Kórvilla af Vestfjörðum? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 11. september 2008 07:00 En upp úr þessu var Guðjóni Friðrikssyni sagt upp og hrökklaðist hann þá til Ísafjarðar. Þar gerði hann sér lítið fyrir og hóf ofsóknir á hendur Jennu og Hreiðari sem barnabókahöfundum. Það voru hefndirnar. (Úr dagbók Matthíasar Johannessens, skálds.) Hér er eitthvað málum blandið, eins og reyndar hefur komið á daginn. Því fer víðs fjarri að Guðjón Friðriksson hafi „hrökklast" vestur á Ísafjörð. Ég get trútt um talað því að ég þurfti að hafa talsvert fyrir því að „véla" hann vestur á sínum tíma. Í „Tilhugalífi" (útg. 2002, bls. 264) lýsi ég því með eftirfarandi orðum: „Það var mikill happafengur þegar mér tókst að véla Guðjón Friðriksson og þáverandi konu hans, Þuríði Pétursdóttur, líffræðing, til að kenna við (Mennta)skólann. Ég man að ég heimsótti þau upp á háaloft að Austurstræti 14 í Reykjavík þar sem þau bjuggu þá. Þau komu því beint úr hjarta borgarinnar í útlegðina vestur og reyndust bæði prýðilega. Guðjón var ekki einasta skemmtilegur kennari í íslenskum fræðum og bókmenntum heldur líka stoð og stytta nemenda við útgáfustörf og reyndar einnig á leiksviði, þar sem hann lék meðal annars á móti Bryndisí við góðar undirtektir. Þuríður var kvenskörungur mikill og var fljótlega komin á bólakaf í bæjarmálin sem frambjóðandi Alþýðubandalagsins." En hvað með meintar ofsóknir á hendur Jennu og Hreiðari sem barnabókahöfundum? Að því er einnig vikið í „Tilhugalífi" þar sem fjallað er um árin okkar Bryndísar við Menntaskólann á Ísafirði. Aðalpersónan í því máli var upphaflega sögð vera Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, doktor í mannfræði, síðar þingkona Kvennalistans, prófessor við Háskóla Íslands og núverandi sendifrú í Osló. Sigríður Dúna kenndi einn vetur við Menntaskólann á Ísafirði. Hún blandaðist alsaklaus inn í þetta mál eins og nánar er lýst í „Tilhugalífi" (bls. 265-66) undir fyrirsögninni „Að missa glæpinn". En Guðjón Friðriksson kom þar hvergi við sögu. Að missa glæpinn„Sigríður Dúna bauð upp á námskeið í íslenskum samtímabókmenntum sem valgrein. Á námskeiðinu var farið yfir sýnishorn af íslenskum barna- og unglingabókmenntum. Einn góðan veðurdag birtist heilsíðugrein í Þjóðviljanum undirrituð af nafngreindum nemendum við Menntaskólann á Ísafirði, þar sem veist var með harkalegri gagnrýni að þekktum höfundi unglingabókmennta. Í fyrirsögn var vísað til þess að taka bæri skemmdar bókmenntir af markaðnum, rétt eins og skemmdar appelsínur. Ekki leið á löngu þar til mér barst umburðarbréf frá menntamálaráðuneytinu út af þessu máli. Því fylgdi jafnframt tilkynning og greinargerð um yfirvofandi málshöfðun á hendur kennaranum fyrir meinta innrætingu og jafnvel meiðyrði um höfund unglingabókanna, sem væri brot á lögum og reglum um óhlutdrægni og háttvísi í kennslustofum sem reknar væru af íslenska ríkinu. Sjálfur var ég vel meðvitaður um hættuna á einhliða umfjöllun og vilhallri eða jafnvel beinlínis innrætingu öfgaskoðana, sérstaklega við kennslu í félagsvísindum og sögu, og vissi af slíkum dæmum í einstaka skólum. Ég þóttist hins vegar vita fullvel að Sigríður Dúna væri kvenna ólíklegust til að stunda slíka iðju eins og reyndar kom á daginn þegar ég hafði kynnt mér málið. Hún hafði ekki vitað af þessu frumkvæði nemenda, að birta ritsmíðina í Þjóðviljanum, og aldrei um hana fjallað. Loks barst mér stefna ásamt rökstuðningi fyrir sakargiftum frá Guðmundi Skaftasyni, hæstaréttarlögmanni, sem ég þekkti lítilsháttar til en fyrst og fremst sem skattasérfræðings. Ég tilkynnti menntamálaráðuneytinu að ég myndi verja málið sjálfur en þótti eftir atvikum rétt, áður en málflutningur hæfist í réttarsal, að skila greinargerð með málsvörn minni, bæði til ráðuneytisins og lögfræðingsins. Ég hlakkaði til að mæta fyrir rétti og reka þetta mál sem mig grunaði að gæti orðið hið skrautlegasta, ef ekki beinlínis skrautblóm í hnappagat íslenskrar réttvísi. Ég var farinn að kynna mér sögufrægan málflutning fyrir rétti í Suðurríkjum Bandaríkjanna sem spannst út af því að skólayfirvöld þar bönnuðu að kenna þróunarkenningu Darwins og kenndu sköpunarsögu biblíunnar í staðinn. Ég sá fyrir mér að þessi málarekstur allur myndi auka mjög hróður skólans og tryggja stóraukna aðsókn úr öllum landsfjórðungum því nemendur vildu auðvitað vera við nám þar sem svo alræmdir kennarar „spilltu" æskulýðnum og þar sem væri líf og fjör sem eftir væri tekið. Ég hafði dregið upp langan lista með nöfnum skálda og rithöfunda, sem ég hugðist kalla fyrir réttinn, og vekja athygli á, hvernig háttað væri kennslu, umfjöllun og túlkun á bókum þeirra í skólum landsins. Það olli mér því verulegum vonbrigðum þegar ég fékk hraðbréf í ábyrgðarpósti þar sem mér var tilkynnt að málið væri látið niður falla. Mér leið eins og „manninum sem missti glæpinn". Verðugt rannsóknarefniVið þetta er svo sem engu að bæta. En hvernig þessi uppákoma nokkurra nafngreindra nemenda við Menntaskólann á Ísafirði á áttunda áratugnum getur orðið tilefni til gróusagna um Guðjón Friðriksson er mér hulin ráðgáta. Er það ekki verðugt rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga, sér í lagi þar sem sagnfræðingurinn Guðjón Friðriksson kemur þarna hvergi við sögu? - Höfundur var skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði 1970-79. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Sjá meira
En upp úr þessu var Guðjóni Friðrikssyni sagt upp og hrökklaðist hann þá til Ísafjarðar. Þar gerði hann sér lítið fyrir og hóf ofsóknir á hendur Jennu og Hreiðari sem barnabókahöfundum. Það voru hefndirnar. (Úr dagbók Matthíasar Johannessens, skálds.) Hér er eitthvað málum blandið, eins og reyndar hefur komið á daginn. Því fer víðs fjarri að Guðjón Friðriksson hafi „hrökklast" vestur á Ísafjörð. Ég get trútt um talað því að ég þurfti að hafa talsvert fyrir því að „véla" hann vestur á sínum tíma. Í „Tilhugalífi" (útg. 2002, bls. 264) lýsi ég því með eftirfarandi orðum: „Það var mikill happafengur þegar mér tókst að véla Guðjón Friðriksson og þáverandi konu hans, Þuríði Pétursdóttur, líffræðing, til að kenna við (Mennta)skólann. Ég man að ég heimsótti þau upp á háaloft að Austurstræti 14 í Reykjavík þar sem þau bjuggu þá. Þau komu því beint úr hjarta borgarinnar í útlegðina vestur og reyndust bæði prýðilega. Guðjón var ekki einasta skemmtilegur kennari í íslenskum fræðum og bókmenntum heldur líka stoð og stytta nemenda við útgáfustörf og reyndar einnig á leiksviði, þar sem hann lék meðal annars á móti Bryndisí við góðar undirtektir. Þuríður var kvenskörungur mikill og var fljótlega komin á bólakaf í bæjarmálin sem frambjóðandi Alþýðubandalagsins." En hvað með meintar ofsóknir á hendur Jennu og Hreiðari sem barnabókahöfundum? Að því er einnig vikið í „Tilhugalífi" þar sem fjallað er um árin okkar Bryndísar við Menntaskólann á Ísafirði. Aðalpersónan í því máli var upphaflega sögð vera Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, doktor í mannfræði, síðar þingkona Kvennalistans, prófessor við Háskóla Íslands og núverandi sendifrú í Osló. Sigríður Dúna kenndi einn vetur við Menntaskólann á Ísafirði. Hún blandaðist alsaklaus inn í þetta mál eins og nánar er lýst í „Tilhugalífi" (bls. 265-66) undir fyrirsögninni „Að missa glæpinn". En Guðjón Friðriksson kom þar hvergi við sögu. Að missa glæpinn„Sigríður Dúna bauð upp á námskeið í íslenskum samtímabókmenntum sem valgrein. Á námskeiðinu var farið yfir sýnishorn af íslenskum barna- og unglingabókmenntum. Einn góðan veðurdag birtist heilsíðugrein í Þjóðviljanum undirrituð af nafngreindum nemendum við Menntaskólann á Ísafirði, þar sem veist var með harkalegri gagnrýni að þekktum höfundi unglingabókmennta. Í fyrirsögn var vísað til þess að taka bæri skemmdar bókmenntir af markaðnum, rétt eins og skemmdar appelsínur. Ekki leið á löngu þar til mér barst umburðarbréf frá menntamálaráðuneytinu út af þessu máli. Því fylgdi jafnframt tilkynning og greinargerð um yfirvofandi málshöfðun á hendur kennaranum fyrir meinta innrætingu og jafnvel meiðyrði um höfund unglingabókanna, sem væri brot á lögum og reglum um óhlutdrægni og háttvísi í kennslustofum sem reknar væru af íslenska ríkinu. Sjálfur var ég vel meðvitaður um hættuna á einhliða umfjöllun og vilhallri eða jafnvel beinlínis innrætingu öfgaskoðana, sérstaklega við kennslu í félagsvísindum og sögu, og vissi af slíkum dæmum í einstaka skólum. Ég þóttist hins vegar vita fullvel að Sigríður Dúna væri kvenna ólíklegust til að stunda slíka iðju eins og reyndar kom á daginn þegar ég hafði kynnt mér málið. Hún hafði ekki vitað af þessu frumkvæði nemenda, að birta ritsmíðina í Þjóðviljanum, og aldrei um hana fjallað. Loks barst mér stefna ásamt rökstuðningi fyrir sakargiftum frá Guðmundi Skaftasyni, hæstaréttarlögmanni, sem ég þekkti lítilsháttar til en fyrst og fremst sem skattasérfræðings. Ég tilkynnti menntamálaráðuneytinu að ég myndi verja málið sjálfur en þótti eftir atvikum rétt, áður en málflutningur hæfist í réttarsal, að skila greinargerð með málsvörn minni, bæði til ráðuneytisins og lögfræðingsins. Ég hlakkaði til að mæta fyrir rétti og reka þetta mál sem mig grunaði að gæti orðið hið skrautlegasta, ef ekki beinlínis skrautblóm í hnappagat íslenskrar réttvísi. Ég var farinn að kynna mér sögufrægan málflutning fyrir rétti í Suðurríkjum Bandaríkjanna sem spannst út af því að skólayfirvöld þar bönnuðu að kenna þróunarkenningu Darwins og kenndu sköpunarsögu biblíunnar í staðinn. Ég sá fyrir mér að þessi málarekstur allur myndi auka mjög hróður skólans og tryggja stóraukna aðsókn úr öllum landsfjórðungum því nemendur vildu auðvitað vera við nám þar sem svo alræmdir kennarar „spilltu" æskulýðnum og þar sem væri líf og fjör sem eftir væri tekið. Ég hafði dregið upp langan lista með nöfnum skálda og rithöfunda, sem ég hugðist kalla fyrir réttinn, og vekja athygli á, hvernig háttað væri kennslu, umfjöllun og túlkun á bókum þeirra í skólum landsins. Það olli mér því verulegum vonbrigðum þegar ég fékk hraðbréf í ábyrgðarpósti þar sem mér var tilkynnt að málið væri látið niður falla. Mér leið eins og „manninum sem missti glæpinn". Verðugt rannsóknarefniVið þetta er svo sem engu að bæta. En hvernig þessi uppákoma nokkurra nafngreindra nemenda við Menntaskólann á Ísafirði á áttunda áratugnum getur orðið tilefni til gróusagna um Guðjón Friðriksson er mér hulin ráðgáta. Er það ekki verðugt rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga, sér í lagi þar sem sagnfræðingurinn Guðjón Friðriksson kemur þarna hvergi við sögu? - Höfundur var skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði 1970-79.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun