Vara við einhliða upptöku evru 12. nóvember 2008 00:01 Hagfræðingarnir Gauti B. Eggertsson við Seðlabanka New York og Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, vara við hugmyndum um einhliða upptöku evru. Þeir segja slíkt skref geta orsakað áhlaup á íslenska banka. „Það verður aldrei bankaáhlaup á nýju íslensku ríkisbankanna því að það er til íslenskur seðlabanki. Ríkið getur alltaf prentað peninga og borgað fólki krónur. Vegna þess að allir vita þetta, trúir fólk viðskiptaráherra þegar hann segir að innistæður fólks á Íslandi séu tryggar," segir Gauti á bloggsíðu sinni. „Ef Ísland tekur einhliða upp evru er þetta ekki hægt. Ríkið getur ekki prentað evrur. Og Evrópski seðlabankinn hefur engan áhuga á að lána okkur ef allir vilja taka út evrurnar sínar úr bönkunum, því að þeir eru á móti einhliða upptöku evru." Ásgeir Jónsson segir í grein í Markaðnum í dag, að lausn vandans felist því ekki í því að skipta myntinni út einhliða við núverandi aðstæður. „Flest bendir raunar til þess að það geti gert málin enn verri þar sem einhliða upptaka veldur því að peningaframboðið verður ytri stærð og veltur á lánaaðgengi ríkissjóðs á erlendri grund. Þannig stæðu íslensku bankarnir án lánveitenda til þrautarvara á innlendum markaði og gætu því hæglega lent í nýju bankaáhlaupi af hálfu innlendra sparifjáreigenda." Ásgeir segir að landsmenn þurfi á krónunni að halda næstu misserin við endurreisn hagkerfisins og aðlögun að nýjum vaxtarferli sem hljóti að miðast við útflutning. „Við þessar aðstæður er fátt annað í stöðunni en að byggja upp nýtt traust á þjóðargjaldmiðlinum og fleyta honum á nýjan leik eins fljótt og unnt er," segir hann. Markaðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Hagfræðingarnir Gauti B. Eggertsson við Seðlabanka New York og Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, vara við hugmyndum um einhliða upptöku evru. Þeir segja slíkt skref geta orsakað áhlaup á íslenska banka. „Það verður aldrei bankaáhlaup á nýju íslensku ríkisbankanna því að það er til íslenskur seðlabanki. Ríkið getur alltaf prentað peninga og borgað fólki krónur. Vegna þess að allir vita þetta, trúir fólk viðskiptaráherra þegar hann segir að innistæður fólks á Íslandi séu tryggar," segir Gauti á bloggsíðu sinni. „Ef Ísland tekur einhliða upp evru er þetta ekki hægt. Ríkið getur ekki prentað evrur. Og Evrópski seðlabankinn hefur engan áhuga á að lána okkur ef allir vilja taka út evrurnar sínar úr bönkunum, því að þeir eru á móti einhliða upptöku evru." Ásgeir Jónsson segir í grein í Markaðnum í dag, að lausn vandans felist því ekki í því að skipta myntinni út einhliða við núverandi aðstæður. „Flest bendir raunar til þess að það geti gert málin enn verri þar sem einhliða upptaka veldur því að peningaframboðið verður ytri stærð og veltur á lánaaðgengi ríkissjóðs á erlendri grund. Þannig stæðu íslensku bankarnir án lánveitenda til þrautarvara á innlendum markaði og gætu því hæglega lent í nýju bankaáhlaupi af hálfu innlendra sparifjáreigenda." Ásgeir segir að landsmenn þurfi á krónunni að halda næstu misserin við endurreisn hagkerfisins og aðlögun að nýjum vaxtarferli sem hljóti að miðast við útflutning. „Við þessar aðstæður er fátt annað í stöðunni en að byggja upp nýtt traust á þjóðargjaldmiðlinum og fleyta honum á nýjan leik eins fljótt og unnt er," segir hann.
Markaðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira