Heilræði Schraders eiga sérstakt erindi nú 9. desember 2008 18:04 Ásgeir Jónsson Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, skrifar nýjan inngang við þriðju útgáfu heilræðanna, en hann annast endurútgáfuna nú, sem og 2003 áður. Sú er uppseld, sem og frumútgáfan frá 1913. Texta bókar Schraders þýddi Steingrímur Matthíasson læknir, sonur Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds. Heilræðin eru um margt merkilegur vitnisburður um þankagang í verslun og viðskiptum á þessum tíma. „Einnig má líta á heilræði Schraders sem sönnun fyrir því að árangur í frjálsri samkeppni byggist ekki á frumskógarlögmálum heldur dugnaði, forsjálni og trausti,“ skrifar Ásgeir í inngangi bókarinnar. Þar gerir hann tilraun til að svipta hulunni af þessum dularfulla útlendingi. En eftir fall bankanna í haust lagðist Ásgeir í ítarlega rannsóknarvinnu og fann nýjar heimildir um Schrader. „Ég lagðist yfir allt sem kom út á prenti fyrir norðan í leit að rituðum heimildum,“ segir Ásgeir, sem einnig fann upplýsingar utan landsteinanna sem ekki hafa áður komið fram. Hann segir heilræðin eina helstu perlu íslenskra viðskiptabókmennta. Áður en Schrader birtist hér skyndilega árið 1912 hafði starfað á verðbréfamarkaðinum á Wall Street í 35 ár og stórefnast, en hingað kom hann frá Englandi. Þá þegar er hann talinn hafa verið haldinn einhverjum hrörnunarsjúkdómi, sem farinn var að herja verulega á hann undir það síðasta. Sem dæmi um heilræði Schraders má ef til vill grípa niður í inngangi kaflans um peninga. „Borgaðu skuldir þínar á réttum tíma ef þú getur. Haltu aldrei peningum fyrir viðskiftavini þínum, því peningarnir eru hans, meðan þú ekki hefur greitt skuldir þínar. Skilvís borgun tryggir greið viðskifti og gott lánstraust. Sein borgun vekur tortrygni og óánægju,“ segir þar og undir almennu heilræðum er eftirfarandi, sem átt gæti heima í hvaða samningatæknikennslubók sem er: „Þegar þú átt í ágreiningi, sem þú vilt lagfæra, settu þig í spor þess manns, sem þú átt í ágreiningi við, og reyndu að hugleiða málið frá hans sjónarmiði, mæt honum síðan miðja vegu. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, skrifar nýjan inngang við þriðju útgáfu heilræðanna, en hann annast endurútgáfuna nú, sem og 2003 áður. Sú er uppseld, sem og frumútgáfan frá 1913. Texta bókar Schraders þýddi Steingrímur Matthíasson læknir, sonur Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds. Heilræðin eru um margt merkilegur vitnisburður um þankagang í verslun og viðskiptum á þessum tíma. „Einnig má líta á heilræði Schraders sem sönnun fyrir því að árangur í frjálsri samkeppni byggist ekki á frumskógarlögmálum heldur dugnaði, forsjálni og trausti,“ skrifar Ásgeir í inngangi bókarinnar. Þar gerir hann tilraun til að svipta hulunni af þessum dularfulla útlendingi. En eftir fall bankanna í haust lagðist Ásgeir í ítarlega rannsóknarvinnu og fann nýjar heimildir um Schrader. „Ég lagðist yfir allt sem kom út á prenti fyrir norðan í leit að rituðum heimildum,“ segir Ásgeir, sem einnig fann upplýsingar utan landsteinanna sem ekki hafa áður komið fram. Hann segir heilræðin eina helstu perlu íslenskra viðskiptabókmennta. Áður en Schrader birtist hér skyndilega árið 1912 hafði starfað á verðbréfamarkaðinum á Wall Street í 35 ár og stórefnast, en hingað kom hann frá Englandi. Þá þegar er hann talinn hafa verið haldinn einhverjum hrörnunarsjúkdómi, sem farinn var að herja verulega á hann undir það síðasta. Sem dæmi um heilræði Schraders má ef til vill grípa niður í inngangi kaflans um peninga. „Borgaðu skuldir þínar á réttum tíma ef þú getur. Haltu aldrei peningum fyrir viðskiftavini þínum, því peningarnir eru hans, meðan þú ekki hefur greitt skuldir þínar. Skilvís borgun tryggir greið viðskifti og gott lánstraust. Sein borgun vekur tortrygni og óánægju,“ segir þar og undir almennu heilræðum er eftirfarandi, sem átt gæti heima í hvaða samningatæknikennslubók sem er: „Þegar þú átt í ágreiningi, sem þú vilt lagfæra, settu þig í spor þess manns, sem þú átt í ágreiningi við, og reyndu að hugleiða málið frá hans sjónarmiði, mæt honum síðan miðja vegu.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira