RÚV ekki einsdæmi 16. júlí 2008 00:01 Þorsteinn Þorsteinsson Markaðsstjóri RÚV telur stöðu RÚV alls ekki einsdæmi og vísar ásökunum Sigríðar og Péturs til föðurhúsanna.markaðurinn/aðsend Mynd Andsvar við orðum Sigríðar Margrétar:Ásökunum Sigríðar um undirboð RÚV vísa ég til föðurhúsanna. RÚV er verðleiðandi með hæsta verðið, bæði á útvarps- og sjónvarpsmarkaði, og ætlar sér að vera áfram í þeirri stöðu.Það er rangt að staða RÚV á auglýsingamarkaði sé einsdæmi í Evrópu. Danska ríkið á og rekur t.d. TV 2 sem er með 60 prósent af danska auglýsingamarkaðnum í sjónvarpi þar í landi. Einkastöðvarnar hér á landi búa því við mun betri kost en samsvarandi stöðvar í Danmörku. Flestar ríkisstöðvar í Evrópu eru auk þess með sambland af afnota- og auglýsingatekjum. Ríkisstöðvarnar í Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Spáni, Portúgal, Ítalíu og Írlandi eru allar með auglýsingatekjur. Andsvar við orðum Péturs:Pétur kvartar gjarnan undan „skakkri samkeppnisstöðu", „ríkisstyrkjum" og „forgjöf" RÚV en nefnir aldrei sterka stöðu 365 miðla á þessum markaði.Tekjur 365 á ljósvakamarkaði af áskrift og auglýsingum eru mun hærri en samsvarandi tekjur RÚV (afnotagjöld + auglýsingar) þannig að ég skil ekki þennan söng.Einnig er það villandi í málflutningi Péturs að tala um ríkisstyrk þegar Héraðsdómur Reykjavíkur er nýlega búinn að kveða úr um það að afnotagjaldið sé þjónustugjald en ekki skattur.Hvað forgjöfina varðar má nefna það að ITV í Bretlandi, sem er stærsta einkarekna stöðin þar í landi, hefur ekki leyfi til að innheimta áskriftargjöld og rekur sig því alfarið á auglýsingatekjum. Það er því ekki sjálfgefið að fyrirtæki eins og 365 innheimti áskriftargjald. Það má því alveg eins kalla það forgjöf að 365 búi við tvo tekjustofna, þ.e. áskrift og auglýsingar.Um úrskurð Samkeppniseftirlitsins er það að segja að Samkeppniseftirlitið sá enga ástæðu til að aðhafast neitt í málinu sem segir sína sögu, jafnvel þótt Pétur reyni hér að láta í annað skína. Það er eindreginn vilji Alþingis og þar með þjóðarinnar að RÚV starfi á þessum markaði innan þess ramma sem nú gildir hvað sem Pétri nú þykir um það. Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Andsvar við orðum Sigríðar Margrétar:Ásökunum Sigríðar um undirboð RÚV vísa ég til föðurhúsanna. RÚV er verðleiðandi með hæsta verðið, bæði á útvarps- og sjónvarpsmarkaði, og ætlar sér að vera áfram í þeirri stöðu.Það er rangt að staða RÚV á auglýsingamarkaði sé einsdæmi í Evrópu. Danska ríkið á og rekur t.d. TV 2 sem er með 60 prósent af danska auglýsingamarkaðnum í sjónvarpi þar í landi. Einkastöðvarnar hér á landi búa því við mun betri kost en samsvarandi stöðvar í Danmörku. Flestar ríkisstöðvar í Evrópu eru auk þess með sambland af afnota- og auglýsingatekjum. Ríkisstöðvarnar í Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Spáni, Portúgal, Ítalíu og Írlandi eru allar með auglýsingatekjur. Andsvar við orðum Péturs:Pétur kvartar gjarnan undan „skakkri samkeppnisstöðu", „ríkisstyrkjum" og „forgjöf" RÚV en nefnir aldrei sterka stöðu 365 miðla á þessum markaði.Tekjur 365 á ljósvakamarkaði af áskrift og auglýsingum eru mun hærri en samsvarandi tekjur RÚV (afnotagjöld + auglýsingar) þannig að ég skil ekki þennan söng.Einnig er það villandi í málflutningi Péturs að tala um ríkisstyrk þegar Héraðsdómur Reykjavíkur er nýlega búinn að kveða úr um það að afnotagjaldið sé þjónustugjald en ekki skattur.Hvað forgjöfina varðar má nefna það að ITV í Bretlandi, sem er stærsta einkarekna stöðin þar í landi, hefur ekki leyfi til að innheimta áskriftargjöld og rekur sig því alfarið á auglýsingatekjum. Það er því ekki sjálfgefið að fyrirtæki eins og 365 innheimti áskriftargjald. Það má því alveg eins kalla það forgjöf að 365 búi við tvo tekjustofna, þ.e. áskrift og auglýsingar.Um úrskurð Samkeppniseftirlitsins er það að segja að Samkeppniseftirlitið sá enga ástæðu til að aðhafast neitt í málinu sem segir sína sögu, jafnvel þótt Pétur reyni hér að láta í annað skína. Það er eindreginn vilji Alþingis og þar með þjóðarinnar að RÚV starfi á þessum markaði innan þess ramma sem nú gildir hvað sem Pétri nú þykir um það.
Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira