Vara við einhliða upptöku evru 12. nóvember 2008 00:01 Hagfræðingarnir Gauti B. Eggertsson við Seðlabanka New York og Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, vara við hugmyndum um einhliða upptöku evru. Þeir segja slíkt skref geta orsakað áhlaup á íslenska banka. „Það verður aldrei bankaáhlaup á nýju íslensku ríkisbankanna því að það er til íslenskur seðlabanki. Ríkið getur alltaf prentað peninga og borgað fólki krónur. Vegna þess að allir vita þetta, trúir fólk viðskiptaráherra þegar hann segir að innistæður fólks á Íslandi séu tryggar," segir Gauti á bloggsíðu sinni. „Ef Ísland tekur einhliða upp evru er þetta ekki hægt. Ríkið getur ekki prentað evrur. Og Evrópski seðlabankinn hefur engan áhuga á að lána okkur ef allir vilja taka út evrurnar sínar úr bönkunum, því að þeir eru á móti einhliða upptöku evru." Ásgeir Jónsson segir í grein í Markaðnum í dag, að lausn vandans felist því ekki í því að skipta myntinni út einhliða við núverandi aðstæður. „Flest bendir raunar til þess að það geti gert málin enn verri þar sem einhliða upptaka veldur því að peningaframboðið verður ytri stærð og veltur á lánaaðgengi ríkissjóðs á erlendri grund. Þannig stæðu íslensku bankarnir án lánveitenda til þrautarvara á innlendum markaði og gætu því hæglega lent í nýju bankaáhlaupi af hálfu innlendra sparifjáreigenda." Ásgeir segir að landsmenn þurfi á krónunni að halda næstu misserin við endurreisn hagkerfisins og aðlögun að nýjum vaxtarferli sem hljóti að miðast við útflutning. „Við þessar aðstæður er fátt annað í stöðunni en að byggja upp nýtt traust á þjóðargjaldmiðlinum og fleyta honum á nýjan leik eins fljótt og unnt er," segir hann. Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hagfræðingarnir Gauti B. Eggertsson við Seðlabanka New York og Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, vara við hugmyndum um einhliða upptöku evru. Þeir segja slíkt skref geta orsakað áhlaup á íslenska banka. „Það verður aldrei bankaáhlaup á nýju íslensku ríkisbankanna því að það er til íslenskur seðlabanki. Ríkið getur alltaf prentað peninga og borgað fólki krónur. Vegna þess að allir vita þetta, trúir fólk viðskiptaráherra þegar hann segir að innistæður fólks á Íslandi séu tryggar," segir Gauti á bloggsíðu sinni. „Ef Ísland tekur einhliða upp evru er þetta ekki hægt. Ríkið getur ekki prentað evrur. Og Evrópski seðlabankinn hefur engan áhuga á að lána okkur ef allir vilja taka út evrurnar sínar úr bönkunum, því að þeir eru á móti einhliða upptöku evru." Ásgeir Jónsson segir í grein í Markaðnum í dag, að lausn vandans felist því ekki í því að skipta myntinni út einhliða við núverandi aðstæður. „Flest bendir raunar til þess að það geti gert málin enn verri þar sem einhliða upptaka veldur því að peningaframboðið verður ytri stærð og veltur á lánaaðgengi ríkissjóðs á erlendri grund. Þannig stæðu íslensku bankarnir án lánveitenda til þrautarvara á innlendum markaði og gætu því hæglega lent í nýju bankaáhlaupi af hálfu innlendra sparifjáreigenda." Ásgeir segir að landsmenn þurfi á krónunni að halda næstu misserin við endurreisn hagkerfisins og aðlögun að nýjum vaxtarferli sem hljóti að miðast við útflutning. „Við þessar aðstæður er fátt annað í stöðunni en að byggja upp nýtt traust á þjóðargjaldmiðlinum og fleyta honum á nýjan leik eins fljótt og unnt er," segir hann.
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira