Umbreytist í hestamann eftir klukkan sex 23. apríl 2008 00:01 hreiðar árni magnússon Hárgreiðslumaðurinn hefur lengi verið forfallinn hestamaður en ætlar að munda golfkylfurnar í sumar eftir að hafa gert hlé á þeirri iðju undanfarin ár. „Ég ætlaði að verða bóndi en endaði sem hárgreiðslumaður,“ segir Hreiðar Árni Magnússon, framkvæmdastjóri og einn eigandi hárgreiðslustofanna Salon VEH í Reykjavík og Loft Salon, sem er í hjarta Kaupmannahafnar. Hreiðar ferðast mikið til útlanda vegna vinnunnar en þegar hann er á landinu nýtur hann þess að vera úti í íslenskri náttúru. „Ég fer upp í hesthús á hverjum degi eftir vinnu þegar ég get og einnig um helgar,“ segir hann. Eftir sex á daginn skiptir Hreiðar algjörlega um gír; fer úr hlutverki hárgreiðslumannsins á mölinni og umbreytist í hestamann. „Hestamennskunni fylgir mikil líkamleg og andleg vellíðan,“ segir hann og bætir við að lífinu eftir vinnu hjá sér sé best lýst sem lífinu í hesthúsinu. Dætur hans sem eru fimm og níu ára fara báðar oft með pabba sínum til Hafnarfjarðar í hesthúsið. „Fyrir mér er hestamennskan lífsstíll sem hefur fylgt mér alla tíð. Sem krakki var ég níu sumur í sveit á Neðri Tungu í Örlygshöfn hjá afa mínum og ömmu við Patreksfjörð. Tvö sumur var ég á bænum Austurey við Apavatn og eitt sumar á bænum Stóru Giljá í Húnavatnssýslu og alltaf í kringum hesta,“ segir Hreiðar, sem augljóslega er vel kunnur sveitastörfum. Yfir sumartímann fer Hreiðar bæði styttri og lengri hestaferðir. Hann fer mikið austur fyrir fjall þar sem stutt er upp á hálendið. Helstu hestaleiðirnar í huga Hreiðars eru leiðir að Kringlumýri á Lyngdalsheiði, Löngufjörur á Snæfellsnesi og Mýrdalssandur. Þessa staði þræðir hann á hestbaki með vinum sínum, en birgðirnar eru reyndar keyrðar á áfangastaðinn í lengri ferðum. Hreiðar er lítið fyrir dútl og segist yfirleitt taka hlutina alla leið. „Golfið hefur legið í dvala undanfarin ár en með vorinu er ætlunin að byrja aftur í því,“ nefnir hann og bætir við að hann verði líka að nefna enn annað áhugamál sitt sem er skotveiðin. „Fyrri part hausts fer ég vanalega á gæs og seinni part hausts fer ég á rjúpu. Svo er það fótboltinn,“ segir Hreiðar glettinn. „En nýlega var ég staddur í London og notaði þá tækifærið og sá Arsenal spila á heimavelli, sem var frábær uppplifun,“ segir hann að lokum.- vg Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
„Ég ætlaði að verða bóndi en endaði sem hárgreiðslumaður,“ segir Hreiðar Árni Magnússon, framkvæmdastjóri og einn eigandi hárgreiðslustofanna Salon VEH í Reykjavík og Loft Salon, sem er í hjarta Kaupmannahafnar. Hreiðar ferðast mikið til útlanda vegna vinnunnar en þegar hann er á landinu nýtur hann þess að vera úti í íslenskri náttúru. „Ég fer upp í hesthús á hverjum degi eftir vinnu þegar ég get og einnig um helgar,“ segir hann. Eftir sex á daginn skiptir Hreiðar algjörlega um gír; fer úr hlutverki hárgreiðslumannsins á mölinni og umbreytist í hestamann. „Hestamennskunni fylgir mikil líkamleg og andleg vellíðan,“ segir hann og bætir við að lífinu eftir vinnu hjá sér sé best lýst sem lífinu í hesthúsinu. Dætur hans sem eru fimm og níu ára fara báðar oft með pabba sínum til Hafnarfjarðar í hesthúsið. „Fyrir mér er hestamennskan lífsstíll sem hefur fylgt mér alla tíð. Sem krakki var ég níu sumur í sveit á Neðri Tungu í Örlygshöfn hjá afa mínum og ömmu við Patreksfjörð. Tvö sumur var ég á bænum Austurey við Apavatn og eitt sumar á bænum Stóru Giljá í Húnavatnssýslu og alltaf í kringum hesta,“ segir Hreiðar, sem augljóslega er vel kunnur sveitastörfum. Yfir sumartímann fer Hreiðar bæði styttri og lengri hestaferðir. Hann fer mikið austur fyrir fjall þar sem stutt er upp á hálendið. Helstu hestaleiðirnar í huga Hreiðars eru leiðir að Kringlumýri á Lyngdalsheiði, Löngufjörur á Snæfellsnesi og Mýrdalssandur. Þessa staði þræðir hann á hestbaki með vinum sínum, en birgðirnar eru reyndar keyrðar á áfangastaðinn í lengri ferðum. Hreiðar er lítið fyrir dútl og segist yfirleitt taka hlutina alla leið. „Golfið hefur legið í dvala undanfarin ár en með vorinu er ætlunin að byrja aftur í því,“ nefnir hann og bætir við að hann verði líka að nefna enn annað áhugamál sitt sem er skotveiðin. „Fyrri part hausts fer ég vanalega á gæs og seinni part hausts fer ég á rjúpu. Svo er það fótboltinn,“ segir Hreiðar glettinn. „En nýlega var ég staddur í London og notaði þá tækifærið og sá Arsenal spila á heimavelli, sem var frábær uppplifun,“ segir hann að lokum.- vg
Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira