Taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 17. maí 2008 00:01 Spjall mitt við Heimi Má Pétursson í Hádegisviðtali á Stöð 2 mánudaginn 5. maí hefur greinilega valdið umtalsverðum taugatitringi í utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu 10. maí ryðst aðstoðarmaður utanríkisráðherra fram á ritvöllinn og beitir harla óvenjulegum aðferðum í pólitískri rökræðu, ef hægt er þá að gefa skrifum hennar slíkt nafn. Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er minn málflutningur ekki afgreiddur þannig að ég hafi haldið þar fram illa rökstuddum eða fráleitum sjónarmiðum, ég hafi rangt fyrir mér eða að ég hafi misskilið eitt eða annað. Nei, þess í stað er ósköp einfaldlega sagt að ég hafi logið 5 sinnum á jafn mörgum mínútum, sbr. fyrirsögn greinarinnar „5 sinnum ósatt á 5 mínútum". Minna má nú gagn gera. Þegar betur er að gáð er þó engin efnisleg staðreynd eða fullyrðing mín hrakin til að undirbyggja og sanna þessa sveru fullyrðingu. Ég stend við hvert orð sem ég þarna sagði og renn skammt undan með mínar skoðanir þó svona skeyti berist úr herbúðum Samfylkingarinnar. Við höfum bersýnilega ólík viðhorf til utanríkis-, friðar- og afvopnunarmála, ég, utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskja hennar. Það sem veldur þessari hrottalegu taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu er að ég er ósammála þeirri miklu áherslu á þátttöku í NATO og stórfelldum útgjöldum til hernaðartengdra verkefna sem utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, beitir sér fyrir. Þeirri stefnu hef ég gefið nafnið „NATO-væðing". Útgjöld upp á milljarða króna í þarflaust vígbúnaðarbrölt er greinilega hafið yfir gagnrýni að mati Samfylkingarforustunnar. Ég hirði ekki að eiga orðastað við flokkspólitísku deildina í utanríkisráðuneytinu, eins og hún sé handhafi hins eina og endanlega sannleika. Ef umræðan á að vera á þeim forsendum að allir sem ekki eru sammála núverandi utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskju hennar segi barasta ósatt, séu að ljúga, þá er málstaður þeirra ekki beysinn og þær ekki öfundsverðar af honum. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Spjall mitt við Heimi Má Pétursson í Hádegisviðtali á Stöð 2 mánudaginn 5. maí hefur greinilega valdið umtalsverðum taugatitringi í utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu 10. maí ryðst aðstoðarmaður utanríkisráðherra fram á ritvöllinn og beitir harla óvenjulegum aðferðum í pólitískri rökræðu, ef hægt er þá að gefa skrifum hennar slíkt nafn. Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er minn málflutningur ekki afgreiddur þannig að ég hafi haldið þar fram illa rökstuddum eða fráleitum sjónarmiðum, ég hafi rangt fyrir mér eða að ég hafi misskilið eitt eða annað. Nei, þess í stað er ósköp einfaldlega sagt að ég hafi logið 5 sinnum á jafn mörgum mínútum, sbr. fyrirsögn greinarinnar „5 sinnum ósatt á 5 mínútum". Minna má nú gagn gera. Þegar betur er að gáð er þó engin efnisleg staðreynd eða fullyrðing mín hrakin til að undirbyggja og sanna þessa sveru fullyrðingu. Ég stend við hvert orð sem ég þarna sagði og renn skammt undan með mínar skoðanir þó svona skeyti berist úr herbúðum Samfylkingarinnar. Við höfum bersýnilega ólík viðhorf til utanríkis-, friðar- og afvopnunarmála, ég, utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskja hennar. Það sem veldur þessari hrottalegu taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu er að ég er ósammála þeirri miklu áherslu á þátttöku í NATO og stórfelldum útgjöldum til hernaðartengdra verkefna sem utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, beitir sér fyrir. Þeirri stefnu hef ég gefið nafnið „NATO-væðing". Útgjöld upp á milljarða króna í þarflaust vígbúnaðarbrölt er greinilega hafið yfir gagnrýni að mati Samfylkingarforustunnar. Ég hirði ekki að eiga orðastað við flokkspólitísku deildina í utanríkisráðuneytinu, eins og hún sé handhafi hins eina og endanlega sannleika. Ef umræðan á að vera á þeim forsendum að allir sem ekki eru sammála núverandi utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskju hennar segi barasta ósatt, séu að ljúga, þá er málstaður þeirra ekki beysinn og þær ekki öfundsverðar af honum. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun