Ómaklega að embættismönnum vegið Björn Bjarnason skrifar 28. september 2008 06:00 Hinn 1. janúar 2007 var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum stofnað og var Jóhann Benediktsson, sem hafði verið sýslumaður á Keflavíkurflugvelli síðan 1999, skipaður í embættið. Fram til 1. janúar 2007 starfaði Jóhann Benediktsson undir forræði utanríkisráðuneytis og hann var starfsmaður í utanríkisþjónustunni, þegar utanríkisráðherra skipaði hann sem sýslumann. Jóhann var eini sýslumaðurinn undir forræði utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytis og fór auk lögreglumála með stjórn tollamála og flugverndarmála í umboði utanríkisráðherra. Nánustu yfirmenn Jóhanns voru stjórnarerindrekar eða diplómatar, sem gegndu að jafnaði störfum hér á landi í nokkur ár, enda skylt að hlíta fyrirmælum um flutning milli landa. Breytt starfsumhverfiMeð flutningnum til dóms- og kirkjumálaráðuneytis breyttist allt starfsumhverfi Jóhanns. Hann féll inn í stjórnkerfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, þar sem embætti ríkislögreglustjóra hefur skýru lögbundnu hlutverki að gegna sem milliliður með sérþekkingu milli ráðuneytis og einstakra lögregluembætta. Innan dóms- og kirkjumálaráðuneytis er mikil reynsla af lögreglustjórn, eftirliti með fjárhag og rekstri lögregluembætta auk alls þess, sem þarf að hafa í heiðri við löggæslu og framkvæmd hennar. Nú þegar Jóhann hefur beðist lausnar og veitir viðtöl af því tilefni, beinist gagnrýni hans að mér persónulega, ríkislögreglustjóra og nú síðast dómsmálaráðuneyti og jafnvel nafngreindum embættismönnum innan þess. Um persónuleg samskipti okkar Jóhanns ítreka ég, að í ráðherratíð minni hef ég lagt mig fram um að auðvelda honum vistaskiptin, meðal annars á löngum einkafundi á heimili mínu, skömmu eftir að ég kom af sjúkrahúsi vorið 2007. Jóhann má túlka þessi samskipti okkar á þann veg, sem honum þykir nú hæfa og sagt þau til marks um hroka eða að vera gamaldags. Ég mótmæli því hins vegar eindregið og afdráttarlaust, að vegið sé að starfsheiðri einstakra embættismanna, embætti ríkislögreglustjóra eða dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og hæfni þeirra, sem fara með yfirstjórn lögreglumála, á þann veg, sem Jóhann kýs að gera. Þessi embætti eða embættismenn eiga það alls ekki skilið og til þeirra ber ég fullt traust. Undir forræði ríkislögreglustjóraHaustið 2007 voru birtar niðurstöður í rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Rúmlega átta forstöðumenn af hverjum tíu hjá sýslumannsembættum, löggæslu og fangelsum telja að dóms- og kirkjumálaráðuneytið svari erindum fljótt og vel. Ráðuneytið skorar þar með hæst allra ráðuneyta í þessum flokki í könnuninni. Af orðum fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum dreg ég þá ályktun, að hann hafi aldrei sætt sig við að hverfa frá því að vera eini lögreglustjórinn á forræði utanríkisráðuneytis og þurfa að sætta sig við reglur, fjármála- og starfsaga á vettvangi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, þar sem hann varð einn 15 lögreglustjóra frá 1. janúar 2007 og ótvírætt undir lögbundnu forræði ríkislögreglustjóra. Þegar ég ákveð að auglýsa embætti lögreglustjórans og vísa, þegar eftir skýringum var leitað hjá mér, til þeirra breytinga, sem orðið hafa á embættinu og meðal annars á launakjörum embættismannsins, eftir að sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt vorið 2008, tekur Jóhann þann kost að segja embættinu lausu frá 1. október 2008. Að hann skuli gera það með því að hreyta ónotum í samstarfsmenn sína hjá embætti ríkislögreglustjóra og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er með öllu ómaklegt. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Hinn 1. janúar 2007 var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum stofnað og var Jóhann Benediktsson, sem hafði verið sýslumaður á Keflavíkurflugvelli síðan 1999, skipaður í embættið. Fram til 1. janúar 2007 starfaði Jóhann Benediktsson undir forræði utanríkisráðuneytis og hann var starfsmaður í utanríkisþjónustunni, þegar utanríkisráðherra skipaði hann sem sýslumann. Jóhann var eini sýslumaðurinn undir forræði utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytis og fór auk lögreglumála með stjórn tollamála og flugverndarmála í umboði utanríkisráðherra. Nánustu yfirmenn Jóhanns voru stjórnarerindrekar eða diplómatar, sem gegndu að jafnaði störfum hér á landi í nokkur ár, enda skylt að hlíta fyrirmælum um flutning milli landa. Breytt starfsumhverfiMeð flutningnum til dóms- og kirkjumálaráðuneytis breyttist allt starfsumhverfi Jóhanns. Hann féll inn í stjórnkerfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, þar sem embætti ríkislögreglustjóra hefur skýru lögbundnu hlutverki að gegna sem milliliður með sérþekkingu milli ráðuneytis og einstakra lögregluembætta. Innan dóms- og kirkjumálaráðuneytis er mikil reynsla af lögreglustjórn, eftirliti með fjárhag og rekstri lögregluembætta auk alls þess, sem þarf að hafa í heiðri við löggæslu og framkvæmd hennar. Nú þegar Jóhann hefur beðist lausnar og veitir viðtöl af því tilefni, beinist gagnrýni hans að mér persónulega, ríkislögreglustjóra og nú síðast dómsmálaráðuneyti og jafnvel nafngreindum embættismönnum innan þess. Um persónuleg samskipti okkar Jóhanns ítreka ég, að í ráðherratíð minni hef ég lagt mig fram um að auðvelda honum vistaskiptin, meðal annars á löngum einkafundi á heimili mínu, skömmu eftir að ég kom af sjúkrahúsi vorið 2007. Jóhann má túlka þessi samskipti okkar á þann veg, sem honum þykir nú hæfa og sagt þau til marks um hroka eða að vera gamaldags. Ég mótmæli því hins vegar eindregið og afdráttarlaust, að vegið sé að starfsheiðri einstakra embættismanna, embætti ríkislögreglustjóra eða dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og hæfni þeirra, sem fara með yfirstjórn lögreglumála, á þann veg, sem Jóhann kýs að gera. Þessi embætti eða embættismenn eiga það alls ekki skilið og til þeirra ber ég fullt traust. Undir forræði ríkislögreglustjóraHaustið 2007 voru birtar niðurstöður í rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Rúmlega átta forstöðumenn af hverjum tíu hjá sýslumannsembættum, löggæslu og fangelsum telja að dóms- og kirkjumálaráðuneytið svari erindum fljótt og vel. Ráðuneytið skorar þar með hæst allra ráðuneyta í þessum flokki í könnuninni. Af orðum fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum dreg ég þá ályktun, að hann hafi aldrei sætt sig við að hverfa frá því að vera eini lögreglustjórinn á forræði utanríkisráðuneytis og þurfa að sætta sig við reglur, fjármála- og starfsaga á vettvangi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, þar sem hann varð einn 15 lögreglustjóra frá 1. janúar 2007 og ótvírætt undir lögbundnu forræði ríkislögreglustjóra. Þegar ég ákveð að auglýsa embætti lögreglustjórans og vísa, þegar eftir skýringum var leitað hjá mér, til þeirra breytinga, sem orðið hafa á embættinu og meðal annars á launakjörum embættismannsins, eftir að sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt vorið 2008, tekur Jóhann þann kost að segja embættinu lausu frá 1. október 2008. Að hann skuli gera það með því að hreyta ónotum í samstarfsmenn sína hjá embætti ríkislögreglustjóra og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er með öllu ómaklegt. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun