Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 0,84 prósent í upphafi dags. Gengi bréfa í Glitni hefur hækkað um 0,65 prósent og í Kaupþingi um 0,14 prósent. Engin önnur hlutabréf hafa hækkað í verði það sem af er dags.
Á sama tíma hefur gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkað um 2,37 prósent, bréf Existu um 1,38 prósent og Bakkavarar um 0,54 prósent.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,26 prósent og stendur vísitalan í 4.254 stigum.