Lausn undan verðtryggingu 28. nóvember 2008 02:00 Skúli Helgason skrifar um evru Mikil umræða á sér nú stað í samfélaginu um verðtryggingu og mögulegt afnám hennar. Fólk með verðtryggð húsnæðislán, yfirdráttarlán eða bílalán er skiljanlega mjög uggandi um sinn hag vegna mikillar verðbólgu, sem fyrirsjáanlegt er að verði í tveggja stafa tölu langt fram á næsta ár. Ýmsir hafa kallað eftir afnámi verðtryggingar, eins og þar sé um að ræða tæra töfralausn. Nauðsynlegt er að benda á þá staðreynd að sú hugmynd er jafn óraunhæf og hugmyndir um afnám tekjuskatts. Það eru tvær hliðar á hverjum verðtryggðum krónupeningi, þeir sem skulda og þeir sem lána. Ef verðtrygging er afnumin á lánum þá tapar lánveitandinn meðan skuldarinn hagnast. Slík aðgerð samsvarar riftun samnings, milli skuldara og lánveitanda. Rétt eins og afnám tekjuskatts myndi þýða mikið tekjutap fyrir ríkissjóð og niðurskurð á framlögum til almannaþjónustunnar, þýðir afnám verðtryggingar mikið tekjutap fyrir lánveitendur, jafnt lífeyrissjóði sem geyma eign almennings og aðra. Afnám verðtryggingar hljómar vissulega vel í eyrum þeirra sem skulda verðtryggð lán en henni myndi fylgja slíkt uppnám og eignaupptaka að afleiðingarnar yrðu ófyrirsjáanlegar fyrir samfélagið. Fyrir ríkissjóð yrðu afleiðingarnar reyndar fyrirsjáanlegar en áætlað er að kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings vegna niðurfellingar verðtryggingar á tímabilinu júní 2008 til júní 2009 yrði 180-200 milljarðar króna. Slíkt myndi fela í sér lántöku og aukna skattheimtu á komandi árum. Ekki er þó öll nótt úti fyrir almenning. Við eigum skýran og raunhæfan kost ef við viljum losna við verðtrygginguna og hún felst í inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Með því móti myndu skapast forsendur fyrir því að færa öll íbúðalán úr krónum í evrur og í framhaldinu myndi verðtryggingin lognast út af og hverfa úr kerfinu. Verðtryggingin er í eðli sínu skattur sem lánveitendur leggja á skuldara til að verja sig fyrir því óöryggi sem fylgir óstöðugri mynt eins og krónan sannarlega er. Slíkur skattur er óþarfur þegar um er að ræða stöðuga mynt eins og evruna, enda þekkist hún ekki í samfélögum með stöðugan gjaldmiðil. Með ríkisvæðingu viðskiptabankanna hefur opnast sú leið að færa öll íbúðalán bankanna til Íbúðalánasjóðs og með þeirri breytingu yrði framkvæmd á skuldbreytingu íbúðalána mun einfaldari fyrir vikið. Framkvæmdin yrði með þeim hætti að Íbúðalánasjóður myndi bjóða öllum kröfuhöfum að breyta kröfum sínum úr krónu skuldabréfum í evru skuldabréf og í kjölfarið yrði lánþegum sjóðsins, almenningi, boðið að breyta sínum lánum til samræmis. Nú hafa í fyrsta sinn skapast pólitískar forsendur fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur (og reyndar Framsóknarflokkur líka) hefur ákveðið að taka Evrópustefnu sína til endurskoðunar og niðurstaða mun liggja fyrir innan tíu vikna. Ef niðurstaðan verður jákvæð hafa skapast forsendur fyrir því að tekin verði ákvörðun um að hefja aðildarviðræður við ESB á fyrri hluta næsta árs. Forsvarsmenn ESB, þeirra á meðal stækkunarstjóri sambandsins, hafa gert því skóna að aðildarferlið kynni að taka 4-5 ár. Góðar líkur eru á því að hægt væri að komast í stöðugra umhverfi enn fyrr, með aðild að myntskiptikerfinu, ERM II, sem í reynd er forstofan að myntbandalaginu. Bjartsýnismenn telja að við gætum verið komin í ERM II innan tveggja ára. Í millitíðinni er mikilvægt að íslensk stjórnvöld bjóði almenningi greiðsluaðlögun vegna húsnæðislána og að því er einmitt unnið núna á vegum ríkisstjórnarinnar. Ný lög um greiðslujöfnun munu lækka greiðslubyrði lánþega íbúðalána um 10-20% á næstu tólf mánuðum. Því til viðbótar þarf að þróa úrræði fyrir þá hópa sem dugar ekki slík greiðslujöfnun. Þar er mikilvægt að bjóða sveigjanlega greiðsluaðlögun t.d. til 5 ára fyrir fólk sem hefur orðið fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum án þess að hafa nokkuð til þess unnið og getur ekki staðið undir greiðslubyrði verðtryggðra húsnæðislána. Til greina kemur að lengja í lánum, veita greiðslufresti eða fella niður kröfur að hluta til að létta greiðslubyrðina meðan á þessu tímabili stendur. Af framansögðu má vera ljóst að almenningur getur gert sér vonir um bjartari tíð án verðtryggingar innan fárra ára. Ef pólitískur meirihluti skapast fyrir inngöngu í Evrópusambandið í byrjun febrúar eru líkur á að verðtryggingin verði komin á sinn rétta stað innan 5 ára, þ.e. í sögubækurnar, sem tákn þess glórulausa gjalds sem fámenn þjóð í Norðurhöfum þurfti að greiða fyrir sjálfstæða mynt í hnattvæddum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Skúli Helgason skrifar um evru Mikil umræða á sér nú stað í samfélaginu um verðtryggingu og mögulegt afnám hennar. Fólk með verðtryggð húsnæðislán, yfirdráttarlán eða bílalán er skiljanlega mjög uggandi um sinn hag vegna mikillar verðbólgu, sem fyrirsjáanlegt er að verði í tveggja stafa tölu langt fram á næsta ár. Ýmsir hafa kallað eftir afnámi verðtryggingar, eins og þar sé um að ræða tæra töfralausn. Nauðsynlegt er að benda á þá staðreynd að sú hugmynd er jafn óraunhæf og hugmyndir um afnám tekjuskatts. Það eru tvær hliðar á hverjum verðtryggðum krónupeningi, þeir sem skulda og þeir sem lána. Ef verðtrygging er afnumin á lánum þá tapar lánveitandinn meðan skuldarinn hagnast. Slík aðgerð samsvarar riftun samnings, milli skuldara og lánveitanda. Rétt eins og afnám tekjuskatts myndi þýða mikið tekjutap fyrir ríkissjóð og niðurskurð á framlögum til almannaþjónustunnar, þýðir afnám verðtryggingar mikið tekjutap fyrir lánveitendur, jafnt lífeyrissjóði sem geyma eign almennings og aðra. Afnám verðtryggingar hljómar vissulega vel í eyrum þeirra sem skulda verðtryggð lán en henni myndi fylgja slíkt uppnám og eignaupptaka að afleiðingarnar yrðu ófyrirsjáanlegar fyrir samfélagið. Fyrir ríkissjóð yrðu afleiðingarnar reyndar fyrirsjáanlegar en áætlað er að kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings vegna niðurfellingar verðtryggingar á tímabilinu júní 2008 til júní 2009 yrði 180-200 milljarðar króna. Slíkt myndi fela í sér lántöku og aukna skattheimtu á komandi árum. Ekki er þó öll nótt úti fyrir almenning. Við eigum skýran og raunhæfan kost ef við viljum losna við verðtrygginguna og hún felst í inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Með því móti myndu skapast forsendur fyrir því að færa öll íbúðalán úr krónum í evrur og í framhaldinu myndi verðtryggingin lognast út af og hverfa úr kerfinu. Verðtryggingin er í eðli sínu skattur sem lánveitendur leggja á skuldara til að verja sig fyrir því óöryggi sem fylgir óstöðugri mynt eins og krónan sannarlega er. Slíkur skattur er óþarfur þegar um er að ræða stöðuga mynt eins og evruna, enda þekkist hún ekki í samfélögum með stöðugan gjaldmiðil. Með ríkisvæðingu viðskiptabankanna hefur opnast sú leið að færa öll íbúðalán bankanna til Íbúðalánasjóðs og með þeirri breytingu yrði framkvæmd á skuldbreytingu íbúðalána mun einfaldari fyrir vikið. Framkvæmdin yrði með þeim hætti að Íbúðalánasjóður myndi bjóða öllum kröfuhöfum að breyta kröfum sínum úr krónu skuldabréfum í evru skuldabréf og í kjölfarið yrði lánþegum sjóðsins, almenningi, boðið að breyta sínum lánum til samræmis. Nú hafa í fyrsta sinn skapast pólitískar forsendur fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur (og reyndar Framsóknarflokkur líka) hefur ákveðið að taka Evrópustefnu sína til endurskoðunar og niðurstaða mun liggja fyrir innan tíu vikna. Ef niðurstaðan verður jákvæð hafa skapast forsendur fyrir því að tekin verði ákvörðun um að hefja aðildarviðræður við ESB á fyrri hluta næsta árs. Forsvarsmenn ESB, þeirra á meðal stækkunarstjóri sambandsins, hafa gert því skóna að aðildarferlið kynni að taka 4-5 ár. Góðar líkur eru á því að hægt væri að komast í stöðugra umhverfi enn fyrr, með aðild að myntskiptikerfinu, ERM II, sem í reynd er forstofan að myntbandalaginu. Bjartsýnismenn telja að við gætum verið komin í ERM II innan tveggja ára. Í millitíðinni er mikilvægt að íslensk stjórnvöld bjóði almenningi greiðsluaðlögun vegna húsnæðislána og að því er einmitt unnið núna á vegum ríkisstjórnarinnar. Ný lög um greiðslujöfnun munu lækka greiðslubyrði lánþega íbúðalána um 10-20% á næstu tólf mánuðum. Því til viðbótar þarf að þróa úrræði fyrir þá hópa sem dugar ekki slík greiðslujöfnun. Þar er mikilvægt að bjóða sveigjanlega greiðsluaðlögun t.d. til 5 ára fyrir fólk sem hefur orðið fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum án þess að hafa nokkuð til þess unnið og getur ekki staðið undir greiðslubyrði verðtryggðra húsnæðislána. Til greina kemur að lengja í lánum, veita greiðslufresti eða fella niður kröfur að hluta til að létta greiðslubyrðina meðan á þessu tímabili stendur. Af framansögðu má vera ljóst að almenningur getur gert sér vonir um bjartari tíð án verðtryggingar innan fárra ára. Ef pólitískur meirihluti skapast fyrir inngöngu í Evrópusambandið í byrjun febrúar eru líkur á að verðtryggingin verði komin á sinn rétta stað innan 5 ára, þ.e. í sögubækurnar, sem tákn þess glórulausa gjalds sem fámenn þjóð í Norðurhöfum þurfti að greiða fyrir sjálfstæða mynt í hnattvæddum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun