ella í skjóli styrks evrunnar og lágir vextir á þenslutímum hefðu ekki bætt úr. Annar möguleiki væri að hverfa frá markaðsgengi krónunnar og taka upp fastgengi. Þá er gengi krónunnar ákveðin föst stærð gagnvart öðrum gjaldmiðli, t.d. evru eða körfu gjaldmiðla. Fastgengið getur verið einhliða eða í samkomulagi við annað myntsvæði. Einhliða fastgengi er algerlega á ábyrgð og kostnað okkar sjálfra og hefur verið reynt með slæmum árangri. Fastgengisstefnan varð ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar að falli fyrir 20 árum. Í fastgengisstefna hafa stjórnvöld tilhneigingu til þess að skrá gengið of hátt til þess að halda aftur af verðbólgu innanlands. Stöðugleiki verður um tíma meðan fastgengið heldur en síðan verður fjármálakreppa. Vandséð hver er ávinningur af einhliða fastgengi umfram markaðsgengi ,þar sem styrkurinn á bak við gengið er sá sami í báðum tilvikum. Tvíhliða fastgengi hefur þann kost að um er að ræða samstarf tveggja eða fleiri seðlabanka sem sameiginlega verja gengi gjaldmiðilanna sem eru þá tengdir saman á ákveðnu gengi. Styrkurinn verur miklu meiri og ef litið er til evrunnar þá má giska á að Seðlabanki Evrópu sé um 1000 sinnum stærri en Seðlabanki íslands og honum myndi ekki muna um það að verja gengið. Spurningin er þá hvort Evrópusambandið hefði áhuga á gjaldmiðilssamstarfi og svo hvort það væri okkur hagstætt. Það liggur nokkur ljóst fyrir að Evrópusambandið ljær ekki máls á slíku samstarfi og raunar ekki þó það væri á útfært þann veg að við myndum taka upp evruna. Þannig að til lítils er að setja fram þá hugmynd. Auðvitað væri hægt að skoða tvíhliða samstarf við aðra en Evrópusambandið , en það er sömu annmörkum háð. Almennt vilja þjóðir ekki að aðrir taki upp þeirra gjaldmiðil. Helst kæmi til álita að ræða við Norðurlandaþjóðirnar, Dani, Norðmenn og Svía. En þar eru Danir eiginlega strax úr leik þar sem þeir eru í tvíhliða gengissamstarfi við Evrópusambandið og Svíar eru í ESB . Þannig að eftir standa þá Norðmenn og það hefur svo sem verið nefnt í umræðunni að kanna vilja þeirra til gjaldmiðilssamstarfs. Það má vel vera að rétt sé að athuga þennan möguleika frekar, þótt mér finnist ráðlegast að halda áfram að hafa íslensku krónuna og glíma við það verkefni að stjórna efnahagsmálum okkar sjálfir. Það endar svo sem alltaf á því, jafnvel þótt tekin sé upp erlend mynt, að gæfa og gengi íslensku þjóðarinnar er í okkar höndum . Evran afstýrir ekki ógæfu ef okkur eru mislagðar hendur hvort sem er. Ef menn trúa því að Íslendingar ráði ekki við verkefnið, þá eru þeir sömu þeirrar skoðunar, að við ráðum ekki við sjálfstæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur gengi íslensku krónunnar ráðist á markaði. Þá er gengið í samræmi við aðstæður í íslenska hagkerfinu á hverjum tíma. Þegar mikill halli er á viðskiptum við útlönd um langan tíma endar með því að gengið fellur og innlendir aðilar verða að draga saman seglin. Þetta er kostur við að hafa gengið á floti. Segjum sem svo að við hefðum haft evru undanfarin ár. Þá hefði viðskiptahallinn ekki haft nein áhrif á gengi evrunnar þar sem efnahagur Íslendinga er svo lítill í samanburði við evrusvæðið. Hægt hefði verið að halda áfram að fljóta að feigðarósi mun lengur en ella í skjóli styrks evrunnar og lágir vextir á þenslutímum hefðu ekki bætt úr. Annar möguleiki væri að hverfa frá markaðsgengi krónunnar og taka upp fastgengi. Þá er gengi krónunnar ákveðin föst stærð gagnvart öðrum gjaldmiðli, t.d. evru eða körfu gjaldmiðla. Fastgengið getur verið einhliða eða í samkomulagi við annað myntsvæði. Einhliða fastgengi er algerlega á ábyrgð og kostnað okkar sjálfra og hefur verið reynt með slæmum árangri. Fastgengisstefnan varð ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar að falli fyrir 20 árum. Í fastgengisstefna hafa stjórnvöld tilhneigingu til þess að skrá gengið of hátt til þess að halda aftur af verðbólgu innanlands. Stöðugleiki verður um tíma meðan fastgengið heldur en síðan verður fjármálakreppa. Vandséð hver er ávinningur af einhliða fastgengi umfram markaðsgengi ,þar sem styrkurinn á bak við gengið er sá sami í báðum tilvikum. Tvíhliða fastgengi hefur þann kost að um er að ræða samstarf tveggja eða fleiri seðlabanka sem sameiginlega verja gengi gjaldmiðilanna sem eru þá tengdir saman á ákveðnu gengi. Styrkurinn verur miklu meiri og ef litið er til evrunnar þá má giska á að Seðlabanki Evrópu sé um 1000 sinnum stærri en Seðlabanki íslands og honum myndi ekki muna um það að verja gengið. Spurningin er þá hvort Evrópusambandið hefði áhuga á gjaldmiðilssamstarfi og svo hvort það væri okkur hagstætt. Það liggur nokkur ljóst fyrir að Evrópusambandið ljær ekki máls á slíku samstarfi og raunar ekki þó það væri á útfært þann veg að við myndum taka upp evruna. Þannig að til lítils er að setja fram þá hugmynd. Auðvitað væri hægt að skoða tvíhliða samstarf við aðra en Evrópusambandið , en það er sömu annmörkum háð. Almennt vilja þjóðir ekki að aðrir taki upp þeirra gjaldmiðil. Helst kæmi til álita að ræða við Norðurlandaþjóðirnar, Dani, Norðmenn og Svía. En þar eru Danir eiginlega strax úr leik þar sem þeir eru í tvíhliða gengissamstarfi við Evrópusambandið og Svíar eru í ESB . Þannig að eftir standa þá Norðmenn og það hefur svo sem verið nefnt í umræðunni að kanna vilja þeirra til gjaldmiðilssamstarfs. Það má vel vera að rétt sé að athuga þennan möguleika frekar, þótt mér finnist ráðlegast að halda áfram að hafa íslensku krónuna og glíma við það verkefni að stjórna efnahagsmálum okkar sjálfir. Það endar svo sem alltaf á því, jafnvel þótt tekin sé upp erlend mynt, að gæfa og gengi íslensku þjóðarinnar er í okkar höndum . Evran afstýrir ekki ógæfu ef okkur eru mislagðar hendur hvort sem er. Ef menn trúa því að Íslendingar ráði ekki við verkefnið, þá eru þeir sömu þeirrar skoðunar, að við ráðum ekki við sjálfstæðið.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun